blaðið - 19.09.2006, Síða 2

blaðið - 19.09.2006, Síða 2
blaóið 2 ÞRIÐJUDAGUR-19; SEPTEMBER 2006 VEÐRIÐ í DAG Rigning: Austlæg átt, yfirleitt fimm til tíu metrar á sekúndu og skýjaö með köflum. Rigning á Norður- og Austurlandi, en styttir upp vestanlands síðdegis. Hiti 4 til 15 stig, svalast á annesjum norðvestantil. ÁMORGUN Hvessir Norðaustanátt, víðast fimm til tíu metrar á sekúndu. Léttskýjað á Suð- vestur- og Vesturlandi en annars skýjað og súld eða rigning. Hvessir suðaustan- lands síðdegis með rigningu. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands. VÍÐA UM HEIM 1 Algarve 26 Amsterdam 17 Barcelona 25 Berlín 20 Chicago 11 Oublin 17 Frankfurt 18 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 14 New York 18 Orlando 17 Osló 17 Palma 19 París 28 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 21 24 16 26 18 17 11 Hugar að framtíðinni: Vífilfell skoðar risalóðir Vífilfell hf. hefur óskað eftir tíu þúsund fermetra lóðum bæði í Hafnarfirði og Garðabæ. Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir það lið í lengri tíma áætlun og engar ákvarðanir hafa verið teknar um flutning eða stækkun fyrirtækisins. Aðeins sé verið að skoða þær lóðir sem í boði eru. „Það eru ekki margar svo stórar lóðir á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Árni en lóðin sem Víf- ilfell stendur á núna er tíu þús- und fermetrar. Að sögn Árna er þetta liður í innri stækkun sem þó gæti verið talsvert í. „Þetta er bara framtíðarmúsíkin." Það er Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofan ehf. (SAV) sem sækir um lóðirnar fyrir hönd Vífilfells. Umsóknirnar eru í skoðun í bæjarfélögunum. Kína: Þúsund sendir til Líbanon Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga friðargæslu- liðum sínum í Líbanon úr 180 í eitt þúsund. Þetta þýðir að Kín- verjar verða með eitt fjölmenn- asta liðið í fjölþjóðahernum á vegum Sameinuðu þjóðanna sem gætir vopnahléssamkomu- lagsins á milli ísraels og Líban- ons. Fram til þessa hafa stjórn- völd í Peking verið frekar treg í taumi að taka þátt í friðargæslu og þykir ákvörðunin vera til marks um aukið vægi Kínverja á vettvangi alþjóðamála. Helmingur meðlagsgreiðenda á vanskilaskrá Innheimtustofnunar sveitarfélaga: Meðlagsgreiðendur skulda 11,5 milljarða ■ Þriöjungur í aivarlegum greiðsluerfiðleikum ■ Mismunurinn sóttur í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Eftír Trausta Hafstelnsson trausti@bladid.net „Margir einstaklingar borga ekki neitt og er erfitt að ná til þeirra. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga þarf að standa í skilum fyrir þá,” segir Árni Haraldsson, lögfræðingur hjá Inn- heimtustofnun sveitarfélaga. Um síðustu áramót voru 12.178 meðlagsgreiðendur skráðir hjá stofnuninni og af þeim var um það bil helmingur á vanskilaskrá. Þriðj- ungur allra greiðenda, 4.023 einstak- lingar, var í alvarlegum greiðsluerf- iðleikum og þarf Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að leggja fram umtals- verðar fjárhæðir árlega til þess að greiða fyrir þennan hóp. „Stór hluti meðlagsgreiðenda sem eru í greiðsluerfiðleikum hjá okkur eiga í vandamálum víðar og standa eldci skil á fleiri gjöldum,” segir Árni. „Ein skýring gæti verið sú að meðlagsgreiðslurnar koma upp á erfiðum tímum, þegar fólk stendur í skilnaði. Sá tímapunktur er hvað erfiðastur til þess að lenda í aukinni greiðslubyrði.” Góðærið hjálpar Árni segir innheimtuhlutfallið hafa hækkað á undanförnum árum sem er jákvæð þróun og þegar at- vinnuástandið í þjóðfélaginu er gott þá hækkar innheimtuhlutfallið. „Að einhverju leyti eru þetta gjöld sem einstaklingar geyma að greiða þegar niðursveifla er í þjóðfélaginu. Árferðið hefur því mikil áhrif á inn- heimtuhlutfallið,” segir Árni. „Hins vegar er algengt að þeir sem skulda hjá okkur skuldi líka annars staðar. Yfirleitt eru þetta aðilar í miklum erf- iðleikum, til dæmis vegna veikinda, neyslu og andlegra vandamála.” Þörf á viðhorfsbreytingu Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, þekkir málaflokkinn vel og er hissa á því hversu hátt hlutfall meðlagsgreið- enda er í vanskilum. MEÐLAGSGREIÐENDUR í GREIÐSLUERFIÐLEIKUM: INNHEIMTUHLUTFALLIÐ FER HÆKKANDI: Laufey. „Hvert mál er einstakt og að- stæður persónubundnar. Meðlagið getur verið mikið fyrir greiðandann en á móti lítið fyrir þiggjandann því þetta er aðeins brot af kostnaði við að framfleyta barni.” Sigurður Kári tekur undir orð Lauf- eyjar um að meðlagsgreiðslurnar dugi ekki til framfærslu barns. „Almennt er viðurkennt að einfalt meðlag sé ekki of hátt. Strangt til tekið er kostnaður þeirra aðila sem framfleyta börnunum mun meiri en meðlagið nær að dekka,” segir hann. Varhugavert að hækka gjöldin Árni segir erfitt að hækka meðlags- gjöldin því slíkt gæti aukið vanskilin. „Fara þarf varlega í umræðu um hækkun meðlagsgjalda því spyrja verður hver muni í raun greiða þá hækkun á endanum. Eru hinir með- lagsskyldu aðilar færir um að standa undir slíkri hælckun?” segir Árni. Sigurður Kári telur lausnina fólgna í viðhorfsbreytingum hjá þeim sem eiga að greiða meðlag. „Einstaklingar verða að átta sig á Meðlags- greiðslur eiga að ganga fyrir ððrum greiðslum. Sigurður Kári Kristjánsson Þingmaður „Þetta er hrikaleg staða. Mín skoðun er sú að meðlagsgreiðslur eigi að ganga fyrir öðrum greiðslum og ekki við aðra að sakast en þá sem eru greiðsluskyldir,” segir Sigurður Kári. „Ég á erfitt með að trúa því að allir þessir einstaldingar sem ekki standa í skilum hafi ekki efni á því.” Mikið að greiða en lítið að þiggja Laufeyðlafsdóttir.formaðurFélags einstæðra foreldra, segir hagsmuni félagsmanna vera ólíka því innan vé- banda þess séu bæði greiðendur og þiggjendur meðlagsgreiðslna. „Þessi staða er mjög slæm í olckar huga. Almennt þarf að efla fjárhags- aðstoð við einstaklinga sem eiga í fjárhagserfiðleikum og ekki síst við þá sem eru að sjá um börn,” segir ■ Fjöldi meðlagsgt.eiðenda 12.178 ■ 96 prósent meðlágsgreiðenda eru feður ■ Helmingur meðlagsgreiðenda er á vanskilaskrá* ■ Meðlagsgreiðendur í greiösluerfiðleik um 4.023 ‘vanskil að lágmarki 100.000 krónur. ■ Gjaldþrota skuldarar: 121 ■ Upphæð: 250 milljónir ■ 848 skuldarar með skiptalok: 2,5 milljarðar ■ 2.016 skuldarar með árangurslaust fjárnám: 5,6 milljaröar ■ 419 skuldarar óstaðettir í húsi/ heimilislausir: 526 milljónir ■ 560 skuldarar sem eru/hafa verið i afplánun: 1,5 mllljarðar ■ 59 óuppgerð dánarbú: 158 milljónir Samtals: 11,5 milljarðar : 2005 78,1 prósent 2004 74,7 prósent : 70,8 prósent 2002 67,8 prósent því að það gengur ekki að trassa þessi gjöld. Bæði kemur það sér illa fyrir viðkomandi á endanum en fyrst og fremst hefur þetta slæm áhrif fyrir framfærsluaðilann,” segir Sigurður Kári. Meðlagsgreiðendur í vandræðum Helmingur allra meðlagsgreiðenda er á vanskilaskrá. úmsrunoMúsio Dæmdur í átta mánaða fangelsi: 23 ára misnotaði barn Járnmádel bílar í miklu úrvali. Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid Tuttugu og þriggja ára gamall maður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann svaf hjá tólf ára gamalli stúlku tvisvar og lét hana hafa við sig munnmök i október 2005. Hann er einnig dæmdur fyrir að hafa haft barnaklámsmynd undir höndum. Maðurinn kynntist stúlkunni í gegnum afþreyingarvefinn betra. net og síðar þróuðust samskipti þeirra yfir í MSN. Hann hitti stúlk- una fyrir utan apótek og fór með hana á bíl í Öskjuhlíðina þar sem glæpurinn átti sér stað. Maðurinn ber fyrir dómi að hann hafi ekki vitað hversu ung stúlkan hafi verið en sjálfur taldi hann hana fimmtán til sextán ára gamla. I dómsorði segir hins vegar að hann hafi gert sér fyllilega grein fyrir aldri stúlkunnar enda hafi hann spurt hana um aldur í gegnum MSN- skilaboð. Hún hafi þá sagt að hún væri að fara í áttunda bekk. Mað- urinn sagði við stúlkuna í gegnum netspjallið að hann vildi vera með yngri stelpu. Honum er einnig gert að greiða sfulkunni 600 þúsund krónur í miskabætur.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.