blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
blaðið
Niðurstöður doktorsrannsóknar Linn
Anne Bjelland Brunborg við Háskólann í
Bergen sýndu að Selolía linar liðbólgur
og liðverki hjá þeim sjúklingum sem
haldnir eru IBD (þarmasjúkdómar sem
valda bólgum), og hefur áhrif á bata
á þarmabólgu. Niðurstöður rannsóknar
hafa sýnt, að omega-3 fitusýrur í
selolíu geta haft fyrirbyggjandi áhrif á
sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúk-
dóma.
Prófessor Arnold Berstad í Bergen
hefur framkvæmt margar rannsóknir á
sjúklingum með liðvandamál sem
orsakast af bólgum í þörmum. Hann
lýsir rannsóknarniðurstöðum þannig:
„Otían hefur ekki einungis áhrif á
verki hjá sjúklingum á árangursríkan
fljótt í Ijós. Við höfum séð sjúktinga
ná góðum bata eftir einungis viku
meðhöndlun"
/ \
Gott fyrir:
. Liðina
. Maga- og þarma-
starfsemi
. Hjarta og æðar
. Ónæmiskerfið
Polarolían fæst í apótekum og heilsuhúsum.
k J
Adobc’Photoshop Lotus. not&S
WWW.TOLVUNAM.fS • StMt: 5S2<2011 • T0tVUNAM<>T0LVUNAM.IS
FJÓRIR DISKAR - FJÖÚUR CLÖS
1
■ HEITREYKTUR LAX MEÐ HUMAR KARTÖFLUMÚS
» SALTFISK .BRANDADE" MEÐ HVÍTVlNS SMJÖRSÓSU
» ORILLAÐAR nautalundir .surf and turf' með humar-
HÖLUM, .WOK' GRÆNMETI OC PORTVÍNSSÓSU
■ Klassískt .Tiramisu"
■ Matseðillkr. 6.900,-
SÉRVALIN vín MEÐ /AATSEÐLI KR. 3.300,-
HÆSTIRÉTTUR
Áfram í gæsluvarðhaldi
INNLENT
Piltur sem er grunaður um að hafa reynt að smygla tæplega
tveimur kílóum af kókaíni til landsins hefur verið úrskurðaður
I áframhaldandi gæsluvarðhald af Hæstarétti íslands. Hann
reyndi ásamt átján ára stúlku að smygla fíkniefnunum inn I
landið I byrjun ágúst. Málið er enn í rannsókn.
Hlutafélag um framtíðarþróun og umbreytingu varnarsvæðisins:
íslendingar kosta
hreinsun og niðurrif
■ Fimm milljaðar í niðurrif og hreinsun ■ Öryggismálastofnun sett á laggirna
VARNARSVAEÐI NATO
* ÖVIÐKOMANDI
BANNAÐUR AÐGANGUR
NAJO BASE
rIstricted ACCESS
Eftir Atla ísleifsson
atlli@bladid.net
íslendingar taka yfir allt land og
mannvirki þess á varnarsvæðinu
sem Bandaríkjaher yfirgefur, sam-
kvæmt samkomulagi íslenskra og
bandarískra stjórnvalda sem kynnt
var í gær. Fjarskiptastöð í Grindavík
verður þó áfram í höndum Banda-
ríkjamanna. Á móti þurfa íslend-
ingar að taka á sig kostnað við upp-
hreinsun og niðurrif.
Hlutafélag í eigu ríkisins um fram-
tíðarþróun og umbreytingu fyrrver-
andi varnarsvæðis á Keflavíkurflug-
velli verður stofnað á næstunni til
að koma svæðinu og mannvirkjum
þess með skipulegum hætti í arð-
bær borgaraleg not án þess að valda
röskun í samfélaginu. Samkvæmt
ákvörðun ríkisstjórnarinnar mun
félagið bera ábyrgð á og annast
rekstur og umsýslu ákveðinna
eigna á svæðinu, útleigu,
sölu, hreinsun og eftir
atvikum niðurrif mann-
virkja, þar til verkefn-
inu er lokið.
Geir Haarde for-
sætisráðherra sagði
á blaðamanna-
AAmm
fundi í gær að um-
fang mengunar
á svæðinu sé að
mestu þekkt og
heilsu manna
stafi ekki hætta
af grunnvatns-
mengun sem þar
sé að finna. Ef al- \
varleg og ófyrirséð
mengun komi upp \
á næstu fjórum árum
hafa bandarísk og ís-
lensk stjórnvöld samráð
og skoða til hvaða aðgerða
þurfi að grípa. Kostnaður við
hreinsun svæðisins er talinn nema
um tveimur milljörðum króna, en er
um þrír milljarðar við niðurrif mann-
virkja. Á svæðinu eru 900 íbúðir,
1.200 einstaklingsherbergi og um
tvö hundruð mannvirki. Islendingar
gætu þurft að rífa allt að helming
• • •
Ostadagar eftir 3 daga
í Vetrargarðinum í Smáralind
allra mannvirkja á svæðinu, þó að það
ráðist að miklu leyti af áhuga manna
á nýtingu þeirra. Islensk stjórnvöld
munu endurskoða lög um almanna-
Herstöðin á Miðnesheiði Islendingar
gætu þurft að rífa allt að helming
allra mannvirkja á svæðinu
varnir til að efla almennt
öryggi. Sérstakri mið-
stöð verður komið á
fót þar sem tengdir
verða saman
allir aðilar sem
koma að örygg-
ismálum innan-
lands. Til að
tryggjasamhæf-
ingu miðstöðv-
arinnar munu
ráðherrar sex
ráðuneyta sitja
í yfirstjórn
hennar, en dag-
leg stjórn verður
á vegum dómsmála-
ráðherra sem mun
leggja fram frumvarp
til nýrra almannavarna-
laga á næstunni.
Ríkisstjórnin mún vinna
að því að setja á laggirnar sam-
starfsvettvang fulltrúa stjórnmála-
flokkanna, eins konar öryggismála-
stofnun, þar sem fjallar verður um
öryggi íslands á breiðum grundvelli,
meðal annars í samstarfi við sam-
bærilega aðila í nálægum löndum.
m
Steingrímur J. Sigfússon:
Engin ábyrgð tekin á mengun
„Ég fagna þeim tímamótum að
erlendur her sé að hverfa úr landi,“
segir Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri-grænna. „Þau
sögulegu tímamót verða nú á laug-
ardaginn að síðustu erlendu her-
mennirnir fara frá herstöðinni i
Keflavík. Nú skapast tækifæri til
að sætta þjóðina á nýjan leik um
áherslur í utanríkis- og varnar-
málum eftir harðvitugar deilur sem
dvöl erlends hers hefur valdið um
hálfrar aldar skeið.”
„Varðandi samkomulagið sem hér
á í hlut má gagnrýna hversu illa ís-
lensk stjórnvöld hafa notað tímann
til að undirbúa þessar löngu fyrir-
sjánlegu breytingar varðandi yfir-
Úsáttur við
heimild Banda-
ríkjahers tll að
koma hingað til
æfínga
Steíngrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri-grænna
töku á rekstri Keflavíkurflugvallar
og rannsókn á þeirri mengun sem
hersetan skilur eftir sig,” segir Stein-
grímur. „Það góða við niðurstöð-
urnar er að það fæst botn í málin
hvað varðar yfirtöku á svæðum og
mannvirkjum. Langalvarlegasti
ágalli samkomulagsins, og það
sem ég get verst sætt mig við, er sá
að Bandaríkjamenn fara héðan án
þess að frá því sé gengið fyrirfram
að þeir beri fulla og óskipta ábyrgð
á þeirri mengun sem þeir skilja eftir
sig og þeim kostnaði sem verður
samfara því að hreinsa til.“
Steingrímur telur enga þörf á
áframhaldandi varnarsamstarfi
ríkjanna. „Ég er andvígur því sem
hið pólitíska samkomulag felur í
sér og varðar heimildir Bandaríkja-
manna til að koma hingað til heræf-
inga og til fleiri umsvifa á fslandi.
Ég heíði talið eðlilegt að leita sam-
komulags um að fella varnarsamn-
inginn úr gildi og í framhaldi hefði
f sland tekið sér óháða stöðu og gætt
réttinda sinna og öryggis á þeim
grunni í framtíðinni."