blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 29
nning menning@bladid.net '.Wi blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 Afmælisbörn dagsins JOHN LOCKE, HEIMSPEKINGUR 1632 MAURICE MAETERLINCK, RITHÖFUNDUR 1862 DINAH WASHINGTON, SÖNGKONA1924 Bergman fæðist og deyr Sænska þokkadisin Ingrid Bergman fæddist þennan dag árið 1915. i gegnum árin lék hún í fjölmörgum kvikmyndum og naut mik- illar hylli. Hún lést úr brjóstakrabbameini á afmælisdaginn sinn árið 1982. Orgeltónleikar í Dómkirkiunni Organistinn Martin Rein mun halda tónleika i Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. ágúst kl. 20.30. Rein er þýskur og hefur verið organisti í Berlín og Essen í Þýskalandi en hin síðustu ár hefur hann starfað sem kórstjóri í Ástralíu. Hann er þekktur konsertorganisti og hefur haldið tónleika í flestum löndum Evróþa og vestanhafs. Hann hefur nýlega verið ráðinn sem organisti í St John's kirkju í Notting Hill, London. Á tónleikunum mun Rein leika tónlist eftir Bach, Reger, Vierne og Widor. Blái hnötturinn Leikrit Andra Snæs Magna- sonar, Sagan af Bláa hnettinum, sem gert er eftir samnefndri bók hans, verður frumsýnt í Finnlandi þann 11. októþer í Borgarleikhúsinu í Lahti. Leikritið var frumsýnt í Þjóðleik- húsinu árið 2001 við góðar undir- tektir. Heimsbyggðin hefur nú þegar fengið að njóta sögunnar hugljúfu en fyrr á þessu ári var leikritið sett uþþ i Islamabad í Pakistan og á síðasta ári var það frumsýnt í Toronto í Kanada þar sem um 17.000 áhorfendur sáu það. Nýverið var svo gengið frá samningi um að frumsýna leikritið á föstudaginn langa á næsta ári í Cochrane Theatre í Lundúnum í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar. Til stendur að sýna verkið í sex vikur og ferðast síðan með það til helstu borga Englands. Rétt- urinn að bókinni Sagan af Bláa hnettinum hefur nú þegar verið seldur til sextán landa. Lína Rut sýnir í Kaffitári Föstudaginn 1. september verður opnuð sýning [ Kaffitári, Reykjanesbæ, á nýjum olíumál- verkum Línu Rutar sem nefnist Velkomin í Baunaland. Lína Rut hefur verið að vinna með prinsessur og baunir í gegnum tíðina ásamt hinum ýmsu ævintýrum og á þess- ari sýningu tengir hún saman baunir í kaffibrennslu og prins- essur. Lína Rut er fædd á Isafirði og lauk níu mánaða listförðunar- námi frá Christian Chaveau í París 1987, námi úr málaradeilc Myndlista- og handíðaskóla fslands árið 1994 og námskeiði í pappa- skúlptúr, Flórens 1995. Lína Rut býr nú og vinnur að list sinni í Lúxemborg. Allir eru velkomnir í Reykjanesbæ til að fá sér kaf tár og berja lisl Línu augum. Ekkert miðjumoð í Þjóðleikhúsinu argir hafa beðið þess með eftirvænt- ingu að Þjóðleikhús- ið kynnti vetrardag- skrá sína en í gær var hulunni svipt af komandi leik- ári. Margt bitastætt kom í ljós og hafa leikhúsunnendur greinilega til margs að hlakka. Að venju sýnist sitt hverjum um verkefnavalið enda vandaverk að setja saman slíka dag- skrá. Menningarvitar fussa oftar en ekki yfir léttúðugum söngleikjum og försum meðan öðrum finnst ef til vill heimsbókmenntirnar setja of sterkan svip á dagskrána. Það er því vandasamt verkefni sem Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og hennar fólk hafa lagt að baki. Tinna er stolt af efnisskrá vetrarins. „Ég held að við séum að bjóða upp á mjög fjölbreytta dagskrá í vetur. Við erum með margar skemmtileg- ar og áhugaverðar sýningar fyrir leikhúsunnendur á öllum aldri. Við leggjum áherslu á ungt fólk og höf- um verið að gera sérstakt átak í því að auka fjölbreytni og efla fræðslu- deildina okkar,“ segir Tinna. Hugleikur á Stóra sviðinu Á komandi vetri frumsýnir Þjóð- leikhúsið tíu ný verk. Þar kemur ýmislegt við sögu, m.a. grískur harmleikur, sýningar fyrir alla fjöl- skylduna og framsækin verk eftir unga höfunda, íslenska og erlenda. „Ekkert af þeim verkum sem við frumsýnum í vetur hefur verið sýnt á leiksviði á Islandi áður, það þykir okkur nokkurs um vert. Við hefjum veturinn með nýju íslensku leikriti, Sitji Guðs englar, sem er leikgerð 111- uga Jökulssonar á samnefndri bók Guðrúnar Helgadóttur. Á jólum á Smíðaverkstæði setjum við upp nýtt íslenskt leikrit eftir Ásdísi Thorodd- sen kvikmyndagerðarkonu en það er hennar frumraun á sviði leikrit- unar. Á Stóra sviðinu mun svo hinn ungi Hugleikur Dagsson frumsýna leikrit sitt Leg. Mér finnst hann frá- bær listamaður og ég bind miklar vonir við þá sýningu," segir Tinna stolt en þetta er aðeins eilítið sýnis- horn af hinni fjölbreyttu dagskrá. „Við vonum að smellurinn í haust verði Stórfengleg en þar fer Ólafía Hrönn Jónsdóttir með hlutverk söngkonunnar Florence Foster Jenkins. Verkið fjallar um ævi Jenk- ins en hún varð fræg fyrir að njóta mikilla vinsælda, þrátt fyrir að hún væri af mörgum talin ein versta söngkona í heimi. Þetta er mann- eskjulegt og fallegt verk en um leið grátbroslegur gamanleikur sem get- ur í senn knúið áhorfendur til óvæg- innar sjálfsskoðunar og látið þá velt- ast um af hlátri," segir Tinna. Þjóðleikhúsið fyrir alla Tinna segir að lögð hafi verið sér- stök áhersla á að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi í Þjóðleikhús- inu í vetur. „Slagorð okkar í vetur er „Þjóðleikhúsið fyrir alla“, það þýðir ekki neitt miðjumoð heldur það að við teljum okkur vera með það breitt verkefnaval að þar ættu nán- ast allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá 9 mánaða aldri og til 99 ára. Við leggjum þó sérstaka áherslu á börn og ungmenni og bjóðum upp á fjölbreytt úrval sýn- inga fyrir þann hóp. Við erum með ákaflega metnaðarfullar sýningar á borð við Bakkynjur eftir Evripídes sem er einn þekktasti harmleikur grísku gullaldarinnar. Þetta er mik- ið verkefni en við fengum til liðs við okkur gríska leikhúslistamenn sem hafa rannsakað þessa hefð og tileinkað sér grímugerð og annað sem tengist hinu forngríska leik- húsi sérstaklega. Við teflum þessu mikla listafólki saman við okkar konu, Ernu Ómarsdóttur, dansara og danshöfund og tónskáldið Atla Ingólfsson. Við kynnum Jon Fosse, eitt mest leikna leikskáld Norður- landa í dag með sýningu á verki hans Sumardegi, auk þess sem við fáum sænska gestasýningu á öðru verki eftir hann og bjóðum upp á málþing með þátttöku hans. Einn- ig erum við með glæsilegt verk eftir unga kanadíska konu, Carolyn Fréc- hette, sem ber titilinn Hálsfesti He- lenu og gerist í Beirút í Libanon. Við erum með nýtt verk eftir sænskan höfund, Jacob Hirdwall, og við sýn- um nýtt verk eftir Eric-Emmanuel Schmitt, Hjónabandsglæpi, höfund verka á borð við Abel Snorko býr einn og Gesturinn. Við fáum fjölda áhugaverðra gestasýninga erlendis frá, tvær sýningar frá Japan núna í september, pólska látbragðssýn- ingu, franska sýningu á verki eftir Moliére á franskri menningarhá- tíð í mars og breskan Shakespere á Listahátíð í Reykjavík í vor. Sjálf erum við svo að fara að heimsækja fjögur lönd með sýningar okkar.,“ segir Tinna. Afgerandi menningarafl Tinna telur að vel hafi tekist til við undirbúning og er ánægð með þá miklu vinnu sem hún og sam- starfsmenn hennar hafa innt af hendi til þess að gera efnisskránna sem glæsilegasta. „Ég er stolt af því hvað okkur tekst að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Hver sýning markar sína sérstöðu og við munum kynna hverja sýn- ingu fyrir leikhúsunnendum með það fyrir augum að hver finni sinn takt. Þjóðleikhúsið hefur víðtæku hlutverki að gegna og ég er stoltust af því hversu vel okkur tekst með- fram öðru að sinna nýsköpun. Við erum að taka áhættu, við veðjum á ný verk og unga höfunda. Með því erum við að sinna okkar hlutverki. Ég tel að Þjóðleikhúsið þurfi að vera afgerandi sem menningarafl, bæði faglega og einnig í því að vísa veg- inn fram á við,“ segir Tinna að lok- um og hlakkar til komandi vetrar. hilma@bladid.net Nautabani deyr Þennan dag, árið 1937, dó nauta- baninnheimskunniManoleta.Hans rétta nafn var Manuel Rodríguez Sánchez og byrjaði frægðarsól hans að rísa skömmu eftir að spænsku borgarastyrjöldinni lauk. Manoleta ólst upp við þröngan kost, fór að heiman tólf ára og hóf snemma að reyna fyrir sér með rauðu duluna. Hann átti ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans og afi voru einnig liðtækir þegar kom að því að bana nautum. Manoleta var mikil stjarna í lif- anda lífi. Hann naut hins Ijúfa lífs til hins ítrasta og drakk í sig að- dáun almennings. Fólk leit hann svipuðum augum og kvikmynda- stjörnu. Hann ferðaðist meðal ann- ars til Venezúela, Mexíkó, Perú og Kólumbíu til þess að sýna listir sín- ar og var alls staðar gerður góður rómur að tilþrifum hans. Manoleta þróaði með sér sérstakan stíl í þess- ari umdeildu iðju og þótti afar fag- ur á að líta meðan hann villti um fyrir brjáluðum nautum. Manoleta var aðeins þrítugur að aldri þegar hann lést. Banamein hans var blóð- eitrun sem herjaði á hann eftir að froðufellandi naut veitti honum al- varlega áverka.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.