blaðið - 19.09.2006, Síða 12

blaðið - 19.09.2006, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 blaöiA 5st til atlögu við þinghúsið Vopnaður maður ók bifreið sinni á öryggisgirð- ingu við þinghúsið í Washington D.C. i gær. Maðurinn lagði svo á flótta eftir áreksturinn en var handsamaður af lögreglumönnum. Þinghús- inu var lokað í klukkustund vegna atburðarins. SÓMALÍA ★ ] Tilræði við forsetann Bílsprengja sprakk fyrir utan þinghús bráðabirgða- stjórnar í Sómalíu í bænum Baidoa. Að minnsta kosti ellefu létu lífið í tilræðinu. Að sögn Ismails Hurre, ut- anríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, var sprengj- unni ætlað að fella Abdullahi Yusuf, forseta landsins. Blair stofnar framtíðarhópa Blair hyggst setja á laggirnar framtíðarhópa sem eiga að móta stefnu Verkamannaflokksins til næsta áratugar. Hóparnir munu vinna að stefnumótun i utanríkismálum, opinberri stjórnsýslu, öryggis- og inn- flytjendamálum og fleiri málaflokkum. Gagnrýnisraddir segja að Blair, sé með þessu að reyna að tryggja áhrif sín til framtíðar. Sádi-Arabía: Trúarlögregla herjar á hunda og ketti Trúarlögreglan í Sádi-Arabíu hefur skorið upp herör gegn hunda- og kattahaldi og framfylgir nú banni á sölu á ferfætlingunum. Trúarlögreglan hefur til þessa lagt áherslu á að halda uppi almennu sið- gæði í landinu en hefur í auknum mæli snúið sér að sölu hunda og katta þar sem að hún telur að gælu- dýrahald megi rekja til spillandi vestrænna áhrifa. Nýlega gaf trúar- lögreglan út tilskipun sem bannar slík viðskipti. Gæludýrahald er ekki algengt í Sádi-Arabíu. Eitthvað er um að fólk noti hunda til veiða og þó að kettir séu í hávegum hafðir og njóti almenns velvilja er ekki algengt að fólk leyfi þeim að dvelja í híbýlum sínum til lengri tíma. Hins vegar hefur borið á þvi siðustu ár að auðmenn séu farnir að kaupa sér fágæta hunda og ketti og sýni þá á almannafæri. Trúarlögreglan telur að slík eftiröpun á siðum Vestur- landabúa ógni samfélagsgerð Sádi- Arabíu. Fleiri taka undir áhyggjur trúarlögreglunnar. AP-fréttastofan segir frá lesendabréfi sem birtist í dagblaðinu Al-Madina og þar spyr bréfahöfundur: „Hver er eigin- lega tilgangurinn með því að hafa hund í eftirdragi? Þetta er ekkert annað en blind eftiröpun á siðum trúleysingja!” Þrátt fyrir að margir deili áhyggjunum eru ekki allir á sama máli. Sumir telja stjórnvöld hafi brýnni vandamál til þess að glíma við eins og atvinnuleysi og hryðjuverkaógn. En þrátt fyrir tilskipun trúarlög- reglunnar og áhyggjur af því að hunda- og kattahald grafi undan islömskum gildum í landinu hafa stjórnvöld ekki enn framfylgt til- skipuninni. Ekki er enn vitað hvort trúarlögreglan hyggist gera gælu- dýr upptæk og hvort hún muni hafa afskipti af fólki sem sést með hunda og ketti á almannafæri. Ég nota Sterimar, það hjálpar Fæst í apótekum Hraðakstur: Umferðarátak skil- aði litlu um helgina ■ Lögreglan merkti lítinn mun á umferðinni þrátt fyrir mikla umræðu ■ Nær ekki til sökudólganna Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net Umferðarátakið „Nú segjum við stopp!" sem ýtt var úr vör í síðustu viku með borgarafundum víða um land og undirskriftasöfnun á Net- inu virðist ekki hafa orðið til þess að draga úr umferðarlagabrotum um helgina. Aðalvarðstjóri umferðar- deildar segir að svo virðist sem boð- skapurinn nái ekki eyrum þeirra sem helsta sök eigi í málinu. 33 voru teknir fyrir of hraðan akstur í um- dæmi lögreglunnar í Reykjavík. Venjuleg helgi þrátt fyrir umræðu Helgin var í engu frábrugðin öðrum helgum í umferðinni í Reykja- vík þrátt fyrir mikla umræðu um ofsaakstur síðustu daga. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðar- deildar, segir að svo virðist sem ákall um að fara sér hægar hafi ekki haft í för með sér hægari akstur. „Því miður, þrátt fyrir þessa góðu fjölmiðlaumræðu um umferðarmál og það sem betur má fara, þá virðist það ekki ná til þeirra sem það þarf að ná til.“ Guðbrandur segir fyrst og fremst brýnt að umræðan nái til þeirra sem stundi vítaverðan akstur. „Þetta virðist ná til hins almenna borg- ara sem reynir að vanda sig betur en áður, en þeir sem helst ættu að taka þetta til sín hafa ekki látið segjast." Að sögn Guðbrands var helgin í litlu frábrugðin undanförnum helgum. „Ef við tökum helgina frá föstudags- kvöldi og fram á mánudagsmorgun kemur í ljós að umferðartengd mál voru 166 af þeim 203 bókunum sem gerðar voru um helgina,“ segir hann. „Tölurnar eru fyrir utan umferðaró- höpp eða árekstra. Umferðaróhöppin voru svo 48, þar af átta skráð sem umferðarslys. Sem betur fór voru þau ekki stóralvarleg en þó þurfti sjúkraflutning í fimm af þessum átta slysum.“ Tekinn á 141 í Mosfellsdalnum Alls voru 33 teknir fyrir of hraðan akstur um helgina og þar af voru 22 yfir hundrað. „Grófasta brotið var framið þegar ökumaður var mældur á 141 kílómetra hraða þar sem leyfi- legur hámarkshraði er 70. Þetta brot var sérstaklega gróft þar sem þetta gerðist í Mosfellsdalnum þar sem íbúðabyggð er tiltölulega mikil beggja vegna og vegurinn frekar mjór.“ Aðspurður hvað sé til ráða til þess að ná til þeirra sem ekki láta sér segjast nefnir Guðbrandur aukna og kröftuga löggæslu. Hann telur að skoða þyrfti tekjutengdar sektir. „Til dæmis þyrfti að minu mati að hækka fésektir þannig að þær komi raunverulega við pyngjuna hjá þessum mönnum. Víða í ná- grannalöndum okkar eru sektir tekjutengdar og það er eitthvað sem ég tel að þyrfti að skoða hér á landi. Það skiptir mann með milljón á mánuði engu ef hann þarf að borga fimmtíu þúsund krónur í sekt,“ segir Guðbrandur. Hann bætir því við að eftirlit lögreglunnar hafi verið venju- bundið. „Við höfum frá áramótum lagt eins mikinn kraft í umferðareft- irlitið og okkur er unnt og eftirlitið um helgina var í samræmi við það.“ 15,4“ WSXGA 1680x1050 skjár Gerðu verð- og gæðasamanburð áður en þú fjárfestir í fartölvu. ORMSSON Vaxtalaust: Kvnninaanerð Kynningarverð: Kr. 199.900,- I SMÁRALIND • Slmi 530 2900 | I AKUREYRI • Slmi 461 5000 | | SlÐUMÚLA 9 • Slmi 530 2800 www.ormsson.is IM Tölvukaupalán til 36 mánaða (*)(*> 9 mánaða vaxtalaus raðgreiðslusamningur ZEPTO 4015SE Fjölhæf og þolgóð 15" XGA skjár 1,5Ghz Intel Celeron 1MB örgjörvi 512MB DDR2 vinnsluminni 80GB harður diskur Innb. DVD skrifari, þráðl. netkort o.fl. Allt að 5 klst. rafhlöðuending ZEPTO 2425W Öflug og skemmtileg 15,4" Crystal Clear breiðtjaldsskjár Intel Core Duo l,83Ghz örgjörvi Geforce Go 7600 256MB skjákort 100GB harður diskur 1024MB DDR2 vinnsluminni Innb. DVD skrifari, þráðl. netkort, vefmyndavél, fingrafaralesari o.fl. Allt að 4 klst rafhlöðuending Vaxtalaust: Kr. 11.598,- Kynningarverð: Kr. 99.900,- ) ZEPTO 6615WD Sú öflugasta Geforce Go 7600 512MB sk| 1024MB DDR2 vinnsluminn 100GB 7200rpm harður disl Innb. DVD skrifari, þráðl vefmyndavél o.fl

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.