blaðið - 19.09.2006, Síða 9
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 9
Telja traökað
á trúarhópum
Bandarísk stjórnvöld gagn-
rýna klerkastjórnina í íran harð-
lega fyrir stöðu þeirra trúarhópa
sem eru í minnihluta í landinu.
Þau vanda ekki heldur banda-
mönnum sínum í Pakistan, Sádi-
Arabíu og ísrael kveðjurnar.
Bandaríska utanríkisráðu-
neytið hefur birt lista yfir þau
tuttugu lönd sem bandarísk
stjórnvöld hafa áhyggjur af þegar
kemur að réttindum minnihluta-
hópa til iðka trú sína. Listinn
inniheldur bæði lönd sem teljast
til bandamanna Bandaríkja-
manna auk landa sem stjórnvöld
álíta andstæðinga sína. Meðal
þeirra landa sem komast á
listann, auk þeirra sem áður var
getið, eru Indland, Kína, Súdan,
Egyptaland og Túrkmenistan.
Niðurstaða skýrslunnar er
meðal annars sú að trúfrelsi
í heiminum hafi minnkað á
tímabilinu sem úttektin nær til,
eða frá júlí á síðasta ári til júní á
þessu ári.
Nauðgunarkæra:
Maðurinn
laus úr haldi
mbl.is Hæstiréttur felldi í gær úr
gildi gæsluvarðhaldsúrskurð
Héraðsdóms Reykjavikur yfir
karlmanni sem ákærður er fyrir
nauðgun þann ío. september
síðstliðinn.
f niðurstöðu Hæstaréttar
kemur fram að ekki verði fallist
á með héraðsdómi að varnaraðili
geti torveldað rannsókn málsins
með því að hafa áhrif á vitni og
afmá ummerki á vettvangi haldi
hann frelsi sínu. Því sé úrskurður
héraðsdóms felldur úr gildi.
Jarðskjálfti:
Skjálftavirkni
við Grímsey
Jarðskjálfti varð um tvo
kílómetra norðnorðvestur af
Grímsey um hálfellefuleytið
í gær og mældist hann þrir á
Richterskvarða samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofu íslands.
Skjálftinn í gær er einn sá
stærsti sem mælst hefur á svæð-
inu síðan um mitt sumar en alls
hafa 205 smáskjálftar komið
fram á mælum Veðurstofunnar
síðan í byrjun ágúst.
Athugasemd
í Blaðinu á laugardag var Sig-
urbjörn Bárðarson hestamaður
spurður hvort honum finnist
gott að riða íslenskum hestum,
og hann sagði fátt betra. Án
þess að Sigurbjörn vissi var
hengt aftan við spurninguna
og svarið frétt um dýravænd-
ishús í Danmörku. Tvíræðni
spurningarinnar og svarsins
kann að valda misskilningi og
er Sigurbjörn beðinn afsök-
unar hafi þetta valdið honum
óþægindum.
Yngsti frambjóðandi landsins vill þriðja sæti í Norðausturkjördæmi
Komið nóg af kaffihúsasetu
„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér
til þriðja sætis," segir Sveinn Arn-
arsson, 22 ára gamall nemi á Ak-
ureyri, sem hefur gefið kost á sér
til þriðja sætis í Samfylkingunni í
Norðausturkjördæmi. Jónína Rós
Guðmundsdóttir, menntaskóla-
kennari á Akureyri, berst einnig
um sætið.
„Ég er yngstur frambjóðenda
Samfylkingarinnar hér í Norðaust-
urkjördæmi," segir Sveinn en hann
er eini frambjóðandinn undir fer-
tugu enn sem komið er.
Aðspurður segist hann ekki ótt-
ast reynsluleysið vegna ungs ald-
urs því allir verði að byrja einhvers
staðar. Hann segir lítinn mun á sér
og fertugum manni með jafn langa
pólitíska reynslu og hann sjálfur
nema þá helst að sá eldri sé vissu-
lega töluvert lífsreyndari.
„Þegar maður hefur brennandi
áhuga á að vinna fyrir jafnaðar-
menn þá er ekki hægt að sitja
auðum höndum á kaffihúsum,“
segir Sveinn sem telur sig hafa
margt gott fram að færa fyrir kjós-
endur. Hann segir að ungur aldur
sinn tryggi einmitt unga og ferska
sýn á landsbyggðarpólitíkina og að
ungt fólk þurfi nauðsynlega góðan
málsvara. Hann hnykkir á því að
þeir ungu þingmenn sem fyrir eru
hafi ekki gert margt í þökk ungs
fólks enn sem komið er.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Sveinn þó komið víða við því hann
hefur bæði gegnt formennsku hjá
ungum jafnaðarmönnum á Akur-
eyri og í Hafnarfirði.
Hann stofnaði og sat sem for-
maður skákfélagsins Kátu biskup-
anna. Einnig situr hann í nefnd
fyrir Samfylkinguna á Akureyri
og þar áður gegndi hann trún-
aðarstöðum fyrir bæjarstjórn
Hafnarfjarðar.
Ungur en reynslumikill Sveinn telur
ungan aldur sinn færa nýja og ferska
sýn á landsbyggðarmálin