blaðið


blaðið - 27.09.2006, Qupperneq 20

blaðið - 27.09.2006, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 blaöiö blaðiðt iigiSBM i, , i Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Betur má ef duga skal Það er frumskylda ríkisvaldsins að verja borgara sína og lendur gegn ásælni og ofbeldi annarra. Það á við nú líkt og fyrr. Og það á við hér á landi sem annars staðar. Við það er rétt að staldra við þau kaflaskil sem nú eru að verða í vörnum landsins, þegar samningar hafa tekist milli Is- lands og Bandaríkjanna um nýjar áherslur í varnarsamstarfi ríkjanna. Þeir samningar snúa fyrst og fremst að því hvernig Bandaríkjamenn hyggjast tryggja varnir landsins, hvernig þeir munu skilja við þá aðstöðu, sem þeir hafa haft hér á landi, og afhendingu bandarísks búnaðar til ís- lenskra stjórnvalda. Geir H. Haarde forsætisráðherra greindi frá því í gær að samkvæmt sam- komulaginu væri tvíhliða varnarsamningur ríkjanna óbreyttur, en að Bandaríkin myndu verja ísland - ef sá óhugsandi skelfingardagur rennur upp - með hreyfanlegum herstyrk samkvæmt sérstakri áætlun, sem eðli málsins samkvæmt er leynileg. Allur hernaðarmáttur Bandaríkjanna, mesta herveldis mannkynssögunnar, stæði þar að baki. Með þessum hætti ítrekar Bandaríkjastjórn að hún ábyrgist sjálfstæði og frelsi Islendinga, með hervaldi ef þörf krefur. Sú ábyrgð er mikils virði. En er hún næg? Veður í alþjóðamálum eru válynd og eins og dæmin sanna geta þrumur komið úr heiðskíru lofti. íslendingar geta vissulega reitt sig á að vinaþjóðin í vestri muni koma þeim til aðstoðar, en áhættan við þetta nýja fyrirkomulag felst í að sú að- stoð mun ólíklega berast fyrr en skaðinn er skeður. í eðli máls felst að sá skaði er yfirleitt óbætanlegur. Því verður ekki annað séð en að ríkisins bíði enn næg verkefni á þessu sviði. Þar þarf ríkisstjórnin að taka af skarið með afgerandi hætti. Hún er þó engan veginn á byrjunarreit. Staðan gagnvart varnarsamstarfinu við Bandaríkin er skýrari, þó menn hefðu sjálfsagt kosið aðra niðurstöðu. Eins hefur dómsmálaráðuneytið í auknum mæli tekist á hendur ný og vandasöm verkefni, sem lúta að öryggi landsins, bæði innra öryggi og ytra. Þar hefur ríkisstjórnin vafalaust notið yfirburðaþekkingar Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra á þessum málaflokkum. Á blaðamannafundi forsætisráðherra og Jóns Sigurðssonar utanríkis- ráðherra í gær kom fram að til greina kæmi að endurreisa Öryggismála- skrifstofu eða ámóta stofnun til þess að auka innlenda þekkingu á þessum málaflokki og eiga þar samráðsvettvang. Þá sagði forsætisráðherra að á næstunni yrði unnið að því að skerpa á hlutverkaskiptingu í stjórnsýsl- unni hvað þessi mál áhrærir. Á því er sjálfsagt engin vanþörf. Heillaráð væri að fá Björn til þess að leiða það starf og leiða til lykta með afgerandi hætti. ísland er ekki jafnafskekkt sem fyrr og tíminn er af skornum skammti. Andrés Magnússon Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavik Aftalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, augiysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 20 ^Íi-gGvjP^ Kislw. -T il Í\v M, hfj Ap TofckA UPP LnAltnsóhjA&ÁRtfé-KFm/t/. \r& -Til AT) MflTUIJ T íllLil ít ITjrtJ rP fi'ihiuiA Cjfa’AcCfO, 0G QuACAMoi'E vfwi ?ANMA-Pb1í TTlT'S 3É HAMM YFiR.L'EiTT ^ÖT-rsCíTrr n lV/17 Nýtum og njótum Það eru vaxtarverkir í umhverf- isverndarumræðunni. Vinstri flokkarnir eru eins og óþæg börn sem halda að þau geti hrifsað til sin það sem þeim hentar. Ef ekki er tekið á þeim af festu er hætt við að þeir gangi á lagið. Hér áður fyrr reyndu vinstri flokkarnir að slá eign sinni á velferðarmál með því að kenna flokka sína við alþýðuna og svo síðar að einoka jafnréttismál með því að stofna sérstakt kvenna- framboð, rétt eins og jafnréttismál kæmu körlum ekki við. Ekkert af þessu stóðst tímans tönn. Nú reyna þeir við umhverfismálin. Sjálfsprottnar lausnir Á meðan vinstri flokkarnir vilja sýnileg kerfi stofnana, eftir- lits, reglugerða og annarra ríkisaf- skipta eru sjálfstæðismenn eðlilega hikandi við að þenja ríkisbáknið út á þessu sviði. Þetta hafa ýmsir reynt að túlka sem svo að við sjálf- stæðismenn höfum ekki áhuga á umhvetfismálum. Því fer auðvitað fjarri. Sjálfstæðisstefnan gerir hins vegar ráð fyrir miklu meira svig- rúmi til sjálfsprottinna lausna en stefnur annarra íslenskra stjórn- málaflokka. Það á eðlilega við um umhverfismál eins og önnur mál. Þessi stefna einstaklingsframtaks- ins hefur reynst svo vel á öðrum sviðum að það væri undarlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi henni ekki fram í umhverfismálum. Sjálfstæðismenn vilja með öðrum orðum virkja aflið í einstakling- unum og frjálsum félögum þeirra, bæði fyrirtækjum og áhugamanna- félögum, til að bæta umhverfið. Það er mikilvægt að ríkið grípi ekki fram fyrir hendurnar á þessum að- ilum og það er í raun hlutverk Sjálf- stæðisfíokksins að koma í veg fyrir að það gerist. Siljum ekki umhverfíð frá manninum Það eru flestir sammála um að það sé æskilegt að bæta umhverfið en gleymum ekki að það þarf líka Viðhorí Sigríöur Ásthildur Andersen að bæta heiminn. Stundum er óhjákvæmilegt og eðlilegt að nýta náttúruauðlindir til að bæta lífs- skilyrði mannsins. Lágmarkskrafa til slíkrar nýtingar er að hún standi undir sér án ríkisstyrkja og nátt- úran sé verðlögð með eðlilegum hætti en ekki með því að ríkið kasti eign sinni á landið og gæði þess. Skýr og vel skilgreindur eignar- og nýtingarréttur á náttúruauð- lindum eykur líkur á því að menn hugsi til framtíðar þegar ákvarð- anir eru teknar um nýtingu. Verstu dæmin um sóun náttúruauðlinda hafa átt sér stað þar sem enginn eða mjög óskýr eignar- eða nýtingar- réttur er til staðar og enginn hefur þar af leiðandi beina hagsmuni af því að vernda gæðin til framtíðar. Fiskveiðistjórnun með skýrum nýt- ingarrétti hefur til að mynda vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarna áratugi eftir að fiskistofnar viða um heim voru ofnýttir vegna op- ins aðgangs. Fyrir aldarfjórðungi var fiskveiðistjórnunarkerfi eins og hið íslenska nær óþekkt en nær nú til ío til 15 prósenta fiskveiða heimsins. Hagsæld er umhverfinu hagstæð Með bættum lífsskilyrðum og aukinni hagsæld eykst áhugi manna á umhverfisvernd. Það er engin tilviljun að áhugi og umræða um umhverfismál nær hámarki nú um stundir. Gróska í atvinnulífinu er afar mikilvæg fyrir framgang umhverfisverndar. Bættur hagur eykur til að mynda þann tíma og ráð sem menn hafa til ferðalaga og útivistar, hvort sem það er veiði, skógrækt, gönguferðir, fjallaklifur eða fuglaskoðun. Flestir vilja njóta slíkra frístunda í óspilltu umhverfi og við þurfum á einstaklingsfram- takinu að halda til að anna þeirri eftirspurn. Höfundur er lögfræðingur og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skorið OssurSkarphéðinsson hrósarBjarna Benediktssyni fyrir að hafa stillt sig um að leggja í slag við Þorgerði K. Gunnarsdóttur um efsta sætið í Kraganum. Hann kveður stóraslag Bjarna munu verða um annað og á augljóslega við formannssæti í fram- tíðinni. Þingflokksfor- maðurinn telur þó vafa leika á um að það verði Þorgerður sem keppi við Bjarna um formennsku. Hún minni „óþægi- lega á Ariane-eldflaugarnar sem skinu skært eftir að þeim var skotið á loft en klikkuðu alltaf á því að komast upp úr gufuhvolfinu og baða sig meðal stjarnanna." Össur telur Guðlaug Þór Þórðarson líklegri andstæðing Bjarna, en segir hann hafa gert vitleysu með því að bjóða sig fram gegn Birni Bjarnasyni. Ofurbloggarinn klykkir út með því að vona að Engeyingar fyrirgefi Guðlaugi árásina á Björn: .Annars lendirGuðlaugur Þór í Ariane-heilkenn- inu. Fljótur upp - fljótur niður." Merkilegt er að heyra að Stein- grímur Hermannsson, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, kveðst ekki reka minni til þess að hafa vitað af örygg- isdeildinni sem dr. Þór Whitehead greindi frá í tímaritinu Þjóðmálum á dögunum. Nú var Stein- grímur raunar stundum kallaður Steingleyminn þegar hann var upp á sitt besta, þannig að hver veit? En hitt var hann viss um, að dr. Ól- afi Jóhannessyni, fyrirrennara sínum, hafi verið kunnugt um hana, enda fáir haft betri yf- irsýn yf ir þennan veigamikla málaflokk. Skyldi honum hafa borist njósn af því? ekkt er úr skáldskap hvernig tiltekin form og hættir ryðja sér til rúms og svo yrkja skáldin og skrifa innan þeirra tak- markana. Á síðum blaðanna virðist sem fram sé komin ný tegund greina, en þær eiga það sammerkt að birtast undir fyrirsögninni „Kæri Jón" og vera einhvers- konar ákall um náð og miskunn þessa Jónsins eða hins. Vinsælastur til áheita er vitaskuld Jón Ásgeir Jóhannesson, sem menn vilja að leyfi hinni eða þessari sjón- varpsstöðinni að lifa eða komi því í kring að ís- lenskt sjónvarpsefni verði textað. Þess verður vart langt að bíða að Grímseyingar sendi Jóni Ásgeiri bænaskjal um að opna lúgusjoppu vlð heimskautsbaug. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.