blaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 24
3 6 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 blaðið menntun c Wám og starf leikskólabarna Laugardaginn 23. september verður haldin ráðstefna i Brekkuskóla á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri um nám og starf leik- menntun@bladid.net skólabarna. Agavandamálin mjög sveiflukennd Agavandamál rædd Skólastjórar ígrunnskólum í Reykjavík munu hittast mánaöarlega í vetur og ræöa hegöun- arvandamál. verið bullandi agavandamál í ein- um skóla eitt árið og svo allt með kyrrum kjörum það næsta,“ seg- ir Sigurgeir og bætir við að skýr- ingarnar geti verið ýmsar. „Þetta fylgir oft skólum í nýjum hverf- um þar sem er mikið rót á öllu og nemendur eru að kynnast og starfsmenn líka. Á unglingastigi getur verið sterkur hópur eða klíka á ung- lingastigi sem hleypir öllu upp í ákveðinn tíma.“ Skólastjórar grunnskólanna í Reykjavík ætla að hittast einu sinni í mánuði á þessu skóla- ári og ræða hegðun, samskipti og agastjórnun. Hugmyndin með þessum samráðsvettvangi er að byggja upp samfélag þar sem skólastjórar geta miðlað af reynslu sinni á þessu sviði. Jafn- framt verður leitað leiða til að þróa samstarf skóla og byggja upp þjónustuvef um málaflokk- inn. Verkefnið er sprottið upp af rannsókn sem Ingvar Sigur- geirsson, prófessor við Kennara- háskóla Islands, og Ingibjörg Kaldalóns, verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofnun skólans, gerðu um agavandamál í reyk- vískum skólum á síðasta ári fyrir menntasvið Reykjavíkur. Niður- stöður rannsóknarinnar verða kynntar á næstu vikum. Ekki viðvarandi vandi „Meginniðurstaða okkar er sú að það er afskaplega mikil hreyf- ing á þessum málum. Það geta Skortir úrræði í erfiðum málum Sigurgeir segir að menn kunni að taka á helstu agavandamálum nema þegar komi að allra erf- iðustu málunum sem tengjast meðal annars börnum með gerð- raskanir. í þeim tilfellum skorti úrræði, kunnáttu og fagfólk. „Samráðsvettvangurinn er sprottinn upp vegna þess að menn vilja náttúrlega taka á þessum málum og fá einhverja heildarsýn á þau. Nú er ljóst að í sumum skólum eru menn búnir að ná góðum tökum á agavanda- málum og það er spurning hvort starfsfólk þeirra getur verið inn- an handar þegar þau blossa upp í öðrum skólum,“ segir Sigurgeir. „Eitt sem við erum mjög hugsi yfir er að meirihluti viðmælenda okkar telur að aga fari eitthvað aftur en við erum ekki alveg viss um að það sé rétt mat. Menn hafa talið það á öllum tímum að unga kynslóðin sé erfiðari en sú sem vaxin er úr grasi,“ segir Sigurgeir að lokum. MYNDLISTASKOLINN www.myndlistaskolinn.is í REYKJAVÍK sími 551 1990 Skráning á myndlistanámskeiö fyrir börn og fulioröna stendur yfir ! ÖRFÁ LAUS PLÁSS ! 'méi Þjálfar rökhæfni Barnaheimspeki þjálfar rökhæfni barna um leið og hún þroskar og mótar gagnrýna og skapandi hugsun að mati Hrannars Baldurssonar sem kennt hefur barnaheimspeki um árabil. Heimspeki fyrir börn og unglinga Þjálfar rökhugsun og bætir námshæfni Barnaheimspeki er leið til að þroska og móta gagnrýna og skap- andi hugsun barna og þjálfa rök- hæfni þeirra með samræðu. Hún eykur jafnframt námshæfni þeirra að sögn Hrannars Baldurssonar sem hefur í mörg ár haldið námskeið í barnaheimspeki bæði hér heima og erlendis. „Það er ljóst að einkunnir barna sem taka þátt í barnaheimspeki fara upp á við. Hreinn Pálsson gerði sam- anburðarkönnun á Akureyri fyrir nokkrum árum og þar kom í ljós að börnin sem voru í heimspekinni voru fljótari að ná samhengi í öðr- um viðfangsefnum,” segir Hrannar og bætir við að hans eigin náms- hæfni hafi aukist eftir að hann fór að stunda heimspeki á þennan hátt. Ekki er kveðið á um barnaheim- speki í námskrá grunnskóla en Hrannar er þeirrar skoðunar að svo ætti að vera. „Það sem kemst næst þessu er lífs- eikni en hún er bara ekki útfærð á )ennan hátt. Það er mjög breitt bil )arna á milli,” segir Hrannar. Hlustar á hugmyndir barnanna Heimspekikennslan byggist aðal- lega á samræðuaðferðinni og notast Hrannar gjarnan við texta svo sem smásögur, skáldsögur eða ljóð sem eru sérstaklega samdir fyrir barna- heimspeki. „Börnin lesa þennan texta eða hlusta á mig lesa hann og út frá því vakna spurningar hjá þeim. Ég ein- beiti mér að spurningum nemend- anna frekar en að fara út í einhverj- ar fyrirfram ákveðnar spurningar,” segir Hrannar og bætir við að börn- in reyni í sameiningu að finna svör við spurningunum. „Þá skjóta að sjálfsögðu nýjar spurningar upp kollinum og mitt hlutverk er að nýta mína þekkingu úr heimspekinni og heimspekisög- unni til að sjá hvernig þessar spurn- ingar sem þau eru að velta fyrir sér tengjast spurningunum sem hafa verið spurðar áður og ræddar með- al heimspekinga. Ég reyni að koma þeirri þekkingu inn í samræðuna með börnunum án þess að segja þeim nákvæmlega hvaðan hún kem- ur,” segir Hrannar. Hvað er réttlæti og sanngirni? „Á þessum námskeiðum geta kom- ið upp rökfræðileg hugtök sem tengj- ast því hvernig við hugsum, hvernig við tengjumst öðrum, hvernig önn- ur börn hugsa, hvort við hugsum öll eins eða á ólíkan hátt. Þetta fer aðeins út í siðfræðina líka, hvað sé rétt og hvað sé rangt, gott eða illt. Hvað er réttlæti og sanngirni? Þetta eru hugtök sem eru notuð í daglegu máli en við skiljum ekki endilega án þess að greina þau vandlega. Maður heyrir kannski börn segja úti á leik- velli: „Þetta er ekki sanngjarnt” en hefur maður einhvern tíma heyrt barn ræða við annað barn um hvað sanngirni sé? Það geta komið alveg ótrúlegustu hugmyndir út úr slíkri samræðu sem er mjög spennandi að hlusta á,” segir Hrannar. Hrannar nam barnaheimspeki hjá upphafsmanni hennar, heim- spekingnum Matthew Lipman. Lipman hefur meðal annars samið námsefni fyrir kennslu í barnaheim- speki og hefur Hreinn Pálsson þýtt sumar bækur hans á íslensku. Vísanir í heimspekisöguna „I hverri einustu málsgrein í sögunum geturðu fundið vísanir í heimspekiverk héðan og þaðan. Lipman er með svo gífurlega djúpa þekkingu á heimspekisögunni að honum tekst að mynda netmöskva hugmynda inn í samræður söguper- sónanna og það sem er að gerast hjá þeim. Maður fær ekki svo mikið út úr því að lesa textann einan og sér en ef maður les hann með hópi af börnum lifnar hann við í hugmynd- um þeirra,” segir Hrannar Baldurs- son að lokum. Heimasíða Viskulindar, heim- spekiskóla Hrannars Baldurssonar, er www.viskulind.com og netfang Viskulindar er viskulind@gmail. com, en hann skipuleggur nám- skeið fyrir hópa sem sýna barna- heimspeki áhuga, hvort sem það er fyrir börn, fullorðna, fagmenn eða sérhópa sem áhuga hafa á barna- heimspeki. f / ' <0; sjjpý Að gera gatt sambarid/hjánaband betra Viltu læra aðferðir sem raunverulega bregta lífi þínu? IVfámskeið í I\JLP tækni. ‘' A Efni námskeiðs: Hvernig tungumál fólks er nlikt ng veldur þar af leídandi erfiðleikum í samskiptum. Hverníg tjáskiptí eru bætt. Hverníg vírding hefur áhrif á sam- bund. Bullnar stundir í sambnndum. Hlustun ng skilningur ng margt margt fleira. *H£i. Upplýsingar á www.ckari.cam & í síma: 894-E93H

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.