blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 30
38 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 blaðiö HVAÐ FINNST ÞER? Verður stefnt að sxgri i þetta skipti? „Égvitna bara t kjörorð okkar. Það sigra allir sent taka \iátt í Glitnis-maraþoni m m. w 1 rt Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Glitnir mun styrkja Óslóarmaraþonið næstu fjögur árin. Bjarni Ármannsson hefur þegar lýst því yfir að hann muni taka þátt i næsta Óslóarhlaupi. Hann endaði í 43. sæti i Reykjavíkurmaraþoninu. Smáborgarinn Vanmetinn í fótboltanum Ómar Stefánsson segist vera vanmetinn fót- og handboltamaður og það stafi öðrum þræði af fordómum í garð örvfættra og örvhentra. MAGNAÐUR MAGNI Smáborgarinn horfir ekki mikið á sjónvarp og sjónarpsáhorf hans hefur farið snarlega minnkandi undanfarin ár. Hann komst þó ekki hjá því að detta inn í raunveru- leikaþáttinn Rockstar: Supernova, eins og eflaust fjölmargir aðrir íslendingar, enda Frónbúi á meðal keppenda. Smáborgarinn hefur aldrei gefið mikið fyrir tónlist hljómsveitarinnar Á móti sól sem Magni hefur verið í fararbroddi fyrir undanfarin ár og átti Smáborgarinn því kannski ekki von á því að Austurlendingur- inn myndi vinna stóra sigra vestan- hafs. Annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Magni hefur staðið sig með miklum ágætum og verið meðal allra bestu kepp- enda (vilja þó kannski einhverjir meina að tjörnin sem hann syndir í sé ekki ýkja stór). Deila má hins vegar um hvort sigurlaunin séu eins fýsileg og stjórnendur þáttarins láta í veðri vaka. Magni hefur verið landi og þjóð til sóma og þrátt fyrir að hafa sett sig í hinn meinta „rokkaragír“ hefur hann að mestu laus verið við þá svakalegu uppgerð sem hefur einkennt marga keppendur í þættinum. Keppendur á borð við Lukas Rossi vekja fátt annað en klígju hjá Smáborgaranum. Magni hefur valið góð lög, sungið þau prýðilega og komið vel fram. Deila má hins vegar um hvort sigurlaunin séu eins fýsile^ og stjórnendur þáttarins láta í veðri vaka. Sigurvegarinn verður söngv- ari hljómsveitarinnar Supernova sem skipuð er Tommy Lee úr Mötley Crue, Jason Newsted úr Metallica og Gilby Clarke úr Guns N’ Roses. Segja má að þessir menn hafi allir verið í aukahlutverki í „súp- ergrúppum” sínum og þau tvö frumsömdu lög sem Supernova hefur flutt í þáttunum gáfu ekki fögur fyrirheit. Smáborgarinn vonar að Magni haldi áfram að vinna glæsta sigra vestanhafs. Sólin er hins vegar löngu sest á ferli hljómsveitar- meðlima Supernova og því er glæstasti sigurinn tæpast að verða meðlimur í hljómsveit þeirra. Áfram Magni... eða hvað? Ræktin í næsta húsi Það er ekki síður mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að vera vel á sig komnir líkamlega en andlega enda þurfa þeir að þola margs konar áreiti og álag í störfum sínum. Ómar Stef- ánsson, oddviti Framsóknarflokks- ins í bæjarstjórn Kópavogs, segist vakna snemma á hverjum morgni og skella sér í ræktina. „Ef ég kemst ekki á morgnana er mjög erfitt að finna annan tíma,“ segir Ómar sem þarf ekki að aka bæjarhluta á milli til að hreyfa sig eins og margir. „Ég fer náttúrlega bara í sundlaug- ina og ræktina Nautilus sem er við hliðina á heimilinu. Ég get stokkið í sundskýluna og hlaupið í gegnum einn garð og þá er ég kominn í laug- ina,“ segir Ómar og bætir við að hann finni mikinn mun á sér og líði miklu betur þegar hann stundar lík- amsrækt. „Ef maður dettur einhverra hluta vegna úr rútínunni þá er svo rosal- ega erfitt að koma sér í hana aftur þannig að það er alveg nauðsynlegt að vera með fasta tíma til að stunda einhverja líkamsrækt.“ Tilqangslausar fjallgöngur Ómar segist einnig reyna að hreyfa sig dags daglega og fjölskyld- an gangi mikið og skilji bílinn eftir heima þegar því verði komið við. Fram að þessu hefur hann þó lítið stundað fjallgöngur eða aðra útivist í faðmi náttúrunnar. „Ég er búfræðingur og sveitakarl í mér og er búinn að vera að hlaupa eftir skepnum út um öll fjöll og firnindi. Áður fannst mér algerlega tilgangslaust að labba á fjöll og hafa ekkert að gera á meðan, annað en að líta í kringum mig. Kannski er ég farinn að linast þar sem ég er alveg SU DOKU talnaþraut 2 8 4 3 6 7 9 5 1 9 1 5 2 4 8 6 3 7 3 7 6 9 1 5 2 8 4 8 9 7 I 2 3 4 6 5 4 6 2 7 5 9 3 1 8 5 3 1 4 8 6 7 9 2 1 2 3 8 9 4 5 7 6 6 4 9 5 7 i 8 2 3 7 5 8 6 3 2 1 4 9 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 8 4 1 7 6 3 4 2 3 9 5 6 6 6 1 9 5 4 1 2 6 9 7 3 1 8 7 3 6 við það að fara að ganga á Esjuna án þess að vera með einhver dýr á und- an mér. Ég er orðinn 40 ára þannig að það er kannski kominn tími til,“ segir Ómar. Vanmetinn í boltaíþróttum Síðast en ekki síst segist Ómar vera mjög góður leikmaður bæði i handbolta og fótbolta en hann hafi því miður orðið fórnarlamb for- dóma í boltaíþróttunum. „Ég er mjög vanmetinn leikmað- ur og það stafar náttúrlega bara af fordómum í garð örvfættra og örv- hentra. Hvað er það annað en for- dómar þegar við erum settir í vörn? Við erum náttúrlega fæddir sóknar- menn og okkur á því að vera stillt framarlega á völlinn," segir Ómar að lokum. hoskuldur@bladid.net eftir Jim Unger 11-1 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 Ertu búinn að hugsa þetta með launahækkunina? HEYRST HEFUR... Eins og greint var frá á þessum stað í gær fagna samfylkingarmenn ákaflega nýrri umræðu um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlis- fræðings um Kárahnjúkasvæð- ið og telja sig þar hafa fundið afsökun fyrir stuðningi flokks- ins við stóriðjuna á undanförnum árum. Ásta Ragn- heiður Jóhannes- dóttir, þingmaður flokksins, fjallar um málið á heimasíðu sinni (althingi.is/arj) og minnir á að hún hafi á sínum tíma ekki stutt framkvæmdina. Hún gleymir hins vegar að nefna að hún var ekki heldur and- snúnari henni en svo, að hún var fjarverandi þegar þing- heimur greiddi atkvæði um Kárahnjúkavirkjun, en þar samþykktu allir viðstaddir samfylkingarmenn frumvarp- ið nema tveir, þær Rannveig Guðmundsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir... Ekki er síður athyglisvert þegar ferill Kárahnjúka- frumvarpsins (þingmál nr. 503 og samþykkt sem lög nr. 38/2002) er skoðaður á vef Alþingis (althingi.is) að þar tók Ásta Ragnheiður aldrei til máls. Var málið þó æði fyr- irferðarmikið í opinberri um- ræðu og ekki síst í þingsölum. En það er henni ofarlega í minni, því hún lýkur máli sínu á vefn- um með því að krefjast afsagnar Valgerðar Sverrisdóttur, sem nú er utanríkisráðherra... En það er sótt að framsókn- armönnum úr fleiri áttum. Skoðanakönnun Fréttablaðs- ins gefur til kynna að kjör hins nýja formanns flokks- ins, Jóns Sigurðssonar, hafi nákvæmlega engu breytt um stöðu flokksins. Nú á auðvitað eftir að reyna betur á hann, en tíminn til kosninga er naumur. Hins vegar kætast samfylking- armenn örugglega yfir því að aftur virðist vera að draga í sundur með þeim og vinstri- grænum og tala þingmenn um að loks hafi tekist að snúa vörn í sókn eftir skipulagt und- anhald í skoðanakönnunum. í því samhengi er fróðlegt að sjá skoðanakönnun Fréttablaðs- ins um stjórnarsamstarf. Þar vilja tæp 54% sjá Sjálfstæðis- flokkinn áfram á valdastóli, 48% vilja að Samfylkingin spreyti sigístjórn... Af framboðsvíg- stöðvunum er það nýjast að frétta að Bergþór Ólason, aðstoðar- maður Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, hyggst reyna fyrir sér í Norðvestur- kjördæmi, en hann mun þó miða á neðra sæti en ráðherr- ann. Bergþór á tryggt fylgi í Borgarnesi og Akranesi og ekki er ósennilegt að Sturla geti lagt inn gott orð fyrir hann á Snæfellsnesi, svo þar er sjálfsagt framtíðarmaður á ferð... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.