blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 blaöiA VEÐRIÐ í DAG ÁMORGUN VÍÐA UM HEIM | Léttskýjað Hæg austlæg átt og skýjað með köflum. Hiti víða 7 til 13 stig að deginum, en sums staðar frost í nótt. Þurrt Hæg suðaustan- og austanátt. Lítilsháttar súld með köflum sunnantil, en annars þurrt. Hiti 8 til 13 stig að deginum. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 25 Glasgow 25 Hamborg 24 Helsinki 24 Kaupmannahöfn 15 London 17 Madrid 23 Montreal m New York 22 Orlando 19 OslÓ 19 Palma 15 París 20 Stokkhólmur 09 Þórshöfn 15 22 20 27 19 18 14 Victoria Svíaprinsessa: Fannst hún vera heimsk „Ég átti í miklum erfiðleikum með að fylgjast með í tímum í skólanum,“ segir Victoria, krón- prinsessa Svíþjóðar, í viðtali við sænska tímaritið Má Bra þar sem hún segir opinskátt frá les- blindu sinni. „Mjög erfitt var þegar kennar- inn bað mig um að lesa upphátt. Það var það versta sem gat komið fyrir og samnemendur mínir hlógu stundum að upp- lestrinum. Upphaflega fannst mér ég vera heimsk og treg, en mamma mín útskýrði fyrir mér að þetta væri ekki mér að kenna.“ Karl Gustav Svíakonungur, faðir Victoriu, er einnig haldinn lesblindu. Lögreglurannsókn: Skoöa vændi við Kleppsveg Lögreglan ætlar að rannsaka hvort stundað sé vændi á erót- ískri nuddstofu við Kleppsveg. Rekstur nuddstofunnar er auglýstur í smáauglýsingum dagblaðanna. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna hafa rannsakað starfsemi tveggja erótískra nudd- stofa í ár og í framhaldi af þeirri rannsókn hafi annarri þeirra verið lokað. Óvissutíma lokið 20 starfs- mönnum NFS var sagt upp i gær, þar á meðal 7 frétta- og dagskrárgerðarmönnum Sjónvarpsstöðin NFS verður lögð niður og fréttastofan flutt yfir á Stöð 2 og Bylgjuna samkvæmt yf- irlýsingu sem stjórn Dagsbrúnar sendi frá sér í gær. Síðasta útsend- ing stöðvarinnar var í gær og lauk formlega eftir kvöldfréttir. Tuttugu starfsmönnum NFS var sagt upp störfum og þar á meðal Róberti Marshall, forstöðumanni NFS. Ró- bert segir niðurstöðuna vonbrigði en segist engu að síður hverfa sáttur á braut. Forstjóri 365 segir rekstur NFS ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Skynsamleg ákvörðun „Við teljum þetta skynsamlega ákvörðun eftir að hafa rætt þá kosti sem voru í stöðunni,“ segir Ari Edw- ald, forstjóri 365. Hann segir það fyrirkomulag sem var á sjónvarps- útsendingum NFS hafa verið of dýrt og því hafi stjórn fyrirtækisins þurft að bregðast við. „Það kom ekki til greina að reka NFS áfram.“ Samkvæmt tilkynningu sem stjórn Dagsbrúnar sendi frá sér í gær verður sjónvarpsstöðin NFS lögð niður og fréttir fluttar þess Skynsamleg ákvörðun að leggja NFS nlður Ari Edwald, forstjóri 365 í stað á hefðbundnum tímum á tíðnisviði Bylgjunnar og Stöðvar 2. Mun fyrirtækið ennfremur leitast við að efla fréttaflutning i gegnum netmiðla. Þá var um tuttugu starfsmönnum sagt upp störfum og þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Ari segir að gengið verði frá starfs- lokum við þá sem fengu uppsagnar- bréf eftir helgi og bætir við að það séu vonbrigði að þurfa að draga saman seglin. „Það er alltaf leiðinlegra að þurfa að draga saman seglin heldur en spýta í. En það er einfaldlega svo að í einkarekstri þurfa menn að laga sig að þörfum markaðarins frá einum tíma til annars.“ Vonbrigði Róbert Marshall, fyrrverandi for- stöðumaður NFS, segir niðurstöð- Fullviss um að svona stöð geti staðlð undlr sér Róbert Marshall, fyrrum forstöðumaður NFS una eins og hún blasti við í gær vera vonbrigði. Hann er enn fullviss um að sjónvarpsstöð á borð við NFS geti borið sig hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að svona stöð geti staðið undir sér. Niðurstaðan er því vonbrigði. Ég er hins vegar búinn að gera það sem af mér var ætlast. Kom þessari stöð á fót og rak hana á áætlun. Þannig að ég hverf á braut vitandi að ég hef lagt allt í þetta verkefni.“ Róbert segir auglýsingasölu ekki hafa gengið samkvæmt áætlunum. „Það sem fór úrskeiðis er að auglýs- ingasala var ekki í samræmi við áætl- anir sem voru gerðar.“ Þá segist Róbert ekki vera búinn að ákveða hvað hann taki sér fyrir hendur á næstunni. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Ég hef fengið slatta af tilboðum en þau voru öll í sölubæklingi frá Byko.“ Bandaríkin: Fleiri deyja af spínatsáti Tilkynnt hefur verið um fleiri dauðdaga í Bandaríkjunum vegna alvarlegrar kólígerlasýkingar í kjöl- far neyslu á spínati. Áttatíu og sex ára gömul kona lést í Maryland i síðustu viku vegna sýkingar og á dögunum gaf tveggja ára gamall drengur í Idaho upp öndina vegna nýrnabilunar sem er rakin til kólígerlasýkingar. Bæði konan og drengurinn höfðu borðað spínat áður en þau veiktust. Hundruð manna hafa veikst að undanförnu víðsvegar um Banda- ríkin og þrír hafa látist eftir að hafa borðað spínat sem inniheldur saurgerla. Landsframleiðsla: Hefur aukist um helming Á síðustu 25 árum hefur landsframleiðsla á mann á íslandi aukist um 50 prósent að raunvirði. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar kemur fram að hagsveiflur í íslensku efnahagslífi hafi verið meiri en í öðrum þróuðum ríkjum. Þrátt fyrir þessar sveiflur stendur Island vel að vígi samanborið við aðrar þjóðir en samkvæmt mælingum OECD er Island með einna hæstu lands- framleiðslu á mann eftir að búið er að leiðrétta eftir mismunandi kaupmætti í löndunum. Hugsanlegt framboð eldri borgara: Fjórðungur kysi aldraða Rúmlega fjórðungur fólks á aldr- inum átján til 85 ára segir líklegt, eða mjög líklegt, að það myndi kjósa framboð eldri borgara í kosn- ingum til Alþingis ef það væri í boði. Þetta eru niðurstöður Capa- cent Gallup-könnunar sem gerð var í byrjun mánaðarins. Niðurstöðurnar benda til þess að kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu síður líklegir til að kjósa framboð eldri borgara, en þeir sem sögðust kjósa Vinstri-græna eða Samfylkinguna. Konur eru líklegri en karlar til að kjósa slíkt framboð og því eldri sem aðspurðir voru því líklegri voru þeir til að kjósa framboðið. Ekki var marktækur munur eftir búsetu, en því lægri sem tekjur voru og styttri sem skólagangan var, þeim mun líklegri voru aðspurðir til að kjósa hugsanlegt framboð eldri borgara. FRAMBOÐ ELDRI BORGARA: Kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæöis- flokks eru ólíklegri til að kjósa framboð eldri borgara ef það væri í boði Ef kosið værl til Alþingis I dag hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir kjósa framboð eldri borgara ef það væri í boði? ■ Mjög liklegt: 14,0% * Frekar liklegt: 11,2% ■ Hvorki né: 4,8% ■ Frekar ólíklegt: 24,0% ■ Mjög ólíkiegt: 46,0% Heimild: Capacent-Gallup Endanlegt úrtak var 1.300 manns á aldrinum átján til 85 ára og var svarhlutfall tæplega 61 prósent.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.