blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
UTAN ÚR HEIMI
SADI-ARABIA
Funduðu ekki með Olmert
Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað fréttum ísraelskra
fjölmiðla um að fulltrúi þeirra hafi fundað með forsæt-
isráðherra (sraels. Ekkert stjórnmálasamband er milli
rlkjanna og er haft eftir sádiarabískum embættismanni
að fréttin sé uppspuni.
Atján féllu
Að minnsta kosti átján féllu þegar sjálfsmorðs-
sprengjumaður gerði árás á höfuðstöðvar héraðs-
stjóra Helmand í suðurhluta Afganistans í gær.
Níu afganskir hermenn létust í sprengingunni og
níu óbreyttir borgarar.
Réttarhöldum yfir Hussein frestað
Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrum forseta íraks,
og sex öðrum sakborningum hefur verið frestað fram til
níunda október. Réttarhöldin hafa verið skrautleg undanfarna
daga og hefur dómarinn þurft að vísa bæði verjendum og sak-
borningum úr réttarsal vegna ósæmilegrar hegðunar.
FL Group:
Rætt um sölu
lcelandair
Viðræður hafa átt sér stað
um að FL Group selji Icelandair.
Engar niðurstöður liggja þó fyrir
varðandi mögulega sölu sam-
kvæmt yfirlýsingu sem félagið
sendi Kauphöllinni í gær.
Töluverður áhugi hefur verið
á kaupum á Icelandair síðan
FL Group tilkynnti skráningu
félagsins í Kauphöllinni. Hafa
viðræður nú þegar átt sér stað
við fjárfesta en ekkert liggur
fyrir enn sem komið er.
í yfirlýsingu FL Group ítrekar
félagið þó, að það hafi áhuga á
að selja Icelandair að hluta eða
í heild.
Hreinsar út aukaefni
og þungamálma
Fæet i heiloubúðum og Lyfjaval
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Við erum að vinna í tillögum að
lækkun matarskatta á grundvelli
skýrslu frá matvælaverðsnefndinni,”
segir Árni M. Mathiesen fjármála-
ráðherra um það hvaða aðgerðir séu
væntanlegar til að lækka matarverð.
Hann segir ekki von á nýjum sann-
indum. „Við vitum alveg hvað lækka
þarf og höfum vitað það lengi.
Vörugjöld, virðisaukaskattur
og tollar eru liðir sem mögu-
legt er að gera breytingar
á. Hvernig þetta verður
samsett nákvæmlega mun
koma í ljós á næstunni.”
Samfylkingin lagði um
síðustu helgi fram tillögur
um lækkun matarverðs
og nú er beðið tillagna
ríkisstjórnarinnar.
Auk þess að vilja
lækka matar
skatta hefur
formaður
Samfylking-
arinnar sagt
nauðsynlegt
að stokka
upp íslenskt
landbúnaðarkerfi. Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra er óhress með
málflutning Samfylkingarinnar og
trúir því að hann sé byggður á mis-
skilningi frekar en ásetningi.
„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer
með staðlausa stafi. Mikilvægast í
stjórnmálaumræðu er að stjórnmála-
menn fari með það sem er satt og rétt.
Tölur í fjárlögum eru mjög skýrar og
hún virðist hafa lent í þvi, blessunin,
að draga upp klisjur og fordóma
að hætti Alþýðuflokksins
sáluga,” segir Guðni. „Bein-
greiðslur eru greiddar í
þeim tilgangi að efla byggð
í landi og til að neytendur
eigi kost á lægra vöruverði.
Beingreiðslurnar í dag eru
mun lægri en formaður
Samfylkingarinnar hefur
haldið fram og því alvarlegt
slys af hennar hálfu.”
Bændur borga brúsann
Árni gagnrýnir til-
lögur Samfylkingar-
innar harðlega og
segir þær bitna veru-
lega á bændum.
„Nýlegt útspil
Samfylkingar-
innar hefur engin áhrif á okkar
vinnu. Tillögur þeirra snúast um
að lækka virðisaukaskattinn i stað
lækkunar tekjuskatts og að bændur
borgi brúsann,” segir Árni. „I öðrum
atriðum en þeim að bændur greiði
fyrir breytingarnar er mjög óljóst
hvernig þetta verður framkvæmt og
því er hér um lauslegar hugmyndir
að ræða af hálfu Samfylkingarinnar.”
Rothögg fyrir landbúnaðinn
Guðni tekur undir gagnrýni
Árna og bendir á að tillögur
Samfylkingarinnar miðist
við að lækka alla tolla í einu
vetfangi. I kjölfarið muni is-
lenskur landbúnaður standa
eftir berskjaldaður.
„Bændur eru ekki fastir í
gildru fátæktar og íslenskur land
búnaður er hér tiltölulega frjáls.
Þetta er einfaldlega rothögg á
atvinnugreinina og þúsundir
starfa verða í uppnámi,” segir
Guðni. „Ég mun fljótlega beita
mér fyrir því að fara ferð um
sveitir landsins með forystu-
mönnum Samfylkingarinnar
því ég harma þessar óábyrgu
tillögur sem frá þeim koma.”
Ríkisstjórnin vinnur á eigin hraða
Aðspurður segir Árni að ríkis-
stjórnin muni kynna tillögurnar á
sínum forsendum og á sínum hraða.
„Málið verður kynnt á eðlilegan hátt
eins og titt er um málefni ríkisstjórn-
arinnar. Þó að einhverjir aðrir úti í
þjóðfélaginu sendi frá sér lauslegar
vangaveltur um tillögur þá flýtir rík-
isstjórnin sér ekki fyrir vikið. Hún
kynnir málið á sínum forsendum.“
„Ég skal ekki segja um
hvenær von er á endan-
legum tillögum. Við
erum hins vegar full-
komlega á áætlun
__ ______ með okkar vinnu,”
■ bætir Árni við.
Arni M. Mathiesen,
fjármálaráðherra Ríkis-
stjórnin kynnir tillögurnar
á eigin forsendum.
Verð:
Afslappandi og uppbyggjandi vikudvöl
fyrir konur á lúxushótelinu Princesa
Yaiza. Nýr og betri lífsstíll, þar sem
reyndir leiðbeinendur halda frábaer
námskeið. Heil vika af leikfimi, yoga,
slökun, fyrirlestrum, thai-nuddi,
dansleikfimi og fleiru. Segðu streitunni
stríð á hendur og endurskapaðu eigin
persónu I haustævintýri á Lanzarote.
77.500,-
17.-24. október 2006
m.v. 2 saman í svrtu. Innifalið í verði:
Flug, skattaLgisting meÖ morgunverði, námskeið og j
námskeiðsgögn.
syí/iAö
www.kredftkortts
Mundu oftir
MasterCard
ferÖBÍvisunmni
ww/w.sumarferdir.is
S/mi 575 1515
f - ERU BETRI EN AÐRAR!
NY&BETRI
Herstöðvaandstæðingar:
Ottast mengun á varnarsvæði
Stjórnvöld hafa ekki staðið sig
nógu vel í því að þrýsta á að banda-
ríski herinn hreinsi upp eftir sig að
mati herstöðvaandstæðinga. Þeir
segja ástæðu til að óttast að enn sé
töluverð mengun á svæði hersins á
Miðnesheiði.
Samtökin munu á sunnudaginn
næstkomandi kanna svæðið og
draga fána að húni til að fagna brott-
för hersins.
Að sögn Stefáns Pálssonar, for-
Það er afar fátt
handfast í þessu.
Stefán Pálsson,
formaður Samtaka
herstöðvaandstæðinga
Mótmæli herstöðvaandstæðinga
Herstöövaandstæöingar efast um að .URHATÓ
landinu veröi skilaö l góðu lagi. f/
manns Samtaka herstöðvaand-
stæðinga, sanna dæmin að herinn
hafi ekki gengið nógu vel frá þegar
hann yfirgefur svæði. „Það er afar
fátt handfast í þessu. Engin yfirlýs-
ing frá Bandaríkjamönnum um að
þeir ætli að skila svæðinu á skikk-
anlegan hátt. Þeir hafa hingað til
aldrei gert meira en þeir eru beðnir
um og sagan sýnir að landeigendur
hafa lent í erfiðum og dýrum mála-
ferlum vegna þessa.“