blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006
blaðiö
íþróttir
ithrottir@bladid.net
i j
Babayaro í bann
Celestine Babayaro, leikmaður Newcastle, viðurkenndi í gær fyrir enska knattspyrnu-
sambandinu að hafa viljandi gripið um Dirk Kuyt i leik Liverpool og Newcastle á
miðvikudag. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það náðist á myndband og hefur
enska knattspyrnusambandið dæmt Babayaro i þriggja leikja bann.
Skeytin inn
Nwankwo Kanu ákvað
að ganga til liðs við Port-
smouth fyrir tímabilið eítir
að lið hans West Brom féll í fyrstu
deild. Kanu tók Portsmouth ffam
yfir tækifæri til að spila í Meistara-
deildinni. „Ég fékk tilboð ffá Ham-
borg og ff á Spáni en ég sá fyrir mér
að Portsmouth myndi gera vel í
úrvalsdeildinni. Ég hafði líka heyrt
að menn væru mjög ánægð-
ir að spila undir stjórn
Harrys Redknapp,”
sagði Kanu sem
varð tvívegis meist-
ari með Arsenal á
þeim fimm árum
sem hann lék þar. k - - —
Rafael Benit-
ez, stjóri Liverpool, ætlar
ekki að halda sama sið
gegn Tottenham í dag og í leiknum
gegn Newcastle á miðvikudag sem
Liverpool vann 2-0. Benitez hefur
verið gagnrýndur undanfarið fyrir
að hræra of mikið í hðinu en hann
lætur slíka gagnrýni sem vind um
eyru þjóta. „Það er ekki hægt að
spila 60-65 leiki á tímabih á n
þess að skipta reglulega
um byrjunarhð. Hrað-
inn í leiknum hefur
auldst svo gríðar-
lega síðustu ár
að það er ekki
hægt að spila tvo leiki í viku án
þess að hvíla menn,” sagði Benitez
sem hefur ekki stiht upp óbreyttu
hði Liverpool í 92 leikjum í röð.
StuartPearce.stjóriManchest-
er City, hefur þvertekið fýrir
það við enska fjölmiðla að hð
hans eigi í kreppu, en City
tapaði bikarleik gegn
annarrar deildar hði
Chesterfield
á miðviku-
dag og sit-
ur í 17. sæti
deildarinnar
með fjögur stig eft-
ir fimm leiki. „Tottenham er með
jafn mörg stig og við, en stjóri Tot-
tenham, Martin Jol, er eldd á blaða-
mannafundum að svara spurning-
um um hvort starf hans sé hættu,”
sagði Pearce, en City mætir hði
West Ham í dag sem er í tólfta sæti
deildarinnar.
Hermann Hreiðarsson hefur
tekið út þriggja leikja bann sitt
eftir að hann fékk að líta rauða
spjaldið í leik Charlton og Bolton 27.
ágúst síðastliðinn. Charlton hlýtur
að fagna endurkomu Her-
manns en hðið á í miklum
meiðslavandræðum um
þessar mundir. Tíu leik-
menn eru á meiðslalista hjá lið-
inu, þar á meðal Matt Holland og
Djimi Traoré.
Reykjavíkurstórveldin
berjast Valsarar og KR-ingar
maetast í leik þar sem ræðst
hvort liðið endar i 2. sæti og er
öruggt um sæti í Evrópukeppni
félagsliða.
Mynd/JimSmart
Úrslitin ráðast í úrvalsdeild:
SaattSjjuutJrfí 46 £ *
MHl COÉfiAR SOUI, HOFUMYIO PLASS FYRIR KOKKRA HVLffit BtLAA SVÆEt OCISAL
PORSCHE CAYENNE TURBO 05/03 Ek.39þ,km
Hlaðinn búnaði Innfluttur NÝR
Barátta upp á
líf og dauða
■ Fjögur lið í fallhættu ■ Reykjavíkurstórveldi í Evrópubaráttu
■ Tveir sækja að Marel
Grindvíkingar, Blikar og Víkingar
berjast fýrir lífi sínu í efstu deild
í lokaumferð Islandsmótsins sem
fram fer í dag. Grindvíkingar eiga
erfiðasta baráttu fýrir höndum. Þeir
verða að vinna lokaleikinn gegn Is-
landsmeisturum FH og treysta því
að annað hvort Blikar eða Víkingar
tapi eða geri jafntefli.
Á hinum enda töflunnar berjast
Valsarar og KR-ingar um annað
sætið og þar með keppnisrétt í Evr-
ópukeppni félagsliða. Liðin mæt-
ast á Laugardalsvelli og má búast
við mikilli baráttu þessara gömlu
vitamin.is
Arrnuío 42 siml 044 QOOG
1 Q-*C Ltu 11-15
ÆJe-»-cyr». 4 rrni 498 21OQ
Ztnj-mrLr-tr # S-1lí ^3Q Lr. 11-13
keppinauta.
Kastljósið mun beinast að Jóhanni
Þórhallssyni í dag. Hann á mögu-
leika á að verða markakóngur en til
þess þarf hann að skora tvö mörk
gegn FH-ingum. Draumadagur fyrir
hann yrði væntanlega að hreppa
markakóngstitilinn og tryggja sínu
liði áframhaldandi veru í efstu deild.
Björgólfur Takefusa á einnig mögu-
leika á að verða markakóngur. Óvíst
er þó hvort hann verði með í liði KR
í dag gegn Völsurum. Hann á við
meiðsl að stríða og ræðst ekki fyrr
en rétt fýrir leik hvort hann verður
með.
„Ég hef fundið fyrir eymslum í hné
í síðustu tveimur leikjum svo það er
óvíst að ég verði með, en ef ég finn
á morgun að ég geti mögulega spilað
geri ég það,” sagði Björgólfur frekar
daufur í dálkinn.
Jóhann og Björgólfur þurfa að
skora tvö mörk ef þeir ætla að ná
markakóngstitlinum af Marel Bald-
vinssyni, Blika, sem hefur skorað tólf
mörk, einu fleira en þeir, og leikið
færri leiki.
Björgólfur sagði að það væri
númer eitt, tvö og þrjú að KR næði
hagstæðum úrslitum gegn Val og
héldi öðru sætinu en að það yrði frá-
bær viðbót að skora tvö og hreppa
gullskóinn.
Fallbaráttan er æsispennandi.
Grindvíkingar eru næstneðstir
með 18 stig og þurfa á sigri að halda.
Blikar og Vfkingar eru með 20 stig.
Kópavogsmenn þurfa að leggja Kefl-
víkinga að velli og Víkingar að sigra
Skagamenn til að vera öruggir með
sæti í efstu deild en halda sæti sinu
ef Grindvíkingar fagna ekki sigri
í sínum leik. Skagamenn geta enn
fallið en þá þurfa þeir að tapa sínum
leik og Grindv ingar allir að sigra and-
stæðinga sína.
Fimmti og síðasti leikur dagsins er
viðureign ÍBV og Fylkis í Vestmanna-
eyjum. Eyjamenn eru þegar fallnir
en Fylkismenn eru öruggir um
áframhaldandi veru í deildinni. Þeir
geta endað í fmmta til áttunda sæti.
LEIKIR DAGSINS:
Grindavik - FH
Víkingur - (A
Valur-KR
IBV - Fylkir
Breiðablik - Keflavík
STAÐAN FYRIR LOKAUMFERÐ
Sæti stig munur
FH 35 17
KR 29 -4
Valur 28 9
Keflavik 24 11
Fylkir 21 -1
(A 21 -3
Vikingur 20 3
Breiðablik 20 -7
Grindavik 18 -2
IBV 15 23
EDfc sy*ur
D)k kalvetnl
Nýctó
íslandi