blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 bladiö INNLENT FELAG ISLENSKRA ORGANLEIKARA Mótmæla uppsögn Félag íslenskra organleikara mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Skálholts um að segja Hilmari Erni Agnarssyni upp störfum sem organista Skál- holtskirkju. Félagið segir uppsögnina ekki gilda þar sem ranglega sé að henni staðið. Atli í Suðurkjördæmi Atli Gíslason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista Vinstri-grænna í Suður- kjördæmi. Kjördæmisráð Vinstri-grænna hafði áður hvatt hann til framboðs. Atli er í dag varaþing- maður í Reykjavík. VIÐSKIPTALIF Laun lítt tengd árangri Islensk fyrirtæki gera lítið af því að binda laun árangri. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Háskólans í Reykjavík sem verður kynnt í dag. Rannsóknin leiddi í Ijós að meiri- hluti fyrirtækja leggur ekki mat á frammistöðu starfsfólks og stjórnenda með formlegum hætti. Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond VSTRÖND Lögregla: Fékk leyfi hjá mömmu 14 ára piltur var tekinn á mótókrosshjóli í Reykjavik á ^mánudag. Pilturinn l reyndi að aka á brott en náðist. , Hann ók á miklum > hraða í gegnum barnahverfi. Pilturinn sagðist hafa fengið leyfi frá móður sinni til að keyra hjólið en slíkt leyfi geta foreldrar ekki gefið. ÖMicmoII I--? MlCfOSOÍt Outlook Lnr* PowerPoint Miaosoft Word Microsoft Excel . Microsoft Access \ Microsoft S____| FrontPage AdobcfPhotoshop Lotus. HOtBS WWW.TOLVUMAM.IS* SÍMI: SS2-2011 • TOLVUNAM TOIVUNAM.IS Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2006 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2006 er til 12. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á íslandi Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. Netfang: baekur@simnet.is --------------444------------- Frestur til að lecjgja fram bækur vegna Islensku bókmenntaverðlaunanna 2006 er til 13. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Veik samningastaða Islendinga Forsætisráðherra viðurkennir að samninganefnd islenskra stjórnvalda hafi verið i veikri samningastöðu og þvíhafi Bandarikja menn náð að setja fram einhliða verðmat við brottför varnarliðsins. Hann bendir á að Bandaríkjaher muni með ýmsum hætti gera varnir iandsins sýnilegar. Mynd/Kriítiim Samkomulag um varnir og viðskilnaðinn við Bandaríkjaher: Stillt upp við vegg ■ Slæm samningastaða íslendinga ■ Bandaríkjaher réð verðmati ■ Bandaríkjaher sinnir vörnum áfram Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Jslenska samninganefndin var ekki í góðri samningastöðu þar sem her- inn var á leið úr landi og við höfðum fátt að bjóða. Að því gefnu teljum við niðurstöður viðræðnanna mjög viðunandi,” segir Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sami aðili og tilkynnti símleiðis 15. mars síðastliðinn um endanlega brottför varnarliðsins hringdi í gær og staðfesti samkomulag um áfram- haldandivarnarsamstarfíslendinga og Bandaríkjamanna. Um klukkan ellefu í gærmorgun hringdi Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Geir og tilkynnti að samkomulag hafi náðst. Stefnt er á að utanríkisráðherrar landanna skrifi undir samkomulagið í Wash- ington eftir tvær vikur. Einhliða verðmat Viðskilnaðnum eru gerð skil í sér- stökum skilasamningi þar sem þess er getið í megindráttum hvernig honum verður háttað. Helstu nið- urstöður hans eru að íslendingar fá afhent, án endurgjalds, öll mann- virki og búnað varnarliðsins á Suð- urnesjum í skiptum fyrir að bera kostnað af niðurrifi og hreinsun mengaðs jarðvegs. Athygli vekur að allt verðmat í viðræðunum byggist BANDARÍKJAMENN VERÐA ÁFRAM MEÐ: ■ Varnarsvæöi með hátíðnifjarskipta- búnaði fyrir kafbáta og orrustuþotur ■ Árlegar heræfingar hér á landi ■ Aðgang að íslenskum landsvæðum ■ Aðstöðu til herflugvallar á formúlum Bandaríkjahers og því um einhliða útreikninga að ræða. Jón Sigurðsson, starfandi utanrík- isráðherra, leggur á það áherslu að kostnaðurinn við hreinsun mengaðra landsvæða væri þekkt í meginatriðum. „Við vitum í megindráttum hvaða svæði þarf að hreinsa og hver kostn- aðurinn í því er. Forgangsatriði er að stofna hið nýja þróunarfélag um uppbyggingu svæðisins og fara í hreinsun stærstu svæðanna,” segir Jón. Dýr búnaður í skiptum Til að standa straum að kostnaði við hreinsum landsvæðanna fáum við dýrmætan búnað frá varnarlið- inu til áframhaldandi flugrekstrar á svæðinu. Samið hefur verið til fimm ára um leigu á þessum búnaði og greidd málamyndaleiga upp á 1,5 milljón króna á mánuði. Heildar- verðmæti búnaðarins, metið útfrá formúlu Bandaríkjahers, er 3,5 millj- arður og því ljóst að um mikinn happafeng er hér að ræða. Bandaríkjamenn munu sýna sig Albert Jónsson, formaður ís- lensku sendinefndarinnar, segir að aldrei hafi staðið til að breyta orði í upprunalegum varnarsamn- ingi landanna frá 1951 enda engin þörf á. „Við brey ttum ekki staf í uppruna- lega varnarsamningnum og það stóð aldrei til. Gildandi samningur var ekki háður fastri viðveru banda- ríkjahers hér á landi,” segir Albert. Geirítrekar að þrátt fyrir að Banda- ríkjaher verði hér ekki með fasta við- veru þá verði varnir landsins sýni- legar. Hann segir samskiptaleiðir á hættutímum og varnaráætlun ekki verða kynntar fyrir almenningi. „Bandaríkjaher verður hér með reglulegar heræfingar sem leiða til þess að loftvarnir landsins verða sýnilegri. Einnig munu þeir sýna sig hér með öðrum hætti, til dæmis með herskipum,” segir Geir. Jón tekur undir að ekki sé ástæða til annars en að gera megi ráð fyrir virkum vörnum landsins af hálfu Bandaríkjamanna. „Hér verður ekki tómarúm í örygg- ismálum landsins þó svo að varn- irnar séu ekki staðbundnar á Kefla- víkurflugvelli. Áfram verða virkar varnir tryggðar,” segir Jón. Össur ósáttur við pukur ráðamanna: Omögulegt ao meta varnirnar „Það er með öllu óboðlegt í lýð- ræðisþjóðfélagi að fulltrúar í utan- ríkismálanefnd, sem hefur hefur lögbundna trúnaðarskyldu og rík- isstjórnin hefur lögum samkvæmt skyldu til að hafa samráð við, fái ekki nasasjón af varnaráætlunum landsins," segir Össur Skarphéðins- son, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd. Össur er afar óánægður með þá leynd sem ríkir um varnir lands- ins. „Á meðan sú staða er uppi er með engu móti hægt að meta aóskaði eftir upplýsingum um varnaráætlun en varneitað Össur Skarphéðinsson fulltrúi Samfylkingarinnar (utanrikismálanefnd. það hvort hér séu einhverjar eigin- legar varnir eða ekki. Við verðum einungis að treysta orðum forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra. Varnir íslendinga virðast helst fel- ast í því að Bandaríkjamenn lýsa því yfir að þeir séu vinir okkar áfram.“ Össur segir undarlegt að það sé lagt í vald tveggja ráðherra, sem hafi verið harðlega gagnrýndir fyrir samningatækni, að meta hvort varnaráætlunin sé trygg. ,Það er athyglisvert að þessi samn- ingur gerir ekki ráð fyrir neinum sérstökum öryggisviðbúnaði ef það allra versta gerist, til dæmis ef hryðjuverkamenn gripu til svip- aðra bragða og þegar ráðist var á tvíburaturnana í New York 2001.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.