blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006
blaöiö
rocus
Ford Focus C-Max Trend
2,0i 5 ii'/ra sjáifskiptur
Uppskemtllboð 2.290.000 kr.
Bflasanintngur 27.490 kr.
Rekstrarleiga 37.530 kr.
Góðtíð 2290.000 kr.
ÞorfinnurÓmarssonhefur
verið talsmaður eftirlits-
sveita í Srí Lanka í fjóra
mánuði. Hann segir Srí
Lanka yndislegt land og
synd að í þvi geisi stríð.
Þó viðurkennir hann að starfið geti
tekið á enda geta eftirlitsmenn þurft
að koma að stöðum þar sem hræðileg
grimmdarverk hafa verið framin.
„Efþað er eitthvað sem kom flatt upp
á mig við komu mína hingað þá var
það aðallega tengt þessum gifurlega
hernaði sem er í ákveðnum borgum
og bæjum, það er ekki eitthvað sem
hægt er að lýsa. Ég vissi af þessu en
það er allt öðruvísi þegar maður er
kominn á staðinn. En það er svo
merkilegt hvað mannskepnan á auð-
velt með að laga sig að aðstæðum því
þetta venst um leið. Það er kannski
ástæðan fyrir því hve mikið umburð-
arlyndi íbúarnir hér sýna, það eru
ekki mikil mótmæli gegn stríðinu
og það er einungis vegna þess að fólk
þekkir ekkert annað.“
svanhvit@bladid.net
Paradís frá náttúrunnar hendi
„Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf
haft áhuga á, í fyrsta lagi að vinna á
alþjóðavettvangi og svo er ég náttúr-
lega að fást við fjölmiðlasamskipti
sem er mitt sérsvið," segir Þorfinnur
þegar hann er inntur eftir því af
hverju hann hafi farið til Srí Lanka.
,Þó ég hafi ekki fengist við friðar-
gæslu áður þá felst mitt starf í því
að afla upplýsinga og miðla upplýs-
ingum. Svo er náttúrlega ekki verra
að lifa í framandi menningarum-
hverfi því Srí Lanka er mestanpart
þróunarland. Það er líka grátlegt
að horfa upp á að þetta stríð skuli
standa í vegi fyrir því að landið
komist á beinu brautina þvi landið
er algjör paradís frá náttúrunnar
hendi. Fólkið er yndislegt og manni
finnst hálfgerð synd að þetta stríð
hafi svona lamandi áhrif á þjóðfélag,
efnahagslíf og framþróun. Srí Lanka
er gjöfugt frá náttúrunnar hendi;
hér er gnótt af matvælum, landið er
skógivaxið frá fjalli til fjöru og svo
er ekki vatnsskortur hérna eins og í
mörgum þróunarríkjum," segir Þor-
finnur og bætir við að Srí Lanka sé
líka hitabeltiseyja en reyndar hefjist
rigningartímabilið eftir um það bil
mánuð. „Yfir 200 þúsund manns
hafa yfirgefið heimili sin á síðustu
vikum út af átökunum en þetta fólk
býr i dag i flóttamannabúðum og
það er því áhyggjuefni hvernig fer
fyrir því þegar byrjar að rigna.“
Veltir lífshættu ekki fyrir sér
Að sögn Þorfinns veltir hann því
ekki mikið fyrir sér hvort hann sé
í lífshættu eða ekki við skyldustörf.
„Það eru mjög háar öryggiskröfur í
öllu okkar starfi og okkur er skylt
að vera stöðugt með hugann við það.
Það á því enginn að koma sér í að-
stæður sem honum Iíkar ekki og ef
einhver eftirlitsmaður er að fara út
í eitthvað sem honum finnst tvísýnt
þá á hann frekar að sleppa því. Ég get
hins vegar alveg viðurkennt það að ef
eftirlitssveitirnar þurfa að koma með
harkaleg skilaboð í gegnum fjölmiðla
þá reyni ég að matreiða það þannig
að það sé ekki persónugert við mig,
þó ég þurfi að segja það. Auðvitað
veit maður aldrei hvort slíkt geti haft
einhver áhrif en maður vonar ekki. Á
þessum rúmlega fjórum árum frá því
að vopnahlé tók gildi hefur enginn eft-
irlitsmaður verið drepinn né heima-
mennirnir sem vinna fyrir okkur.
Það er ákvæði um það að báðir aðilar
sem standa að vopnahléinu ábyrgist
öryggi okkar. En auðvitað getur verið
að einhverjir aðrir sæju sér hag í því
að vinna einhverjum okkar mein án
þess að það væri skipulagt. Almennt
tekur fólk okkur vel og það er í raun
ótrúlegt hve vel okkur er tekið.“ Þor-
finnur talar um að fjölmiðlar í Srí
Það er líka grátlegt að
horfa upp á að þetta
stríð skuli standa í vegi
fyrir því að landið kom-
ist á beinu brautina því
landið er algjör paradís
frá náttúrunnar hendi.
Lanka séu almennt mjög lélegir og
frelsi þeirra sé mjög ábótavant. Samt
sem áður geta fjölmiðlar reynst vel í
starfinu. „Það gerðist mjög ánægju-
legt atvik í vikúnni, reyndar eftir
hræðilegan atburð sem varð síðasta
mánudag. Þá voru ellefu múslímar
teknir af Hfi í suðausturhluta landsins
en einn lifði af. Okkar eftirlitsmaður í
héraðinu reyndi að athuga með líðan
mannsins á sjúkrahúsinu en honum
var meinaður aðgangur. Við eigum
alltaf að fá aðgengi þannig að ég fór
með þetta beint í fjölmiðla. I gær,
tveimur dögum síðar, fékk eftirlits-
maðurinn að hitta manninn og við
erum nokkuð viss um að það hefði
ekki gerst nema af því að það var
svo neikvæð umræða í fjölmiðlum,
enda þótti mjög grunsamlegt að við
mættum ekki tala við hann.
Andlega erfitt
Þorfinnur segir að það sé mikill
stuðningur og félagskapur í vinnu-
félögunum en það er ekki síður mik-
ilvægt að kynnast fólki sem hefur
ekkert með átökin að gera. „Það er
nauðsynlegt til að halda sönsum að
geta kúplað sig frá raunveruleikanum
sem snýr að okkar vinnu og hugsa um
eitthvað allt annað. Það má kannski
segja að það gangi misjafnlega upp,
sérstaklega þar sem ég er í þannig
starfi að síminn minn hringir allan
sólarhringinn. En ég hef bæði eign-
ast vini og kunningja héðan og líka
kynnst fólki sem er hér frá öðrum
löndum. Svo hef ég mikil samskipti
við erlenda fjölmiðlamenn en það
verður að viðurkennast að þeir eiga
það til að tala mikið um stríðið,“ segir
Þorfinnur og bætir við að starfið
geti verið mjög andlega erfitt. „Eftir-
litsmenn sem eru á vettvangi koma
kannski daglega að stöðum þar sem
hræðileg grimmdarverk hafa verið
framin og þeir þurfa að taka á því.“
P'
ji erlendra myhta. Rekstrarleiga er mi6uð við
rgar er innifalio f leigugreiöslu ogalltað 60.000 km akstur i
ir er lán meö 20% útborgun og mánaðarlegum greiöslum (84 mánuði og eru háöar
ar pengi erlendra mynta og vðxtum þeirra. Smur- og þjónustuettirlit samKvæmt ferli
Staðgreitt 45 dögum eftir afnendingu nýja bdsins. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.
Vopnahléið brotið margsinnis
Þorfinnur er talsmaður borgara-
legrar eftirlitssveitar sem er vopnlaus
en starf sveitarinnar felst í því að
hafa eftirlit með því hvort vopnahlé
rikisstjórnarinnar og Tamíl-tígranna
sé brotið. „Vopnahléið er náttúrlega
brotið í svo miklum mæli að það
er frekar spurning hvernig og af
hverjum. Það hafa verið haldin mjög
nákvæm gögn um það alveg frá því að
vopnahléið tók gildi í febrúar 2002 og
eftirlitssveitin er í raun og veru í um-
boði þessara tveggja aðila. Til dæmis
er núna umræða um það hvort tígr-
arnir séu hryðjuverkamenn eða ekki
en við getum ekki tekið neina afstöðu
til þess vegna þess að samkvæmt
þessum samningi eru þetta tveir jafn
réttháir aðilar.“ Vinnudagur Þorfinns
er ekki eins og hjá hefðbundnum
móti öllum kvörtunum. Það getur
hver sem er leitað til okkar með kvart-
anir og við fáum líka upplýsingar frá
lögreglu eða öðrum yfirvöldum. Auk
þess geta þeir sem standa að vopna-
hléinu kvartað og um leið og annar
aðilinn gerir árás á hinn þá kvartar
sá sem verður fyrir árásinni. Okkur
er i raun og veru skylt að safna eins
góðum upplýsingum og hægt er um
öll þessi atvik. Því miður eru um-
kvörtunarefnin svo fjölmörg að það
er erfitt fyrir okkur að komast yfir
allt saman en við gerum okkar besta.“
eftirlitsmanni þar sem hann er í höf-
uðstöðvunum í Colombo og hans
tími fer helst í að svara fjölmiðlum
víðsvegar um heim og í tölvuvinnu.
„Meirihluti starfsmanna eftirlitssveit-
arinnar er úti á landi og þeir taka á
Nýtttáknum
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sfmi 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.lord.is
Veldu Ford. Við staðgreiðum gamla bílinn þinn
Þú veltir fyrir þér hvernig best er að iosna við gamla bílinn. Brimborg
kaupir hann af þér staðgneitt" veljir þú bil á góðu uppskerutilboði Brimborgar.
Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað.
Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvemig þú getur fengið þér
nýjan Ford á uppskeruverði. ’ , .f'A
fordJs
Örvggur staður til aO vera i
Fjölmennar flóttamannabúðir
Þorfinnur Ómarsson í flóttamannabúðum i Vakarai:
Yfir 200 þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín
á síðustu vikum út afátökunum en þetta fólk þýr í
dag í flóttamannabúðum og það er því áhyggjuefni
hvernig fer fyrir þvíþegar byrjar að rigna. “
brimborg