blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 20
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 blaðið heilsa heiisa@bladid.net Heyrnarskemmdir Einn skammtur „Góð leið til að borða minna er að lá sér aldrei aftur á diskinn. Látið einn skammt nægja en munið að hafa úrvalið fjölbreytilegt. Setjið mátulegt magn af kartöflum eða hrisgrjónum, kjöt eða fisk og grænmeti á diskinn.” iPod skaðar ekki heyrn Einar Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir telur að íslendingar heyri jafn vel og jafnaldrar þeirra hér áður. Hann segir bull að iPod og aðrar tónlistarveit- ur skaði heyrn. „Við verðum eldri en áður og heyr- um því verr. í raun má segja að við heyrum betur miðað við hávaða heldur en áður vegna þess að há- vaðavernd á vinnustöðum er meiri og eyrnaskjólanotkun algengari en áður.“ Enda segir Einar að ástandið sé gjörólíkt því sem var þegar hann kom heim úr námi árið 1978. „Heyrnarlausasti hópurinn sem til var voru vélstjórar eða menn sem unnu á vélum, að ógleymdum hreindýraskyttum og rjúpnaveiði- mönnum. Þessir hópar hafa tekið sér tak þannig að það er minna um heyrnarskaða en áður.“ Heyrnarskemmd ef græjur springa Einar segir að það sé bull að iPod og aðrar tónlistarveitur geti skað- að heyrn. „Tónlist eyðileggur ekki heyrn. Tónlist liggur langt fyrir neðan sex kílórið en þar verður heyrnardeyfð af völdum hávaða. Það er engin tónlist upp á sex kílór- ið en mannleg rödd kemst hæst upp á kannski tvö kílórið. Það eru til dæmi um það að græjur springi og það getur aftur á móti valdið heyrn- arskemmdum. Þegar ég var ungur þá fannst mér það tilheyra eldri kynslóðinni að tala alltaf um há- vaða og læti. Það er náttúrlega gríð- Líkamsrœkt fyrir konur Betri heilsa á 30 mínútum Meira fjör, sfyttri tími og skemmtilegur félagsskapur. Hjá okkur færðu, aðhald og stuðning hvort sem þú þarft að grennast eða styrkjast. Reglulegar líkamsmælingar svo þú getir fylgst með árangrinum. Cutveti The power to amazc yourself" Hringdu og pantaðu prufutíma og likamsmælingu 50% afsláttur af þjónustugjaldi Curves, Bæjarlind 12-Sími 566 6161 - curves@simnet.is YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Sértímar fyrir byrjendur og Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. NÝTT! Astanga yoga barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is arlegt kynslöða- bil þarna á milli, unga fólkið vill hávaða og læti en gamla fólkið villþað ekki. Svo eldist fólk mis- munandi hratt. En það er ekki rétt að hávaðinn hafi aukist í tím- anna rás, það var EinarSindra- ekkert minni há- son „En það er vaði i Bitlunum ekki rétt að hávað- eða Elvis Presley inn hafi aukist í á sínum tíma,“ tímanna rás, það segir Einar og varekkert minni hlær. „Síður en hávaði íBítlunum svo. Hávaði á eða Elvis Presley vinnustöðum ésínumtima." var sömuleiðis mikill. Það var til dæmis algengt að gömlu vélstjórunum var bannað að nota eyrnavernd, það bara tilheyrði að vera ekki með nein fíflalæti eins og eyrnaskjól. Gömlu vélstjórarnir báru þvi við að þeir urðu að heyra í þessari og hinni vélinni en svo urðu þessir menn algjörlega heyrnarlaus- ir en stýrðu sínum vélum eftir sem áður.“ Pirrandi hávaði veldur ekki heyrnarskemmd Einar segir að Vinnueftirlitið sé til að vernda okkur fyrir hávaða en ef hávaðinn fari yfir 8o desibel sé best að hafa gát á. „Hávaði sem er undir 8o desíbelum er kannski kappnóg- ur til að pirra Pétur og Pál en samt sem áður veldur hann ekki heyrn- arskemmd. Ef hávaðinn er bara 85 desibel þá þarf maður að vera lengi í hávaðanum til að heyrnin skemm- ist, jafnvel mánuðum saman. Því meir sem hávaðinn fer yfir 80 des- íbel því minni tíma máttu eyða í hávaðanum og því meiri hætta er á skemmdum," segir Einar og bætir við að sprengingar séu sérstaklega hættulegar. „Það er náttúrlega gaml- árskvöld og slík kvöld. Annars sjást ekki lengur skotveiðimenn sem eru ekki með eyrnaskjól.“ svanhvit@bladid.net Hollt og gott Te hollara en vatn Te er gott Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að kostirnir við aö drekka te séu margvíslegir, til að mynda getur te- drykkja minnkað líkurnar á hjartaáfalli og krabbameini. Það er jafnhollt að drekka þrjá eða fleiri bolla af tei á dag og það er að drekka nóg af vatni samkvæmt ný- legum rannsóknum. Það er jafnvel hollara að drekka te því tedrykkju fylgja aðrir ávinningar. í nýjasta hefti af European Journal of Clinic- al Nutrition kemur fram að það sé alrangt að te þurrki upp líkamann, eins og áður hafði verið talið. Nú er talið að te hafi sömu góðu áhrif og vatn en auk þess getur te verndað gegn hjartasjúkdómum og krabba- meinum samkvæmt breskum nær- ingarfræðingum. Sérfræðingar telja að ákveðin þráavarnarefni í tei ýti undir betri heilsu en þessi þráavarn- arefni má finna í mörgum matarteg- undum og plöntum, til að mynda te- laufum. Rannsakendur telja að sýnt hafi verið að þráavarnarefnin geti komið í veg fyrir frumuskemmdir. Kemur í veg fyrir krabbamein Með því að skoða rannsóknir á áhrifum tedrykkju fundu dr. Carrie Ruxton og samstarfsfélagar hennar beinar sannanir fyrir því að með því að drekka 3 til 4 bolla af tei á dag minnka líkurnar á hjartaáfalli. Sumar rannsóknir sýndu líka að te- drykkja geti komið í veg fyrir krabba- mein þó sú niðurstaða sé ekki eins áreiðanleg. Tedrykkja hafði aðrar heilsusamlegar afleiðingar í för með sér, eins og vernd gegn tannskemmd- um og sterkari bein. Fleiri kostir Að sögn Ruxton er í rauninni betra að drekka te en vatn. „Vatn kemur í staðinn fyrir vökva. Te kem- ur í stað vökva og inniheldur auk þess þráavarnarefni þannig að kost- irnir eru fleiri.“ Engin gögn fundust sem studdu það að te væri óhollt Hins vegar hafa rannsóknir gefið til kynna að te geti skaðað hæfileika líkamans til að taka upp járn úr mat og fólk sem þjáist af blóðskorti ætti því ekki að drekka te i kringum mat- málstíma. I rannsókninni kom einn- ig í ljós að meðaltedrykkja væri rétt undir þremur bollum á dag en í máli Ruxton kom fram að fólk drekki ekki eins mikið te og áður því neysla gosdrykkja hefur aukist.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.