blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 blaöið KoUa kolbrun@bladid.net Skynsamur maöur lagar sig eftir heimin- jjp um, óskynsamur reynir að laga heiminn wL Afmælisbarn dagsins eftir sjálfum sér. Þess vegna byggja allar f SAMUEL ADAMS bandarísk frelsishetja, framfarir á hinum óskynsama manni. \ w 1 George Bernard Shaw v _____________ámí‘‘ íái^'___________________________ Skapandi rými Fimmtudaginn 28. september klukkan 15:00 verðuropnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýning Kjartans Þorbjörnssonar, eða Golla eins og hann er oftast nefndur, á Ijósmyndum sem hann hefur tekið af vistarverum fanga á betrunarstofnunum og einnig af vistarverum ungs fólk á heimavistarskólum. Sýninguna nefnir hann „Skapandi rými“ og veltir fyrir sér hversu ólíkar vistarverur þetta eru þrátt fyrir að útlit þeirra sé við fyrstu sýn keimlíkt. Sýning Golla í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er opin mánudaga - föstudaga klukkan 10 - 19 og klukkan 13 - 17 um helgar. Sýningin stendur til 22. nóvember2006. Krosstré í fjórum álfum Lugáfurétturinn á Krosstré hefur verið seldur til Frakklands, eftir æsispennandi kapphlaup þarlendra útgefanda. Það er for- lagið Gaia sem hreppir hnossið og mun sakamálasagan vinsæla eftir Jón Hall Stefánsson koma út á frönsku á vormánuðum. Gaia er eitt virtasta forlag Frakka og hefur lagt sérstakan metnað í glæpasagnalínu sína. Verður Jón Hallur í félagsskap með Henning Mankell, Leif Davidsen, Jo Nesbo og Leena Lehtolainen. Rétturinn hefur nú þegar verið seldur tii virtustu forlaga Danmerkur, Noregs og Hollands, og þýski útgáfurisinn Ullstein keypti ekki einungis rétt- inn að Krosstré, heldur einnig að nýrri sakamálasögu sem Jón Hallur hefur í smíðum. Tónleikakynn- ing Vinafélags Sinfóníunnar Tónleikakynning Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar íslands verður haldin í Ársal Hótels Sögu fimmtudaginn 28. maí klukkan 18.00. Arni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur fjallar um verk Kryztof Pen- derecki, eins áhrifamesta og þekktasta tónskálds okkar tíma. Penderecki mun sjálfur stjórna tveimur verka sinna, píanókons- ert og Ciaconna fyrir strengi auk sinfónu Beethovens númer 4 á tónleikum S( sama kvöld. Kynningin er öllum opin. Að- gangseyrir er 1200 krónur og er súpa, brauð og kaffi innifalið. g hef verið að taka mynd- ir í um tuttugu ár. Þetta hefur verið eins konar árátta. Ég hef ekki get- að farið út eða gert neitt án þess að hafa myndavélina með. Þegar ég gleymi myndavélinni sé ég alltaf eitthvað sem ég hefði þurft að taka mynd af. Þetta er eins og að vera fatlaður og gleyma göngustafn- um sínumsegir Ari Sigvaldason fréttamaður sem heldur ljósmynda- sýningu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Eins og að vera á veiðum Þetta er önnur ljósmyndasýning Ara en fyrir tveimur árum hélt hann ljósmyndasýningu á sama stað og sýndi þá myndir héðan og þaðan úr heiminum. „Þeim myndum hafði ég safnað í fimmtán ár en loks talaði ég mig upp í það að halda sýningu. Hún gekk vel og það var allt svo skemmti- legt í kringum hana að ég ákvað að halda aðra sýningu," segir Ari. „Þessi nýja sýning samanstendur af mannlífsmyndum úr Reykjavík, teknum úr launsátri því ég læt fólk ekki vita af mér. Þetta er eins og að vera á veiðum, maður styggir ekki fiskana í hylnum. Ég læðist að með litlum vélum eða aðdráttarlinsu. Ég er samt enginn paparazzi.“ Hverju ertu að leita að? „Ég er í sjálfu sér ekki að leita að neinu. Þetta er einhvers konar frásagnarmáti, með hverri mynd er ég að segja litla sögu. Flestar myndirnar eru spaugilegar en sumar ljúfsárar. Einhver sagði mér að í þeim væri þjóðfélagsleg undir- alda. Mér finnst sjálfum að þetta séu myndir af venjulegu fólki. Það er hins vegar erfitt að taka mann- lífsmyndir á íslandi. Fólk virðist vera nokkuð vart um sig og svo er veðrið oft þannig að fólk strunsar áfram og gónir niður á gangstétt." Litir þvælast fyrir Myndirnar eru í svarthvítu, af hverju? „Mér finnst þær svo miklu skemmtilegri en litirnir sem þvæl- ast oft fyrir. Sumar myndirnar eru gamlar, frá 1990 eða þar um bil, en flestar eru frá árunum 2004-2006. Og þegar þær eru allar í svarthvítu þá virðist ekki vera mikill munur á Reykjavík árið 1990 og 2006. Á fyrri sýningunni minni voru myndir frá Austur-Evrópu og hlutar af Reykja- vík líkjast nokkuð borgum í austr- inu, maður þarf ekki annað en að skoða Hverfisgötuna til að sjá það. En allt hefur þó sinn sjarma engu að síður.“ Gerirðu ekki ráð fyrir að halda fleiri sýningar íframtíðinni? „Ég geri ráð fyrir að halda þessu áfram meðan fólk vill skoða mynd- irnar mínar og einhver vill sýna þær. Það er sjaldgæft að taka góða mynd, gerist kannski bara einu sinni í mánuði. Mér finnst ég allaf finna þegar ég hef tekið góða mynd. Þá verð ég glaður og deginum er bjargað. Á opnuninni var greinilegt að fólk hafði gaman af myndunum, það var víða hlegið og þá fannst mér tilgangnum náð því ég tek mig ekki mjög hátíðlega. Þetta eiga að vera fyndnar myndir og skemmtilegar.“ Ein af myndum Ara á sýningunni. „Með hverri mynd er ég að segja litla sögu.“ menningarmolinn Kvenskörungur deyr Á þessum degi árið 1960 lést breska baráttukonan Sylvia Pank- hurst. Hún var dóttir kvenréttinda- konunnar Emmeline Pankhurst. Sylvia átti þátt í því að stofna kvennapólitísk samtök ásamt móð- ur sinni og eldri systur, Christabel. Sylvia var loks rekin úr samtök- unum vegna mjög svo vinstrisinn- aðra stjórnmálaskoðana. Á árum fyrra stríðs var hún einlægur frið- arsinni og árið 1920 varð hún einn af stofnendum breska kommúnista- flokksins, en var á endanum rekin úr honum. Sylvia var ötul baráttukona fyrir mannréttindum og á fjórða áratugnum varaði hún hvað eftir annað við ógnum fasismans, með- al annars var hún óþreytandi við að vekja athygli umheimsins í inn- rás ítalskra fasista í Eþíópíu. Árið 1956 bauð keisari Eþíópíu, Haile Selassie, henni að setjast að í land inu og hún tók boðinu. Þegar hún lést var úför hennar gerð á kostnað ríkisins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.