blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 27 Kjami málsins Líður vel í tíma í fyrra sagðist 81 prósent nemenda i 5. til 7. bekk í grunnskólum Reykjavikur að sér liði oft eða mjög oft vel í kennslustundum, samkvæmt gögn- um frá menntasviði Reykjavtkur. Hörðuvallaskóli í Kópavogi Sérstök áhersla veröur lögð á heilbrigöi og hollustu í nýjasta grunnskóla Kópavogs sem settur var i fyrsta skipti í síöustu viku. BMiðMki Skóli með áherslu á hollustu og heilbrigði i' . - ■ *Miðað við aö 65 eintökum af Morgunblaðinu sé dreift í 30 skipti. Kennurum fjölgar Grunnskólakennarar á launum hjá Reykjavíkurborg eru um 1.660 á þessu ári samkvæmt tölum frá menntasviði borgarinnar. Hefur þeim fjölgað nokkuð á undanförn- um árum en árið 2002 voru til að mynda 1.509 grunnskólakennarar á launum hjá borginni. Fjöldi grunnskólakennara í fullu starfi hefur haldist nokkuð stöðug- ur á undanförnum árum eða um 80 prósent. Leiðbeinendum hefur fækk- að mjög í grunnskólum borgarinnar frá 2002 þegar þeir voru 8,9 prósent af fjölda kennara niður i 2,5 prósent á síðasta ári. Spáð er enn frekari fækkun í þeirra röðum í ár. Ekki hafa verið miklar sveiflur á fjölda nemenda á stöðugildi grunn- skólakennara. Yfirleitt eru um tíu nemendur á hvern kennara. Hlut- fallið er þó mun lægra í sérskólum þar sem það hefur verið á bilinu 1,5 til 2,1 nemandi. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 30.915 kr. á mánuði fyrir klukkustundar langan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu fjölgar jafnt og þétt samhliða uppbyggingu nýrra hverfa og útþenslu Reykjavíkur og nágrannasveitarfé- laganna. f síðustu viku var Hörðu- vallaskóli sem er glænýr skóli í hinu nýja Kórahverfi i Kópavogi settur formlega. Nemendur eru á sjötta tug en til að byrja með verður skólinn aðeins fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Síðar er gert ráð fyrir að þar verði einnig nemendur í 5. til 10. bekk. Jákvæðni ríkjandi Helgi Halldórsson skólastjóri hins nýja skóla segir að mikil jákvæðni ríki hjá nemendum, foreldrum og kennurum. „Menn vita að það fylgja þessu alltaf einhverjir byrjunarörð- ugleikar en málin eru bara leyst. Eins og sumir segja þá er ekkert til sem heitir vandamál heldur verk- efni til að leysasegir Helgi. Sjálfum finnst Helga það vera frá- V Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband í síma 5691440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. bært að fá tækifæri til þess að móta hefðir og stefnu í skólastarfinu. „Ég er búinn að vera lengi skólastjóri og þar af leiðandi er ég kannski að fá tækifæri til að nýta eithvað af því sem ég hef lært í gegnum tíðina,“ segir Helgi. Að sögn Helga hafa byrjunarörð- ugleikar einkum tengst byggingu skólahúsnæðisins. „Við erum smám saman að fikra okkur upp eftir hús- inu ef svo má að orði komast. Við byrjuðum á fyrstu hæðinni þar sem við búum við frekar þröngan kost en með jákvæðu hugarfari þá gengur það bara ljómandi vel. Fyrsta álman verður öll tilbúin eftir um mánuð og þá verðum við með mjög rúmt og gott húsnæði fyrir þá starfsemi sem við erum með,“ segir Helgi. Dagleg hreyfing Rík áhersla verður lögð á hollustu og heilbrigði í stefnu Hörðuvalla- skóla. „Við gerum til dæmis ráð fyrir skipulagðri hreyfingu, íþróttatíma, hjá nemendum á hverjum einasta degi. Síðan munum við einnig leggja sérstaka áherslu á stærð- fræði og íslensku,“ segir Helgi en bætir við að í svona nýjum skóla sé í raun enn verið að móta stefnuna. ,Við ætlum náttúrlega að gera það í samráði við þá sem koma til með að þiggja þessa þjónustu hjá okkur. Gott samstarf heimilis og skóla er grundvallaratriði í góðum skóla,‘ segir Helgi Halldórsson að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.