blaðið - 23.09.2006, Side 16

blaðið - 23.09.2006, Side 16
KULDAGALLARNIR KOMNIR Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Auglýst eftir framboöum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðiö hefur verið að prófkjörum val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar næsta vor fari fram 27. og 28. október næstkomandi. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti. a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins framboðs- frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í prófkjörinu. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþíngiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðis- menn, búsettir í Reykjavík, skulu standa að hverju framboöi og enginn flokks- maður getur staðið að fleiri framboðum en 10. Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viökomandi og stuttu æviágripi, helst á tölvutæku formi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleltlsbraut 1, eigi sfðar en kl. 17.00, 6. oktðber 2006. Eyðublöð fyrir framboð og æviágrip er hægt að fá á skrifstofu Sjálfstæðísflokksins eða á heimasíðu flokksins www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn Hádloitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 v/ww.xd.ls mv# 1I 16 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 blaöiö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Ætlarðu núna m á sjóinn? V f t - „Eg ætla að róa á ný mið." RóbertMarshall Þegar Róbert lagði árar í bát á fréttastofu Stöðvar 2 hafði hann á orði, að hann færi þá bara á sjóinn. I kjölfarið var hann óvænt munstraður til þess að ýta NFS úr vör, en í gær var hann látinn taka pokann ÍKU sinn‘ Hreyfingin kær- komin í þögninni Sigríður Ólafsdóttir er tíðurgestur í stofum landsmanna en hún hefur undanfarna mánuði gegnt starfi veðurfréttamanns á NFS. Starfið er erilsamt enda getur tekið á taug- arnar að standa í beinni útsendingu og því eru frídagar kærkomnir. Sigríður er þó ekki alltaf i fríi um helgar enda þarf að upplýsa okkur um veðrið sunnudaga jafnt sem aðra daga. „Starfið er mjög skemmtilegt og fjölbreytt,“ segir Sigríður sem er menntaður land- og jarðfræðingur. „Til að byrja með leist mér ekkert á blikuna að vera í sjónvarpi og fannst það ekki liggja sérlega vel fyrir mér, en það hefur allt orðið betra með æfingunni og núna er ég bara orðin nokkuð afs- löppuð,“ segir hún brosandi. Sigríður segist finna fyrir miklum áhuga landa sinna á veðurfarinu. „Veðrið er auðvitað eitthvað sem allir hafa skoðun á. Margir velta veðrinu fyrir sér dag frá degi og fylgjast náið með öllum breytingum sem á því verða. Við fáum fjölmargar hringingar þar sem fólk kemur gjarnan með sínar eigin spár eða bendir okkur á eitthvað óvenjulegt sem gæti verið fyrirboði um veðra- brey tingar. Hér áður fyrr þurfti fólk auðvitað að treysta á eigið hyggjuvit þegar kom að veðrinu, enda áttu bændur og aðrir mikið undir veður- guðunum og þetta er skemmtilegur arfur frá þeim tíma.“ Sigríður segir það ekki bara vera eldra fólk sem velti veðrinu fyrir sér heldur fylg- ist unga fólkið einnig með. „Yngri kynslóðin veltir veðrinu gjarnan fyrir sér í sambandi við afþreyingu, hvort í dag verði mögulega veður til þess að slaka á á Austurvelli og sötra bjór eða fara út úr bænum.“ Á sumrin segist Sigríður reyna að komast sem flestar helgar út á land til þess að njóta náttúrunnar, þannig slaki hún á og hreinsi hug- ann. „Það eru ekki margar fríhelgar yfir sumarið sem ég held mig innan borgarmarkanna en á slíkum sunnu- degi myndi ég líklega hefja daginn á því að fara með son minn í sund og síðan myndum við fá okkur ís í hverfisbúðinni. Við förum mikið í sund, á línuskauta og í stuttar gönguferðir. Ég sit svo mikið í vinn- unni og því er hreyfing kærkomin í þögninni. Mér finnst gott að tala ekki of mikið þegar vinnudegi lýkur enda nærri búin með kvótann á þeim vígstöðvum. Þannig finnst mér gott að slaka á og finna friðinn," segir veðurfréttamaðurinn Sigríður að lokum. eftir Jim Unger Hvor ykkar er hershöfðinginn? 11-16 © Jim Ungar/dist. by Unitod Modia, 20< Hvað bar hæst í vikunni? Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður Það er aðalfundur Sjálfstæð- isfélags Akureyrar og mál- fundarfélagsins Sleipnis. Þar lýsti Halldór Blöndal því yfir að hann myndi ekki bjóða sig fram í komandi kosningum til Alþingis. Það var mjög þrungin stund, því hann er búinn að vera lengi í stjórnmálum. Við þökkuðum honum fyrir hvað hann hefur lagt mikið á sig fyrir flokkinn og ég notaði þá jafnframt tækifærið og lýsti því yfir að ég myndi sækjast eftir því að leiða lista sjálfstæðis- manna hér í kjördæminu. Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Islands Það er bara eitt sem kemur upp í hugann hjá mér og það er að við íslendingar náðum þriðja sæti í keppninni sem ég var að dæma í. Sif Aradóttir, fegurðardrottning íslands, lenti í þriðja sæti í Miss Scandinavia and the Baltic Sea. Keppnin var haldin um borð í skemmtiferðaskipi milli Helsinki og Tallinn. Þetta var sérstaklega ánægjulegt kvöld og ég er enn í sæluvímu. Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Það er frumsýningin á nýrri kvikmynd Lars von Trier, Direktoren for det hele. Hún fjallar um kaup íslendinga á fyrirtækjum í Danmörku og sjálfur leik ég íslenskan kaup- sýslumann, Finn Sigurðsson. Mig grunar að maðurinn sem ég leik sé lauslega byggður á Jóhannesi í Bónus. Eg hafði mjög gaman af því að leika á móti öllum helstu leikurum Danmerkur og var bara nokkuð ánægður með eigin frammistöðu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.