blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 1
HELGIN » síða 40 FRJALST, OHAÐ & 0 212. tölublað 2. árgangur laugardagur 23. september 2006 ■ IPROTTIR Baráttan um Evrópusæti er í algleymingi en falldraugur- inn hræöir marga I SÍÐA38 ■ FOLK Sigga sól reynir að komast út úr bænum sem flestar helgar til að njóta náttúrunnar I SÍÐA16 Rokkpúkinn vaknar aftur Langi Seli og Skuggarnir eru komnir aftur til leiks og ætla að trylla lýðinn í Þjóðleik- húskjallaranum í kvöld. „Við erum búnir að vera alltof lengi í fríi,” sagði Axel Hallkell Jóhannesson eða Seli. Hljómsveitin ertilbúin meðfimm- tán ný lög og ætlar að senda nýja plötu frá sér innan skamms. Kúplar sig frá veruleikanum „Það er nauðsynlegt til að halda sönsum að geta kúplað sig frá raunveruleik- anum sem snýr að okkar vinnu og hugsa um eitthvað allt annað. Það má kannski segja að það gangi misjafn- lega upp, sérstaklega þar sem ég er í þannig starfi að síminn minn hringir allan sólarhringinn,” segir Þorfinnur Ómarsson um lífið hjá friðargæslu- sveitum á Srí Lanka. Þorfinnur segir að ef eitthvað hafi komið honum á óvart hafi það verið sá gífurlegi hernaður sem er í sumum bæjum og borgum. „En það er svo merkilegt hvað mannskepnan á auðvelt með að laga sig að aðstæðum því þetta venst um leið." ÁGRIP » síða 32 Harðasti spyrillinn borinn til grafar Sem táningur barðist Oriana Fallaci gegn Hitler og Mussolini í ítölsku andspyrnuhreyfingunni. Þegar hún komst á fullorðinsár gat hún sér orð sem harðskeyttur blaðamaður og varð meðal annars fyrst kvenna til að taka viðtal við Jasser Arafat. Henry Kissinger sem var þekktur fyrir að víkja sér undan svörum sagði eftir að hafa veitt henni viðtal að það hefði verið erf- iöasta stund sem hann hefði átt meö blaðamanni. Fallaci var borin til grafar síðasta sunnudag en ekki fyrr en hún hafði sett mark sitt á þjóðfélagið sem hún lifði í. „Þetta bréfvar með ólíkindum. Þar var spurt hvemig ég vogaði mér að fjalla um ísland og Evrópusambandið, ég væri kominn út í helmyrkur öfga og innihaldslausra upphrópana og væri fullur afofstæki," segir Baldur Þórhalls son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, sem í viðtali ræðir um óbeinar hótanir stjórnmálamanna, smáríkið ísland og mannréttindamál. | SÍÐUR 24-26 Orginal hönnun Satín, gallaefni, prjón og mikill útsaumur eru einkenni Org- inal-línu Heiðu Eiríksdóttur, ungs og upprennandi fata- hönnuðar. Orginal er fyrsta fatalína hennar. VEOUR Þykknar upp Hæg austlæg átt og skýjaö með köflum. Hiti 7 til 13 stig. Þurrt víðast hvar. SAKAMAL Njósnað á landinu Þjóðverjar fengu tvo íslendinga í Kaupmannahöfn til að njósna fyrir sig á Islandi gegn því að koma þeim til landsins. » síða 22 Gögnum safnað andstætt lögum Uppljóstranir Þórs Whitehead að á (slandi hafi verið starfrækt leyniþjón- usta í einhverri mynd um átatuga skeið koma Ragnari Aðalsteinssyni hæsta- réttarlögmanni ekki á óvart. Hann telur að Bjarna Benediktsson dómsmálaráð- herra hafi skort lagaheimildir til þess að koma starfseminni á fót og að sú leynd sem yfir málinu hafi hvílt sýni það glöggt. Bjarni Benediktsson fyrrum dómsmála- ráðherra hafi staðið að baki ráðningu Árna Sigurjónssonar til Útlendingaeftir- litsins árið 1948. Starfið hafi að hluta til verið yfirvarp og að í raun hefði hann haft frjálsar hendur í leynistörfum. FRÉTTIR » síða 4 Fleiri vilja rífa niður gömul hús Forstöðumaður Húsafriðunarnefndar ríkisins segir umsóknum um niðurrif eldri húsa til að byggja nýtt í staðinn fara fjölgandi. Hækkandi lóðaverð er talin ein helsta orsök þessarar þróunar. Hjá nefndinni liggur nú fyrir umsókn um niðurrif á 116 ára gömlu húsi við Laufásveg en eigandinn segir það ganga illa upp að vera með ónýtt hús á verðmætu landi. „Þetta er gamalt hús og búið að byggja við það i gegnum árin hér og þar,“ segir eigandinn Helgi Gunnarsson. FRÉTTIR » síða 8 Biðlistunum eytt á einu ári Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hægt sé að eyða biðlistum á barna- og unglingadeild Landspítalans, BUGL, á einu ári. „En þá þurfa allir að vinna saman sem að málinu koma.” 108 börn bíða þess að komast að á BUGL. Siv segir vanda barna og unglinga með geðraskanir vera flókinn og vaxandi. Hún hafi talað við fjölda aðstandenda og fagfólk á þessu sviði og aðgerðaáætlun hennar sé tilraun til að taka á vandanum á skilvirkan hátt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.