blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
bla6ið
VEÐRIÐ í DAG
Norðanátt
Norðaustan 5 til 13 metrar á sekúndu.
Þurrt að kalla nema norðan- og austan-
lands þar sem verður dálítil súld eða rign-
ing. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast suövestantil.
ÁMORGUN
Rigning
Norðaustlæg átt og vætusamt
um mest allt land. Hiti 5 til 12
stig, hlýjast sunnantil.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 23 Glasgow 16 New York 16
Amsterdam 19 Hamborg 17 Orlando 22
Barcelona 24 Helsinki 19 Osló 15
Berlín 20 Kaupmannahöfn 18 Palma 25
Chicago 14 London 19 París 19
Dublin 16 Madrid 26 Stokkhólmur 16
Frankfurt 18 Montreal 09 Þórshöfn 11
Vinnumarkaður:
Vilja meiri
frítíma
Meira frí er efst á óskalista
íslenskra stjórnenda. Aðspurðir
um hvort þeir myndu vilja fá
meira frí frá vinnu, góða launa-
hækkun, fleiri ögrandi verkefni,
betri ímynd á vinnustaðnum eða
meiri völd í vinnunni sögðust 42
prósent stjórnenda á íslenskum
vinnumarkaði vilja meira frí sam-
kvæmt könnun VR.
Fleiri karlar en konur sögðust
þyrsta í meira frí. Fjörtíu prósent
aðspurðra sögðust vilja hærri
laun.
Mynd/Frikki
Smeyk við spreyjara Valgerði Jóhanns-
dóttur brá við að sjá aldraðan mann
spreyja stríðsslagorð á stjórnarráðið.
Símamyndir Valgerður tók myndir í
gegnum símann sinn en ef vel er að gáð
má sjá manninn standa við vegginn
Óskýr rithönd Erfitt varað greina hvað maður-
inn skrifaði en skilja mátti: „Bin Laden hér.“
Spreyjaði nafn bin Ladens á forsætisráðuneytið:
Iðnaðarráðherra:
Ómar er ekki
skynsamur
„Alltaf gaman þegar menn tjá
sínar skoðanir og slíkt er nauð-
synlegt. Hins vegar tel ég til-
lögurnar sem lagðar hafa verið
fram óskynsamlegar," segir Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra um
tillögur Ómars Ragnarssonar
um að tryggja álverinu á Reyðar-
firði orku með öðrum leiðum en
Kárahnjúkavirkjun.
Jón segir ekki raunhæft að
hætta við framkvæmdirnar
þegar þær eru komnar svo langt
á veg og bendir á að fjölmargar
aðrar tillögur hafi borist um
aðrar orkuleiðir.
Sjötugur spreyjar
á stjórnarráðið
■ Stjórnarráðsfundur um morguninn ■ Maðurinn í annarlegu ástandi
Moregur:
Strákar
pissi sitjandi
„Hjálp! Við þrífum upp alltof
mikið af þvagi á salernum skól-
ans og við erum orðin þreytt á
því. Ræðið málin
heima og fáið
strákana til að
pissa sitjandi í
skólanum. Þús-
und þakkir,“ segir
í bréfi frá skólastjóra
til foreldra stráka í öðrum bekk
grunnskóla nokkurs í Kristians-
and í Noregi.
Foreldrar barnanna hafa
brugðistt við og segja strákana
ekki vilja pissa sitjandi „eins og
stelpurnar'. „Það er munur á
karlmönnum og kvenmönnum
og mér finnst sjálfsagt að strák-
arnir fái að pissa standandi,“
segir móðir pilts. Anne Lie Gjul
skólastjóri heldur þó fast við sitt.
,Við viljum öll hafa salernin
snyrtileg. Eftir því sem börnin
eru yngri, því líklegra er að
óhapp verði,“ segir skólastjórinn.
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
,Við vorum bara að keyra þegar
við sáum mann spreyja á stjórn-
arráðið,“ segir Valgerður Jóhanns-
dóttir nemi sem rak augun í mann
á mánudagskvöldið sem spreyjaði
slagorð á norðurhlið stjórnarráðs-
ins. Hún segist hafa stoppað bílinn
hjá strætóskýli við Hverfisgötuna
og þaðan tók hún mynd með GSM-
símanum sínum.
Aldraður skemmdarvargur
„Maðurinn virtist vera á milli sex-
tugs og sjötugs,“ segir hún og bætir
við að henni hafi brugðið dálítið við
að sjá þennan eldri mann krota á
stjórnarráðið með svörtum mánln-
ingarbrúsa. Maðurinn virðist ekki
hafa mjög skiljanlega rithönd en
Valgerður segir að erfitt hafi verið
að skilja það sem hann skrifaði. Þó
mátti skilja: „Bin Laden hér,“ en
restin hafi verið illskiljanleg.
„Við urðum hálfhræddar við hann
því hann virtist vera í hálf annar-
legu ástandi," segir Valgerður en
þegar maðurinn lauk við að spreyja
á vegginn gekk hann í áttina að
bílnum þeirra. Þaðan gekk hann
svo á bílastæði fyrir ofan stjórnar-
ráðið og steig upp í bíl. Að sögn Val-
gerðar var einhver annar í bílnum
sem ók honum.
Andóf gegn utanríkisstefnu?
Ekki er vitað hvað þessum roskna
manni gekk til en það hefur all-
nokkrum sinnum gerst að óánægðir
íslendingar hafi krotað slagorð eða
flaggað fánum á stjórnarráðinu.
Það andóf má helst rekja til um-
deilds stuðnings ríkisstjórnar við
stríðið gegn írak. Líklegt er að aldr-
aði veggjakrotarinn hafi verið að
sýna ónáægju sína gagnvart utanrík-
isstefnu íslenskra stjórnvalda.
Lögreglan kom á staðinn stuttu
eftir að maðurinn var farinn á
brott og var strax málað yfir veggja-
krotið, en ríkisstjórnarfundur var
haldinn í gærmorgun. Þá var búið
að mála yfir skrif mannsins og því
engin verksummerki sem blöstu við
ráðherrum.
Maðurinn er ófundinn og leitar
lögreglan hans enn. Hann var í
bláum vinnugalla með rauða húfu á
höfði og biður lögreglan hvern þann
sem getur gefið frekari upplýsingar
að hafa samband við sig.
Göran Perrsson:
Stjórnin veröi
skammlíf
Göran Persson, fráfarandi
forsætisráðherra Svíþjóðar, spáir
að ríkisstjórn borgaralegu flokk-
anna muni
ekki halda út
kjörtímabilið.
„Með tilliti til
þess hvað þeir
virðast vera
óundirbúnir
þá ætti ný
forysta Jafnað-
armannaflokks-
ins að vera tilbúin að mynda rik-
isstjórn fyrir þingkosningarnar
árið 2010,“ sagði Persson eftir
þingflokksfund jafnaðarmanna.
Persson sagði fjögur ár langan
tíma í stjórnmálum. „Þeir eru
með nauman meirihluta í þing-
inu og stjórnin samanstendur
af fjórum flokkum. Auk þess
töpuðu tveir flokkanna miklu
fylgi í kosningunum. Þeir virð-
ast afskaplega reynslulitlir og
ringlaðir,.“
IATA
UFTAA
Authorised Training Centre
Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði
„Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða-
markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA
er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan
ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“
Sigurlaug Valdls Jóbannsdittir,
Allrohanda.
Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veit-
ir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku.
Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa
og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu.
www.menntun.is
Ferðamálaskóli íslands
Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8-22
íbúöalánamarkaður:
íbúðalánasjóður verður
heildsölubanki
Gjörbreytt fyrirkomulag íbúðalánasjóður
sem lánar almenningi beint mun heyra sög-
unni til. í hans stað kemur íbúðalánabanki
Æskilegt er að breyta íbúðalána-
sjóði í heildsölubanka sem sinnir
fjármögnun íbúðalána í gegnum
banka og sparisjóði. Þetta kemur
fram í tillögum stýrihóps sem félags-
málaráðherra skipaði til að fjalla
um hlutverk og aðkomu stjórnvalda
að íbúðalánamarkaði.
Samkvæmt tilllögunum á íbúða-
lánabankinn að hafa það hlutverk
að veita landsmönnum bestu mögu-
leg kjör við fjármögnun á húsnæði
óháð efnahag og búsetu. Bankinn
mun þó ekki veita lánin sjálfur
heldur í gegnum aðrar útlánastofn-
anir á borð við banka og sparisjóði.
Þá kemur fram að lántakar eigi
HHS
& K
sem lánar bönkum sem lána almenningi.
að njóta áfram sömu réttinda til tryggi að stjórnvöld geti áfram fram-
greiðsluvandaúrræða og íbúðalána- fylgt pólitískum markmiðum í hús-
sjóður býður upp á og að bankinn næðismálum á hverjum tíma.