blaðið - 30.08.2006, Síða 23

blaðið - 30.08.2006, Síða 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 35 Dylan sendir frá sér plötu Þennan dag árið 1965 gaf tónlistarmaðurinn ástsæli Bob Dylan út sjöttu plötu sina, Highway 61 Revisited. Platan sú hefur notið mikilla vinsælda æ síðan en þar má meðal annars heyra lagið Like a Rolling Stone. Anna Helga Björnsdóttir og Guðbjörg Sandholt Stúlkur- nar munu flytja tvo Ijóðaflokka eftir Schumann og De Falla auk þess sem Anna Helga leikur einleiksverk fyrir píanó. Guðbjörg Sandholt mezzósópran Að skapa eigin tækifæri að er ávallt fagnaðarefni þegar ungt fólk kveð- ur sér hljóðs og gerir eitthvað skapandi og skemmtilegt með það fyrir augum að gleðja samborgara sína og öðlast um leið reynslu og þroska í sínu fagi. Næstu daga munu þær Guðbjörg Sandholt mezzósópr- an og Anna Helga Björnsdóttir kæta tónlistarunnendur með þrennum glæsilegum tónleikum. „Við feng- um styrk frá Tónlistarsjóði Mennta- málaráðuneytisins til þess að halda þrenna tónleika núna í lok ágúst. Við höfum verið að æfa í allt sumar og hlökkum mikið til þess að sýna afraksturinn.Við stígum á stokk í Listasafni Sigurjóns, í Selfosskirkju og Reykholtskirkju og flytjum klass- íska dagskrá sem við settum saman í sameiningusegir Guðbjörg. Schumann og de Falla „Við höfum verið að æfa tvö ljóða- flokka fyrir mezzósópran og píanó. Annar er eftir Schumann og hinn eftir hinn spænska Manuel de Falla. Við fluttum ljóðaflokk de Falla sam- an á burtfarartónleikunum mínum í maí. Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í verkið og langaði til þess að fá annað tækifæri til að flytja hann. Það var meðal annars þess vegna sem við sóttum um styrk- inn til Menntamálaráðuneytisins og okkur fannst tilvalið að bæta öðrum Ijóðflokki við. Schumann hefur auk þess verið í uppáhaldi hjá okkur báð- um lengi og því mjög skemmtilegt fyrir okkur að fá tækifæri til þess að vinna að hans verki saman.“ Anna Helga og Guðbjörg eru báð- ar enn í námi. Anna Helga lýkur burtfararprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík næsta vor en hún nýtur þar kennslu Svönu Víkings- dóttur. Guðbjörg er nýlega útskrifuð frá sama skóla en hennar aðalkenn- ari var Alina Dubik. Guðbjörg mun á næstu vikum halda til Lundúna þar sem hún mun stunda framhalds- nám. „Það verður mikil breyting og áskorun fyrir mig en ég hlakka mik- ið til að reyna mig á nýjum vígstöð- um,“ segir Guðbjörg. Góðar hugmyndir lykillinn Guðbjörg gæti vel hugsað sér að gera sönginn að ævistarfi. „Það væri mjög gaman ef það tækist og ég held utan til náms með það í huga. Þetta er auðvitað harður heimur en ég mun gera mitt besta,“ segir Guð- björg brosandi. „Það er ágætt að vera ungur tónlistarmaður á íslandi í dag. Maður þarf hins vegar að vera duglegur að skapa sér sín eigin verkefni og ávallt vera með hugann við efnið. Við þurfum að skapa eig- in möguleika og ef hugmyndirnar liggja á borðinu þá er oft auðvelt að fá góðan stuðning." Guðbjörg er þó ekki að syngja sitt síðasta á Islandi með þessum tónleikum í bili, því áður en hún fer til framhaldsnáms mun hún halda kveðjutónleika í Dómkirkj- unni 5. september. Þar munu ýmsir listamenn koma fram með henni og gefst gestum tækifæri á því að njóta fagurra lista og sjá þessa ungu söng- konu áður en hún siglir utan. Tónleikar Guðbjargar og Önnu Helgu verða í Lisasafni Sigurjóns í kvöld kl 20, í Selfosskirkju á fimmtu- dagskvöld kl 20 og í Reykholtskirkju kl 17 á laugardag. Aðgangur er ókeyp- is og allir velkomnir. Skapari skrímslis fæðist Þennan dag árið 1797 fædd- ist breski rithöfundurinn Mary Shelly. Hún var borin og barn- fædd í Lundúnum en móðir henn- ar var kvenréttindakonan Mary Wollstonecraft. Faðir hennar var ekki síður frægur maður í sinni tíð, en það var heim- spekingurinn og blaðamaður- inn William Godwin. Öfugt við flestar stúlkur á 19. öld fékk Mary Shelly góða mennt- un og hafði mikinn áhuga á bók- menntum og sögu. Hún gekk að eiga róttæklinginn Percy Bysshe Shelley og lifðu þau í hamingju- sömu hjónabandi þar til dauðinn aðskildi þau. Frægasta skáldsaga Mary er án efa sagan af þokka- piltinum Frankenstein en hún hefur heillað marg- an manninn í gegnum tíðina. Mary Shelly lést árið 1851 úr krabbameini. Lenin verður fyrir skotárás Þennan dag árið 1918 reyndi Fa- ina Yefimovna Kaplan að ráða bylt- ingarleiðtogann Vladimir Lenin af dögum. Hún var af gyðingaætt- um og virk í sósalistaflokknum. Lenin hafði nýlokið við að halda þrumandi ræðu og var á leið til bifreiðar sinnar þegar Kaplan kallaði nafn hans. Lenin sneri sér við til að svara en þá skaut Kaplan þremur skotun úr byssu sem hún bar. Tvö skotanna hæfðu Lenin í öxl og lunga. Hann þverneitaði að leita sér aðhlynningar á spítala þar sem hann var sannfærður um að þar leyndust leyniskyttur sem myndu ljúka því verki sem Kaplan hóf. Lenin náði sér að nokkru leyti en upp frá þessu og til dauðadags árið 1924 átti hann við ýmis mein að stríða sem má rekja til árásar Kaplan. Tónleikar á Stokkseyri I kvöld er tilvalið að gera sér glaðan dag, bruna úr borg- inni og halda til Stokkseyrar. Þar verða haldnir tónleikar í Lista- og menningarverstöð- inni Hólmaröst. Stöllurnar Hlín Pétursdóttir söngkona og Hrefna Eggertstdóttir píanó- leikari flytja þar úrval íslenskra sönglaga auk tveggja erlendra laga. Tónleikar þessir eru hluti af hátíðahöldum vegna 100 ára afmælis Ráðherra- bústaðarinns í Reykjavík en föstudaginn 1. september eru nákvæmlega 100 ár frá reisugilli hússins í Reykjavík. Efniskrá tónleikana tekur mið af sönglögum Strandarskálda og Vestfirðinga sem og Ijóðum stórskálda þessa tíma svo sem Hannesi Hafstein og er tímabilið sem sótt er í nokkrir áratugir í kringum aldamótin 1900. Um kynningar sjá Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi. Allir eru velkomnir á tónleikana meðan húsrúm leyfir og er enginn aðgangs- eyrir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Solveig með Sinfóníunni Ein skærasta stjarna Norð- manna um þessar mundir, sópransöngkonan Solveig Kringelborn, mun syngja með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á tvennum tónleikum í byrjun september. Hún hefur undanfarin misseri heillað áheyrendur upp úr skónum hvar sem hún hefur stigið á svið. Á stuttum tíma hefur hún orðið mjög eftirsótt í óperuhúsum heims og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sungið undir stjórn margra virtustu hljómsveitarstjóra heims. Solveig hefur þótt túlka verk skandinavískra skálda sérstaklega vel og dæmi þess má heyra á fjölda útgefinna geisladiska. Tónleikarnir verða 8. og 9. september nk. og má nánari upplýsingar finnaá www.sinfonia.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.