blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 blaðið Lestarmaðurinn: Danska lögg- an leitar enn Maðurinn sem hrinti Islend- ingnum af lestarpallinum í Kaupmannahöfn á laugardag- inn er ófundinn samkvæmt lögreglunni í Kaupmannahöfn. Maðurinn hrinti íslendinginum sem er 26 ára gamall fram af lestarpallinum, vegna deilna um sígarettu sem sá íslenski hafði. Sauma þurfti átta spor í nef íslendingsins en hann var kominn af spítala á sunnudag. Falleg - sterk - náttúruleg Suðurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond VSTRÖND Fangavörður með fíkniefni á Litla-Hrauni: Smyglaði eitrinu í smokki ■ Ætlaði í lögfræði í haust ■ Stórtækur fíkniefnasmyglari grunaður um aðild Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Fangavörður sem var handtekinn á laugardaginn smyglaði fíkniefn- unum inn á Litla-Hraun innvortis. Samkvæmt Erlendi Baldurssyni var handtakan afrakstur rannsóknar sem hefur verið í gangi nokkurn tíma innan fangelsismúranna. Grunur kviknaði um að mikil fjölgun fíkniefna innan fangelsis- ins væri ekki af eðlilegum toga og í ljós kom að fangavörðurinn sem er tvítugur að aldri átti hlut að máli. Einnig er búið að úrskurða tvo fanga í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins. Annar þeirra hafa verið dæmdur fyrir stuttu vegna stórfellds fíkniefnamisferlis þar sem hann reyndi að smygla nokkrum kílóum af amfetamíni og talsverðu magni af kókaíni til landsins. Fangavörðurinn var handtekinn á laugardaginn þegar hann kom til vinnu. Samkvæmt heimildum hafði verið uppi hugmynd að egna hann í gildru og koma upp um fíkniefna- brot hans með þeim hætti. Það var ekki gert, heldur var hann hand- tekinn þegar hann kom í vinnuna. Hann var færður á spítala þar sem hann var gegnumlýstur og kom þá í ljós að maður- inn hafði fíkniefni inn- vortis. Hann hafði gleypt smokka og komið fíkniefn- unum þannig inn. Mað- urinn er með hreina sakaskrá og er sumarafleys- ingamaður. Hann kann þó að þurfa dvelja lengur við en hann uppruna- lega ætlaði sér. Ekki er leitað sérstaklega á fanga- vörðum né öðrum fagaðilum sem að fangelsum koma, því er ekki ljóst af hverju hann valdi þessa leið til þess að smygla fíkniefnunum inn í fangelsið. Laugardagurinn mun hafa verið síðasti dagurinn hans í vinnunni en hann var við það að hefja nám í Háskóla íslands en þar hugðist hann nema lögfræði. „Það hefur verið mjög mikil aukning af fíkni- efnum í sumar,“ segirErlendurBald- ursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismála- stofnun. Hannsegiraðmennhafisettákveðna rannsókn í gang til þess að athuga hvernig á þessari aukningu stæði. I ljós kom að þeirra eigin maður stóð fyrir þessu. Fyrir nokkrum vikum fundust 200 grömm af hassi í klefa fanga. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem um verulegt magn af fíkniefnum var að ræða. „Þetta er mjög alvarlegt brot í starfi,“ segir Erlendur Baldursson en pilturinn braut af sér í opinberu starfi og varð þar að auki uppvís að fíkniefnamisferli. Annað eins hefur aldrei komið upp í íslenskum fang- elsum að sögn Erlends. Hann segir að möguleikanum sé haldið opnum að fangavörðurinn hafi á einhvern hátt verið neyddur til að gera þetta eða plataður en málið er á viðkvæmu stigi eins og er. Rannsóknarlögregla Selfoss verst allra frétta. Þeir sem til varðar- ins þekkja segjast allir steinhissa á hegðun hans. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi á lögreglustöðinni á Selfossi. iiiiiiííi IKI KKKI Litla-Hraun Annar fanginn sem er í gæsluvarðhaldi hefur áður orðið uppvis að stórfelldu fikniefnamisferli Norðurlandameistari í málaraiðn Andri Þórer fyrsti Islendingurinn sem hlýtur titilinn Mynd/Frikkl SJnnÁaupasíjórar m öiun eryia aí/iuqio Bjóðum upp á kjöt, unnar kjötvörur og álegg. Persónuleg þjónusta, gæði á góðu verði Fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn í málaraiðn: Bestur málara á Norðurlöndum Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Andri Þór Arinbjörnsson, 24 ára Reykvíkingur, bar sigur úr býtum á Norðurlandameistaramótinu í málaraiðn sem fram fór í húsnæði Danska málarameistarafélagsins í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. „Ég var nokkuð viss um að ég myndi vinna keppnina þegar ég var búinn að klára verkin,“ segir Andri Þór og hlær. Norrænt þing málarameistara var haldið um helgina og var keppni málarasveina meðal dagskrárliða. „Keppnin var nú haldin í níunda skipti, en hún hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1990. Mál- arameistarafélög norrænu ríkjanna sendu einn keppanda hvert til leiks. Við vorum því fimm málarar að berj- ast um titilinn, en þetta er í fyrsta sinn sem íslendingur sigrar,“ segir Andri Þór. Að sögn Andra Þórs var mikið lagt í keppnina og hún tekin alvar- lega. „Aðrir keppendur höfðu unnið forkeppnir í heimalöndum sínum, en sjálfur var ég valinn þar sem ég hafði hlotið hæstu einkunn á sveinsprófi yfir tveggja ára tímabil,“ segir Andri Þór sem lauk sveinsprófi í fyrra. Keppnin stóð yfir i fimm daga og fékk hver keppandi sinn bás og leið- beiningar um hvað ætti að gera. „Við vorum með þrjá fleti sem átti að mála. Einn hluti var frjáls, en annað sett í ákveðnar skorður þar sem átti meðal annars að spartla veggi og lakka hurð,“ segir Andri sem hefur unnið við málun hjá fyrirtæki föður síns. Hann stundar nú nám í frumgreina- deild Háskólans í Reykjavík og setur stefnuna á nám i verkfræði. „Þessi sigur á eftir að nýtast mér vel í fram- tíðinni og þetta er mikill heiður.“ Hermann Óli Finnsson, formaður Málarameistarafélagsins, segir þetta vera frábæran árangur hjá Andra Þór. „Við erum afskaplega stoltir af okkar manni. Hann vann þessa keppni með yfirburðum. Ég heyrði það þegar verið var að ræða um bása keppenda að hans bar af og áður en tilkynnt var um sigurvegara var al- talað að þetta væri besti básinn," segir Hermann Óli sem skipaði dómnefnd ásamt öðrum formönnum norrænu málarameistarafélaganna. Að sögn Hermanns var bás Andra Þórs sá besti. „Þetta var mjög skemmtileg og falleg útfærsla á básnum hjá honum. Hann stóð sig al- veg stórkostlega, enda erum við alveg að rifna af monti.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.