blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 blaöið Fitnessvörurnar eru komnar í hús Leður sippuband kr. 2.490 Ulnliðsvafningar kr. 1.490 Qá? og miklu meira til í versluninni Lyftingakrókar kr. 2.990 AB Strap kr. 7.990 FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 S: 5200 200 www.jinp.ifc MAN - FÓS. KL 9-18 LAU. KL. 10-14. WWW.CJOp.is helgin helgin@bladid.net^^ Afrisk list í Gerðubergi i dag klukkan 16 veröur opnuð sýning á afrískum minjagrip- um í Gerðubergi. Sýningin samanstendur af skemmilegri blöndu af gömlum, gildishlöðnum munum og svo ódýrum fjöldaframleiddum gripum sem framleiddir eru sérstaklega fyrirferðamenn. Langi Seli og Skuggarnir snúa aftur: Rokkpúkinn búinn að liggja í dvala Rokkabillítöffararnir í Langa Sela og Skuggunum eru snúnir aftur og munu troða upp með hljómsveitinni Ske og Jeff Who? í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 23:00. Langi Seli og Skuggarnir vinna nú að nýrri plötu en fyrstu opinberri endurkomu sveitarinnar á Menning- arnótt var gríðarlega vel fagnað af aðdáendum sveitarinnar sem lítið hefur heyrst til frá miðjum síðasta áratugar. „Við erum búnir að vera alltof lengi í fríi,” sagði Axel Hallkell Jóhannes- son eða Seli í spjalli við Blaðið í gær. „Síðasta plata kom út einhvern tíma á síðustu öld. Rokkpúkinn í manni er bara búinn að liggja í dvala en ég hef eiginlega ekkert kom- ið nálægt tónlist allan þennan tíma. Maður er búinn að vera baksviðs alltof lengi,” segir Seli sem hefur unnið við leikhús síðustu árin við leikmyndagerð. Aðrir meðlimir sveitarinnar hafa verið meira áberandi, en hinn lands- þekkti veitingamaður Kormákur Geirharðsson trommar hjá sveitinni. „Kormákur hefur verið mest áber- andi af okkur en hann hefur síðustu ár verið upptekinn við að selja mönn- um bjór og segja fólki hvernig það á að búa.” Seli segir að 15 ný lög sveitarinnar séu tilbúin til upptöku og að plata ætti að vera væntanleg i verslanir á næstu mánuðum, áður en jólaflóðið skellur á. „Platan kemur út áður en jólaflóð- ið hefst. Það er ekkert rokk í því að gefa út plötu fyrir jólin,” segir Seli og hlær. Á tónleikunum í kvöld reiknar Seli með því að tónleikagestir fái smjörþefinn af því sem koma skal hjá sveitinni í bland við gamla slag- ara eins og Breiðholtsbúgí og Kont- inental. Langi Seli og Skuggarnir verða ekki einir á tónleikunum í kvöld. Hljómsveitina Jeff Who? þarf vart að kynna en sveitin hefur aldrei notið jafn mikilla vinsælda og um þessar mundir, en sveitin er nýkom- in heim frá Danmörku þar sem þeir léku á tónleikum í Kaupmannahöfn ásamt islenska einyrkjanum Eberg. í hljómsveitinni Ske hafa tveir nýir meðlimir bæst við, þeir Hösk- uldur Ólafsson, fyrrum liðsmaður Quarashi, og Bretinn Paul Maguire sem áður hefur trommað með sveit- unum Echo and the Bunnyman og The Las. Eins og áður sagði verður Þjóðleik- húskjallarinn opnaður klukkan 23 en Langi Seli og Skuggarnir stíga á svið klukkan 23.30. Að tónleikunum loknum hyggjast meðlimir sveit- anna þriggja svo þeyta skífum fram á rauða nótt. Miðaverð verður þús- und krónur. LSSSkipa * Axel Jóhannesson (Seli) Söngur og gítar ■k Jón Steinþórsson (Skuggi) bassi og kontrabassi * Steingrímur Guðmundsson Gítar * Kormákur Geirharðsson (Kommi) Trommur Helstu slagarar Langa Sela og Skugganna * Breiðholtsbúgí * Kontinental * Einn á ísjaka * Rabbi rotta SMÁAUGLÝSINGAR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.