blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 17
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 25 vísindi visindi@bladid.net Faðir flokkunarfræðinnar Sviinn Carl von Linné (1707-1778) er stundum kallaö- ur faöir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp tvinafna- kerfið svokallaða sem nu er notað til flokkunar á öilum lífverum. Skýrsla sérfræðinga um háskóla á íslandi Efla þarf gæðaeftirlit Islenska háskólastigið fær nokk- uð jákvæða einkunn í skýrslu sem Efnahags- og framfara- stofnunin (OECD) birti í síð- ustu viku. Skýrsluhöfundar benda á að hin öra þensla kerfisins á síðustu árum hafi leitt af sér ýmis vandamál sem bregðast þurfi við. Að þeirra mati eru fjármunir sem varið er til gæða- mála af of skornum skammti og of fáar ytri úttektir framkvæmdar á ári hverju. Tekið á vandanum Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir menntamálaráðherra telur þessar ábendingar vera mjög mikilvægar en bendir jafnframt á að tekið sé á þessu í nýrri rammalöggjöf um há- skóla sem samþykkt var í vor. „Þar var einmitt megináherslan af minni hálfu að taka á gæðamál- um háskólanna. Ég hef oft sagt að fyrsta skrefið í þá veru hafi verið tekið með aukinni samkeppni, fjölg- un nemenda og fleiru. Nú erum við í rauninni komin í annan fasa sem er að auka gæðaeftirlit og efla gæðakröfur til háskólanna þannig að þeir miðli þeirri þekkingu til nemendanna sem þeir sækjast eftir,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að jafnframt standi til að efla innra sem ytra gæðaeftirlit. Fjármagn úr fleiri áttum Þorgerður Katrín segir að allar þjóðir sem reki öflugt háskólakerfi standi frammi fyrir spurningunni um fjármögnunarleiðir þess. „Það er ljóst að við þurfum að fá fjármagn inn í háskólana, ekki ein- göngu frá ríkinu heldur frá fleiri aðilum, einkaaðilum og fyrirtækj- um til að geta staðið undir því að reka þessar öflugu stofnanir," segir Þorgerður og bætir við að fyrirtæki séu áhugasöm um að styrkja vísindi, rannsóknir og háskóla í landinu sem hafi meðal annars sýnt sig með aðkomu þeirra að Háskólanum i Reykjavík. „Það er jákvætt en ég vil gjarnan sjá fleiri skref stigin í þeim efnum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ráðherra segir tekið á gæöamálum i nýrri löggjöfum háskóla. Gæta þarf að fjölbreytni Skýrsluhöfundar segja að gífurleg íjölgun nemenda á háskólastigi hér á landi sé meðal annars til marks um ár- angur af stefnu stjórnvalda. Þeir fara jafnframt lofsamlegum orðum um alþjóðavæðingu íslenskrar háskóla- menntunar og telja brýnt að viðhalda henni. Þorgerður Katrín tekur í sama streng. „Þeir segja það athyglisvert að ís- lendingar sækj menntun til útlanda og það hafi leitt af sér mikla fjöl- breytni hérlendis. Við verðum að gæta þess að sú fjölbreytni minnki ekki um leið og við aukum námsfram- boðið hér heima. Með fjölbreyttara at- vinnulífi eins og við höfum upplifað á undanförnum árum er auðveldara fyrir okkar fólk sem er að mennta sig í útlöndum að koma heim. Möguleik- ar menntaðs fólks eru að aukast og miðað við aðrar OECD-þjóðir höfum við íslendingar ekki orðið fyrir því sem kallað er „brain drain syndróm- ið“ heldur erum við að fá fólkið okkar heim,“ segir Þorgerður Katrín. Skýrsla Efnahags- og framfarastofn- unarinnar var samin af sex sérfræð- ingum sem dvöldu hér á landi í viku- tíma, heimsóttu alla háskóla og hittu að máli fjölmarga hagsmunaaðila. Hún var hluti af úttekt stofnunar- innar á háskólastigi í 24 löndum og er markmið hennar að kanna áhrif opin- berrar stefnumörkunar í málefnum háskóla f löndunum og vísa veginn um úrbætur og nýjungar. Sáttaleiðir háhyrninga Mannfólkið grípur til sérstakra ráða til að sættast við sína nán- ustu eftir að ósætti eða illindi hafa komið upp. Stundum dugar faðmlag til og í öðrum tilfellum er gert vel við ástvininn í mat og drykk. Háhyrningar hafa einnig sínar aðferðir til að sættast eftir að slegið hefur í brýnu á milli þeirra samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á atferli þeirra. Michael Noonan sem er sér- fræðingur í atferlisfræði dýra við Canisius-háskóla í Buffalo hefur rannsakað hegðun háhym- inganna síðastliðin fimm ár í dýragarði í Ontario í Kanada og kvikmyndaði dvrin alls í 2.800 klukkustundir. I nokkur skipti slettist upp á vinskapinn hjá ákveðnum dýrum í hópnum en í öllum tilfellum sættust þau með því að synda samhliða um stund eftir að hafa tekist á. Ftannsóknir hafa leitt í Ijós að önnur spendýr sýna svipaða hegðun og sem dæmi má nefna að simpansar faðma hver annan til að sættast eftir illindi. Fyrr en nú hefur slíkrar hegðunar þó ekki orðið vart hjá sjávarspendýrum. Konur fáar í æðstu stöðum Konur í æðstu prófessors- stöðum í evrópskum háskólum eru hlutfallslega fáar sam- kvæmt upplýsingum frá Evrópu- sambandinu. Árið 2003 voru konur að jafn- aði í 15 prósent í æðstu stöðum en karlar í 85 prósent. Litlar breytingar urðu á hlutföllunum frá 1999 til 2003. Þegar litið er til nemenda og útskrifaðra á meistarastigi er hlutfall kvenna þó hærra en karlanna. Árið 2003 var hlutfall kvenna 59 prósent en 41 pró- sent karlar. Þetta hlutfall snýst nánast við þegar skoðaðar eru tölur yfir þá sem höfðu útskrif- ast úr doktorsnámi. Þar voru karlar 57 prósent af heildar- fjölda en konur 43 prósent. s*afgangar f. 3o% afsláttur af JVordsjö útimálningu VerMœmi: Geqnheilar útiftísar frd kr. 1.150.- m Plastparket smellt frá kr. 890.- m2 Eikarparket /4 mm smellt kr. 2.690.- m2 farmsto rf ffl ili i Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 • www.alfaborg.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.