blaðið - 19.09.2006, Side 10

blaðið - 19.09.2006, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 blaöiö Atlantis á heimleið Geimferjan Atlantis aftengdist Alþjóölegu geimstöð- inni aðfaranótt mánudags eftir að hafa lokið einni af flóknustu geimferð siðari ára. Síðustu ellefu daga hefur áhöfnin unnið að byggingu geimstöðvarinnar og meðal annars farið í þrjár geimgöngur. Fjórir féllu í sjálfsmorðsárás Fjórir kanadískir hermenn féllu og fjöldi fólks særð- ist í Kandahar í suðurhluta Afganistans í gær þegar sjálfsmorðssprengjumaður á reiðhjóli réðst á þá. Hermennirnir voru að gefa börnum sælgæti þegar maðurinn sprengdi sig upp. Hvetja Kínverja til að sýna sveigjanleika Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims hvetja kínversk stjórnvöld til þess að endurskoða peningamálastefnu sínu og hafa gengi gjaldmiðils síns sveigjanlegra. Ráðherrarnir, sem funduðu í Singapúr, vara einnig við því að alþjóðahagkerfinu stafi ógn af aukningu á verndartollum i alþjóðaviðskiptum. V&ruM/ad taha/upp nýjar vörur frá/ Varúty faír otj Lawma/ Strætó bs.: Farþegum Strætó fjölgar um fimmtung ■ í fyrsta sinn frá stofnun byggöasamlagsins ■ Rafræna kerfið gengur vel Opnunartími Mán-fös 11-18 Lau 11-14 Frábær verð og gæði Persónuleg þjónusta LajMjruk* www.ynja.is Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 Útsölustaðir: Esar Húsavík* Dalakjör Búðardal Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net Farþegum Strætó fjölgaði um 200 þúsund í síðastliðnum júlí- og ágúst- mánuði miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó bs. nemur aukningin um fimmtung á milli ára. Þá jókst heildarfjöldi farþega um 9,2 prósent sé horft á annan þriðjung þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó, er að vonum ánægður með þessar tölur og segir hann í samtali við Blaðið að það sé gott að fá loksins að heyra jákvæðar fréttir 7,7, RÁ Þar sem gœðagleraugu kosta minna www.sjonarholl.is 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- Reykjavíkurvegi 22 220 Hafnarfirði 9.900,- 9.900,- 9.900,- 565-5970 af Strætó en undanfarið hefur fyrirtækið setið undir nokkurri gagnrýni. Margir þættir leiða til aukningar „Við höfum verið að sjá þessa já- kvæðu þróun undanfarna tvo til þrjá mánuði en höfum ekki viljað spila því út fyrr en við værum vissir um að þetta væri ekki bara einhver bóla,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjölgunina megi fyrst og fremst rekja til betri þekkingar almenn- ings á nýju leiðakerfi og þeirra end- urbóta sem gerðar voru á því fyrr á þessu ári. Aðrir þættir geta þó spilað inn í að hans mati og nefnir hann hátt bensinverð, minnkandi innflutning á nýjum bílum og al- mennan samdrátt í þjóðfélaginu. „Það er hugsanlegt að þessir þættir hafi áhrif, einfaldlega í ljósi þess að þrátt fyrir allt er miklu ódýrara að ferðast með Strætó heldur en að gera út bíl, hvernig sem á það er litið." Ás- geir segir að þær leiðakerfisbreyt- ingar sem gerðar voru í mars hafi fallið í góðan jarðveg hjá viðskipta- vinum. „Stóra leiðakerfisbreytingin gekk nú eins og hún gekk á sínum tíma, en þessar endurbætur virðast hafa skilað árangri eins og þessar tölur sýna,“ segir Ásgeir. Að sögn hans er þetta í fyrsta skipti í mjög langan tima sem aukning mælist í farþegafjölda hjá Strætó. „Aukningu yfir þetta langt tímabil eins og hér um ræðir höfum við ekki séð síðan Strætó bs. varð til árið 2001. Þetta er því allveg nýtt fyrir okkur.“ Rafræna kerfíð í gagnið Rafræna greiðslukerfið sem hefur verið í undirbúningi í langan tíma hjá Strætó er loks komið í gagnið að hluta til og segir Ásgeir það hafa gengið vel. „Skólakortin eru rafræn og búnaður- inn er að mestu farinn að virka. Þegar um er að ræða svona nýjan vélbúnað máalltafbúastviðnokkrumhnökrum en almennt séð er þetta farið að virka nokkuð vel,“ segir Ásgeir og bætir við að um 3000 skólakort séu komin í um- ferð. Á næstu mánuðum er síðan fyrir- hugað að setja fleiri gjaldflokka inn í rafræna kerfið. Lyfjafyrirtækið Actavis: Kapphlaupinu um Pliva lokið Actavis ætlar ekki að hækka til- boð sitt til hluthafa króatíska lyfja- fyrirtækisins PLIVA að svo stöddu. Fyrirtækið tilkynnti um þetta í kjöl- far þess að bandaríska fyrirtækið Barr hækkaði sitt tilboð, en fyrir- tækin hafa barist um yfirráðin yfir PLIVA undanfarið. Actavis telur að núverandi tilboð þess endurspegli vel virði félagsins og því sé mál að linni. Actavis hafði boðið 2,5 milljarða bandaríkjadala í PLIVA. Róbert Wessman, forstjóri Acta- vis, segir að samruni Actavis og Actavis ætlar ekki að hækka boðlð Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Pliva sé áhugaverður, en bætir við að „í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð fyrir félagið," segir Róbert í tilkynningu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.