blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 blaöid Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Trúlaus mótmælandi verður kaþólikki Hverju trúir maðurinn? Einhvern veginn svona kunna menn að hafa spurt sig þegar þeir ákváðu í hvaða trúfélag skyldi skrá fólk sem fluttist til landsins. Og tókst ekki betur til en svo að þeir skráðu trúlausan Hollending í kaþólsku kirkjuna þegar hann flutti til Islands. Manneskju sem hafði vel að merkja aldrei tilheyrt kaþólsku kirkjunni en fæðst inn í fjölskyldu sem einhverju sinni tilheyrði hófsömum mótmælendasöfnuði. Ekki er þetta einsdæmi því í Blaðinu í dag er fjallað um mál fjölskyldu sem uppgötvaði ekki fyrr en við barnsfermingu að fjölskyldumeðlimir voru ekki mótmælendur heldur kaþólikkar. Alla vega í augum Hagstofunnar. Fyrir skemmstu uppgötvaði svo maður einn að hann var skráður í rangt trúfélag, og það ekki fyrr en eftir að hann hafði kvænst samkvæmt hefðum þess trúfélags sem hann hafði þó áður látið skrá sig í. Eftir stendur að hvort tveggja innfæddir og innfluttir landsmenn eru skráðir í allt önnur trúfélög en þeir telja sig tilheyra. Og skráðir í trúfélög þrátt fyrir að hafna trúarbrögðum. Þetta er náttúrlega brandari, skulum við vona, þó einhverjir taki honum illa og sárni. Eftir standa auðvitað stærri spurningar, sem skipta kannski öllu meira máli. Hvað kemur það ríkinu við hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist? Hvað kemur það ríkinu við hvort fólk aðhyllist trúarbrögð yfir höfuð? Og er ekk- ert skrýtið við að stjórnvöld haldi skrá yfir hvaða trú, ef einhverja, hver og einn landsmaður aðhyllist? Trúarbragðaskráningin er auðvitað notuð til að ákvarða hversu háar greiðslur hvert trúfélag skuli fá úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Að því leyti kynni að virka skynsamlegt að halda skrá um hvaða trúfélögum fólk tilheyrir. Vandamálið er þó tvíþætt í það minnsta. f fyrsta lagi er spurning hvort ríkið eigi að kosta rekstur trúfélaga. f öðru lagi hefur verið sýnt fram á að kerfið er ósanngjarnt. Byrjum á seinni þættinum. Ásatrúarfélagið hefur stefnt ríkinu og segir það mismuna trúfélögum. Þetta segja forystumenn Ásatrúarfélagsins að sé vegna þess að Þjóðkirkjan fær mun meiri greiðslur en önnur trúfélög. Sumar þeirra greiðsfna hafa verið varðar með sögulegum og menningarlegum rökum en aðrar kannski síður. Eftir standa efasemdir um réttmæti þess hvernig staðið er að þeim greiðslum, efasemdir forystumanna Ásatrúarfé- lagsins og fleira fólks. Mismununin er þó ekki aðeins mifli trúfélaga. Hér má geta Siðmenntar, félags sem hefur boðið upp á borgaralegar fermingar í á annan áratug og hefur að auki leitast við að aðstoða og ráðleggja fólki sem vill nefna börn sín, ganga í hjónaband og greftra fólk án aðkomu trúfélaga. Þetta félag sem sinnir um margt sömu þjónustu og trúfélög nýtur engra þeirra réttinda sem trúfélögin njóta. Þessu félagi hefur verið neitað um sambærilegar greiðslur. Og kynnu þó margir að segja að það standi á töluvert traustari grunni en trú- félögin. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Siðmennt félag siðrænna húmanista sem hafa lífsviðhorf sem er óháð trúarsetningum. Eftir stendur svo spurningin hvort ríkið eigi að kosta rekstur trúfélaga. Hvað sem öðrum kann að þykja sér undirritaður ekki nokkra ástæðu til þess. Brynjólfur Þór Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 5103700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 12 MaAiö íSVC'fJA * >Ú VfLr F&LL/r h G SjjLFST/EMlf íSUNdtNG MáTTu I 5KKf L?j& Yrp ALLt , ■ETt 4o já 0 VÚVAv Elítustjórnmál Pólitík og peningar eru við- kvæm blanda. í samfélagi Nets og nýrrar miðlunar upplýsinga er bæði erfitt og dýrt fyrir flokka og frambjóðendur að koma stefnu sinni til fólksins. Flokkarnir eru þokkalega settir. Fá nokkuð rausnarleg framlög frá ríkinu sem byggjast á fjölda þingmanna þeirra. Síðan hafa þeir frítt spil um fjársöfnun hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Ekkert þarf að gefa upp. ísland er líklega eina landið í Vesturheimi sem er ekki með lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Lög sem skylda flokkana til að gefa upp framlög yfir ákveðnum mörkum. Lög sem eru grund- völlur opins lýðræðisríkis. Ekki síst í ljósi valds peningaaflanna og stórra fjölmiðla. Ekki að það sé einfalt að setja lög sem duga en nú flýgur það fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé hugsanlega að gefa eftir í and- stöðu sinni við slík lög. Vonandi að satt reynist. Það væri risavaxið skref fyrir íslenska pólitík ef það tækist samkomulag um slíka laga- setningu þvert á alla flokkana. Leyndin og pukrið skaðar alla flokkana. Rýrir traust almenn- ings á þeim og sáir efasemdum um að eitthvað sé að fela. Fólkið velur frambjóðendurna Nú bresta prófkjörin á næstu vikurnar. Samfylking og Sjálfstæð- isflokkur munu halda stór prófkjör um land allt fram að áramótum sem má áætla að á bilinu 50-60.000 ís- lendingar taki þátt í og velji þannig beint og milliliðalaust foringja og framámenn flokkaijna. Þannig á það líka að vera. Fólkið á að velja frambjóðendur flokkanna en um það þurfa að gilda reglur. I prófkjörunum verður hart bar- ist og miklum fjármunum varið til þeirrar baráttu. Eðlilega, en þá snýst umræðan einnig um fjáröflun ein- stakra frambjóðenda en ekki flokk- anna sjálfra. Um þá fjármögnun er ennþá mik- ilvægara að setja skýrar reglur en um starfsemi flokkanna. Það er við- Björgvin G. Sigurðsson kæmt að fá há framlög frá einstak- lingi eða fyrirtæki fyrir hvaða fram- bjóðanda sem er. Æ sér gjöf til gjalda. Þó greiðinn sé aldrei rukkaður þá er vafinn til staðar um tengsl fram- bjóðanda og fyrirtækja. Það er afleit staða fyrir stjórnmálamenn. Elítan og almenningur I aðdraganda prófkjöranna eiga flokkarnir að ríða á vaðið og setja reglur um framkvæmd og fjár- mögnun sinna prófkjöra. Það þýðir ekkert að setja stífar reglur sem allir vita að ganga aldrei eftir. Hins- vegar þarf að ná sátt um viðmið og almennar leikreglur. Dæmi um hóflegar reglur geta verið að frambjóðendur gefi upp framlög yfir til dæmis 300.000 krónur í kosningasjóði sína. Að skynsamleg takmörk verði sett á auglýsingar í fjölmiðlum. Hugsan- lega að sleppa stórum blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Án reglna verður fjárausturinn mikill og hann gengur fram af fólki. Þá blasir það við að með tilkomu stórra prófkjöra og mikilla auglýs- inga frambjóðenda þróast stjórn- málin ört yfir í að verða elítustjórn- mál. Svipað og í Bandaríkjunum. Auralaus almenningur á engan möguleika nema að hafa aðgang að fjármagni. Þetta þarf að koma í veg fyrir eða öllu heldur vinda ofan af þeirri þróun sem þegar hefur átt sér stað. Við búum nú þegar við fyrirkomu- lag elítustjórnmála að stórum hluta. Til að ná árangri í stóru prófkjöri þarf viðkomandi að vera talsvert vel þekktur í samfélaginu og hafa að- gang að sæmilegum sjóði fjármuna. Við þurfum að jafna leikinn og tryggja það jafnræði sem hægt er að tryggja í þeim harða og háskalega leik sem stjórnmálin svo sannarlega eru. Sjálfur tala ég af reynslu. Hef gefið kost á mér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi í galopnu prófkjöri í byrjun nóvember. Það mun kosta mikið fé. Fjármuni sem ég treysti mér vel til að afla en ég þekki nokkra sem veigra sér við að taka þátt vegna þess mikla kostnaðar sem fylgir opnu prófkjöri ef engar reglur eru settar um það. Þessu þarf að breyta og það geta flokkarnir gert sjálfir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar ( Suðurkjördæmi. Klippt & skoríð r lafur Teitur Guðnason, hinn ofur- virkifjölmiðlarýnirViðskiptablaðsins, fjallar í gær meðal annars um þá til- hneigingu fjölmiðla að segja fréttir af ýmsu því sem miður fer í Iffinu og óbeint ákall til hins opinbera að skerast í leikinn. Tilbrigði við þetta stef sé nú, að kenna einkavæðingunni um það þegar eitthvað bjátar á, sem að einhverju leyti tengist verksviði fyrrverandi ríkisapparata. En ekki telur hann það allt alslæmt: „Reyndar verður að viður- kennast, að auðvitað fólst mikið öryggi í því á sínum tíma að geta gengið að því sem vísu að ekkert sjónvarp væri á fimmtudögum." Að því sögðu vindur hann sér í að ræða málefni fréttastöðvarinnar NFS.o Um fátt er meira rætt en prófkjör þessa dagana, en það er fleira i vændum í bæjarlífinu. Senn styttist í jólin og bóka- menn eru þegar farnir að kortleggja hvað helst verður tíðinda. Bókar mun ekki | vera að vænta frá Hallgrími Helgasyni, en hann er sagður * ' r- f hafa verið upptekinn við ritun L - , kvikmyndahandrits. Ekki fylgdi j^L., sögunniumhvaðhandritiðværi, HL. Æt en óneitanlega hlýtur Hallgrímur að koma sterk- lega til álita við ritun handrits að myndinni um Baugsmálið, sem Jóhannes Jónsson í Bónus boðaði íviðtalsþætti sínum við Sirrý. Ofurbloggarinn Össur Skarphéðins- son (ossur.hexia.net) hefur heldur betur færst í aukana eftir að hann varð þingflokksformaður á nýjan leik. (gær hraunar hann yfir sjálfstæðisþingmanninn Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa leyft sér að gagnrýna fjáraustur Alfreðs Þor- steinssonar, fyrirrennara Ét/Stk Guðlaugs Þórs sem stjórnar- ’ '5"" » formaður Orkuveitu Reykja- - víkur. Skilst manni á Össuri • * að Gulli hafi nánast upp á , ~~JL sitt einsdæmi fengið Alfreð * MHH til þess að stýra byggingu nýs hátæknisjúkra- húss. En væri Össuri ekki nær að rifja upp hverjir leiddu Alfreð til valda i Reykjavík, létu honum alfarið eftir stjórn 0R og lögðu fram- sóknarmönnum þannig til pólitíska öndunar- vél með fyrrgreindum afleiðingum? andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.