blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 blaðið tíska tiska@bladid.net Blessuö tiskan Fjólublár er tískuliturinn i haust og þvi ætti fjólublár augnskuggi aö vera skyldueign hverrar konu. Fjólublár augnskuggi fer konum með blá augu sérstaklega vel en hentar samt öllum konum. Kynning Förðunarvörur og ilmvatn L'Eaud'Issey Hið vinsæla ilm- V vatn, L'Eau d'Issey, Eau de Parfum, var sett á markaðinn í nýju og fallegu glasi í haust. Glasið er —— fallega skreytt með glæsilegum bogum. Innblásturinn að mynstrinu er hreyf- ingin sem verður þegar vatnsdropi mætir kyrru yfir- borði tjarnar og satinsilfraðargár- urnar flæða yfir £ glasið. Ilmurinn i er vel þekktur og nautnalegur, nokkurs konar lilju- angan á dýrum viðartegundum og sambland blóms og sólar. Ilm- urinn í nýja glasinu er gefinn út í takmörkuðu upplagi. Guerlain Maxi Lash Mascara Maxi Lash Masc ara er nýr maskari frá Guerlain sem uppfyllir kröfu nútímakonunnar um að vera með þykk og falleg augnhár. Maskar inn breytir augn- hárunum, gefur þeim mikla þykkingu og brettir upp á þau auk þess sem augnhár- in virðast 1 e n g r i. Það má því segja að hann margfaldi augnhárin. Chanel Pink Lamé Eyeshadow Augnskuggi sem er stjörnuvar- an í haust- og vetrarlínu Chanel árið 2006. Á hverju ári kemur Chanel með vöru á markaðinn, stjörnuvöru sem er bara til í tak- mörkuðu upplagi. Augnskugg- inn er flott blanda sem kemur vel út á augunum auk þess sem flott er að draga augnskuggann niður með auganu. Nútímaleg og falleg hönnun Innblástur úr dúkkufötum Heiða Eiríksdótt- ir er ungur og upp- rennandi hönnuður sem er að setja sína fyrstu hönnunarlínu á markaðinn. Hún segir línuna einkenn- ast svolítið af dúkku- þema án þess að vera yfirdrifin. „Ég hanna undir nafninu Org- inal en sumarlínan kemur ekki í verslanir fyrr en eftir áramót. í sumarlínunni nota ég satín, gallaefni, prjón og mikinn útsaum og ég hef selt hönnunina í búðir í Danmörku og Finnlandi. Við erum bara nýkomin heim þannig að ég er ekki komin lengra hér heima. Eg er því að leita að búð- um sem mér líst vel á og skoða mark- aðinn því ég vil ekki vera hvar sem er. Við erum búin að búa úti svo lengi að ég þekki ekki alveg allar þessar nýju verslanir.“ Hark til að byrja með Heiða lærði fatahönnun á Born- holm sem er lítil eyja rétt fyrir ut- an Svíþjóð en tilheyrir Danmörku. Hún útskrifaðist fyrir rúmlega ári en námið tók þrjú ár. „Maðurinn minn fór líka í nám og við skoðuð- um ýmsa skóla. Okkur leist best á þennan, okkur fannst hann fjöl- skylduvænn en við eigum þrjú börn,“ segir Heiða sem hefur alltaf verið skapandi. „Ég hef verið að sauma síðan ég var lítil. Mamma hefur líka hjálpað mér mikið en hún er rosalega klár að sauma. Ég hef þyí lengi feng- ist við einhvers konar sköpun og hef saumað mikið fyrir vinkonurnar og fyrir sjálfa mig. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við fatalínunni minni, miklu betri en ég þorði að vona. Þetta er algjört hark til að byrja með og þetta tek- ur vitanlega sinn tíma.“ Leita í gömul blöð Heiða er þegar byrjuð að hanna nýja linu og hún segist meðal annars leita innblásturs í eldgömlum blöð- um. „Amma lumaði á fullum skápi af eldgömlum blöðum og þar á með- al saumablöðum með dúkkufötum með fullt af hugmyndum. Utan þess fæ ég innblástur frá öllu mögulegu og það þarf ekkert endilega að vera tengt fötum. Það er svolítil dúkk- ustemning enda er ég i einhverjum dúkkuheimi núna,“ segir Heiða og hlær. „Það er hins vegar alls ekki yfirdrifið. Ef maður ætlar að búa hér heima þá verður maður að gera eitthvað sjálfstætt. í Danmörku eru fleiri möguleikar en það er minna að gera í þessum bransa hér. En það hefur alltaf blundað í mér að fram- leiða mína eigin línu og mér finnst þetta mjög spennandi." svanhvit@bladid. net Myndir/Kubbur Margmiðlun •"w"1 Vasa Z' ^ \ Til vonar og vara línan / aloevíra \ Vaseline Nú líka með m mit m •"OCKCT ^ A Vaseline mm Vaseline yggy IntcosjycC:ir«* \ ALOE VERA PEIROICUM JCLLY fi°CKtl V& M varasalvi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.