blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 blaðið Glitnir banki: Styrkir norskt maraþon Glitnir banki mun styrkja Óslóarmaraþonið um tugi milljóna króna en ritað var undir samninga þess efnis í Noregi í gær. Samningurinn nær til fjögurra ára en takmarkið er að koma hlaupum aftur rækilega á kortið í Noregi. Samningur Glitnis er við íþróttafélagið Viðar en það mun sjá um skipulagningu á hlaupinu. Maraþonið fer fram í. október næstkomandi og standa vonir til að hægt verði að auka þátttöku í hlaupinu verulega. votaw Eltak sérhæflr sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Islandi af smáum og stórum vogum Hafdu samband ELTAK Siöumúla 13, simi 5K8 2122 www.eltak.is Alcoa-Fjarðaál óskar eftir rýmri heimildum: Vilja losa meira eitur ■ Meira brennisteinsdíoxíð ■ Til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun Jóhannes Geir Sigurgeirsson Landsvirkjun hagnaðist af rek- strinum en gengistap var mikið á fyrri hluta ársins. Landsvirkjun: Tapar milljarði á mánuði Landsvirkjun tapaði tæpum 6,5 milljörðum á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt árshlutareikningi sem birtur var í gær. Skýrist tapið fyrst og fremst af gengistapi en stór hluti langtímalána Landsvirkjunar er í erlendri mynt. Alls nam gengis- tapið tæpum 25 milljörðum. Rekstrarhagnaður nam rúmum 4,5 milljörðum og þá var reiknuð skattainneign metin á 16,1 milljarð króna en Landsvirkjun varð fyrst tekju- skattskylt á þessu ári. 1 lok júní námu heildareignir fyrirtækisins um 220 millj- örðum króna og eiginfjárhlut- fall var 23,3%- Keflavík: Eftir Atla Isleifsson atlii@bladld.net Alcoa-Fjarðaál hefur sótt um rýmri heimild til losunar brennisteinsd- íoxiðs hjá Umhverfisstofun. Þór Tómasson, fagstjóri hjá Umhverfis- stofnun, segir að í mati á umhverf- isáhrifum sem Alcoa hefur lagt fram sé óskað eftir því að fá heim- ild fyrir aukningu á losun brenni- steinsdíoxíðs. „Umhverfismatið er nú í umfjöllun hjá Skipulags- stofnun. Þegar þeir eru búnir að gefa út álit þarf Alcoa að sækja um starfsleyfi og heimild til aukningar hjá okkur. Formlega hefur beiðnin því ekki komið inn á borð til okkar enn,“ segir Þór. í núgildandi starfsleyfi er Alcoa- Fjarðaál með leyfi fyrir losun á tólf Brennisteins- díoxíð er helsti orsakavaldur súrs regns. Pór Tómasson, fagstjóri hjá Umhvorfisstofnun kílóum af brennisteinsdíoxíði fyrir hvert framleitt tonn af áli. „Þeir óska eftir að auka losunina í allt að fjórtán kíló á hvert framleitt tonn. Alcoa-Fjarðaál bíður nú eftir áliti Skipulagsstofnunar, en á grundvelli þess álits sækir Alcoa-Fjarðaál um starfsleyfi til okkar. Beiðni þeirra um rýmri heimild byggir á að þeir segjast nú geta dreift efninu betur í andrúmsloftið, þannig að styrk- urinn í andrúmslofti verði minni þrátt fyrir meiri losun.“ Brennisteinsdíoxíð er litlaus lofttegund sem flest fólk finnur lykt af ef það nær ákveðnum styrk. Þór segir meginhluta þess brenni- steinsdioxíðs, semlendir í andrúms- loftinu af manna völdum, myndast við bruna á eldsneyti. „Þetta er ekki gróðurhúsalofttegund. Segja má að brennisteinsdíoxíð hafi öfug áhrif á andrúmsloftið samanborið við koldíoxíð,“ segir Þór. Að sögn Þórs er brennisteinsd- íoxíð helsti orsakavaldur súrs regns. „Menn hafa haft áhyggjur af losun brennisteinsdíoxíðs í heiminum, en það hefur mikil áhrif á gróður. Lofttegundin getur einnig verið hættuleg fólki, þeim sem viðkvæmir eru fyrir ertingu í augum, öndunarfærum, slímhúð og lungum." Kona lést í umferðarslysi Konan sem lést í umferðar- slysi við Faxabraut í Keflavík á sunnudagskvöld hét Bryndís Zophoníasdóttir, til heimilis að dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík. Hún var fædd 1931 og lætur eftir sig einn son. Eftir slysið var hún flutt á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, en var síðar flutt á slysadeild Land- spítalans. Fljótlega eftir komuna þangað var hún úrskurðuð látin. Slysið er sjöunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það átjánda það sem af er ári. Útsala 50% Síðustu dagar Jakkar, úlpur, vesti, kápur stuttar og síðar. Æ Ww B K Opið virka daga frá ld. 10-18 og íaugardaga frá ki io-i6 Mörkinni 6, Sími 588-5518 Sennilega mesta úrval landsins af: Störturum og alternatorum fyrir flestar gerðir fólksbíla, vörubíla og vinnuvélar. Einnig aðrir 3 varahlutir Bíldshöfði 14. Sími 553 1244. Ljosboginnehf@simnet.is Meira að gera hjá Vinnumálastofnun: Tilkynna um fleiri starfsmenn „Það hefur komið meira af ráðn- ingarsamningum hingað inn til okkar eftir umfjöllunina og það er hið besta mál að fjallað sé um þetta,” segir Baldur Aðalsteins- son, deildarsérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Blaðið hefur undanfarið fjallað Sameiginlegut vanð. þngg^ láöuneyta um elt.rtit meö ertendu starblólk. Félagsmáiaráðherra leitar lausna ■ Blaðið í gær. um vandræði sem hafa hlotist af því að vinnuveitendur skrá ekki er- lenda starfsmenn inn í landið eins og reglur gera ráð fyrir. Bent hefur verið á þá staðreynd að fyrirtæki skila ítrekað inn ófullnægjandi umsóknumtilÞjóðskrárumkenni- tölur og sleppa því að tilkynna ráðningar til Vinnumálastofn- unar. Eftir umfjöllun Blaðsins hefur orðið merkjanleg aukning á ráðningasamningum sem skilað Erlendir verkamenn Vinnuveitend- ur hafa tekiö við sér og skráð fleiri erlenda verkamenn inn í landið en áður. Mynd/Kristlnn er inn til Vinnumálastofnunar. „Fyrirtæki eiga augljóslega að tilkynna ráðningu erlendra starfs- manna hjá okkur. Þetta er fyrst og fremst vanþekking atvinnurek- enda og þegar við förum á fullt í málið þá mun þetta aukast til muna.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.