blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 28
Heimilið í hlýjan búning Þegar hausta tekur er nauðsyn- legt að sveipa heimilið hlýlegum búningi. Nú þegar dagurinn stytt- ist og skammdegið leggst yfir sálartetrið þarf heimilið að vera kósí griðastaður þar sem kertaljós, værðarvoð og mjúkir inniskór eru ávallt innan seilingar. Teppi og mjúkir púðar eru nauð- synlegir fylgihlutir þegar griðastað- urinn er útbúinn. Hlý ullarteppi sem hægt er að sveipa um sig líta vel út á sófabrík- inni. Púðar úr u11 a r e fn i með fallegu prenti eða ísaumi eru nú leyfilegir og aftur hægt að nota þá eftir hitasvækju sum- arsins. Rúmið skilið haustlega ábreiðu en einn- ig er hægt að lappa upp á gamla út- litið með púðum í djúpum og hlýlegum litum. Varist þó að fylla allt rúmið af púðum þar sem nauðsynlegt er að geta hjúfrað sig snögg- lega undir sæng þegar kuldaboli bítur of fast. Það er engum hollt að þurfa að tína púða af rúmi í tíma og ótíma skjálfandi af kulda. Súpur og pottréttir Súpur og matarmiklir pottréttir eru nauðsynleg haustfæða, enda orkuríkir og yljandi. Ekki spillir ef réttur- inn er eldaður og borinn fram i fallegum potti í haustlitunum, rauðum eða appelsínurauðum. Em aléraðir pottar með gamaldags- lagi eru án efa girnileg upp- spretta fyrir matseldina oggefa j a f n - - v e 1 b e t r a bragðafhaust- réttunum. Matur er fal- legurogfallegt er að fylla skál- ar með haustleg- um rótarávöxtum og OS i laukum. Ávext- ir eins og epli í öllum litum, gulrætur og rófur af ýms- um gerðum og rauðiroghvítir laukar sem er samviskusam- lega hrúgað í fallega körfu eða skál geta skapað haustrómantískt nægtaborð í eldhúsinu. Athugið að ban- r “■l" v anar og ananas eru stílbrot / \ á haustlegri ávaxta- körfu heim- ilisins. E k k i skal þó sleppa því að leggja sér þessar hollu afurðir til munns þó þæreiginúheima í felum inni í skáp.. SölusUöif. Húsaimiðjait Byko - Daggir Akureyri Áfangar KcHavík - Fjarðarkaup Uiabúdin ólafjvik - Parkct og gólf - Rými ■ SR bvggingavörur Siglufirði - Raftjá Sauðárkróki Skipavik Stykki&hólmi - Ncsbakki Ncskaupsuað - Byggt og Húið ^^**"*^ Brimncs Vcstmannacyjum - Takk hrcinlxd. Hcildsöludrcifíng: Rarstivörur chf. „Þetta er ný útfærsla á gömlu íslensku lamb- húshettunni og er mjög hentug, skýlir vel fyrir vindi og kulda Hugmyndavinnan Vík Prjónsdóttir Nýttu gamla tíma til nýrrar hönnunar Samvinna prjónaverk- stæðisins Víkurprjóns i Vík í Mýrdal við fimm íslenska hönnuði er áhugavert vöruþróunar- verkefni sem gengur undir nafninu VíkPrjónsdóttir. Utkomaner áhuga- verð teppi og ullarvörur sem eru ein- staklega falleg og nýstárlega hönnuð. Að verkefninu standa hönnuðirnir Hrafnkell Birgisson, Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnús- dóttir, Egill Kalevi Karlsson og Þur- íður Sigþórsdóttir og framleiðslan er í höndum verksmiðjunnar í Vík. Verkefnið hefur vakið nokkra at- hygli að undanförnu sem teygir sig út fyrir landsteinana en hópurinn er á leið til Hamborgar til að sýna á hönnunardögum þar í borg í galleríi sem er í eigu þýska hönnunarfyrirtækisins Pension fur Produkte. Vinna við verkefnið, sem styrkt er af Impru, hófst snemma árs 2005 og afraksturinn var fyrst sýndur á Hönnunardög- um í Reykjavík í nóv- ember í fyrra og fékk þá góðar við- tökur. í fram- haldinu komu fyr- irspurnir frá búð- um hér heima og teppin eru nú seld í Epal, KronKron, Pikknikk og í Þjóðminjasafnsbúðinni. „Við unnum allar hugmynd- ir saman, héldum hópfundi og þetta var 100 prósent samvinna okkar á milli,“ segir Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum Víkur Prjónsdóttur þegar hún er beðin um að lýsa samstarfinu. Þegar allar hug- myndirnar voru komnar þá var farið í verksmiðjuna í Vík og búnar til pró- tótýpur. „Við vor- um mjög mikið í Vík og vorum í nánu sam- bandi við verksmiðj- unaþann- ig að það var einn- ig mikil samvinna milli okkar og verksmiðjunnar í framleiðslu- ferlinu.” Hópurinn lagði upp með þá hug- mynd að vinna á nýstárlegan hátt með íslensku ullina. Hugmyndirnar eru sprottnar frá gömlum tíma og þjóðsög- um, íslenskum raunveru- leika og landslagi í kring- um Vík í Mýrdal. Meðal annars unnu þau lands- lagsteppi sem sýnir landslagið í nánasta umhverfi Víkur. Samveru- teppi er vísar í gamla daga þegar fólk bauð gestum undir sæng til sínafþvíaðþað var svo kalt á bæj- unum ku vera vinsæl brúðar- gjöf. Teppið en einnig nauðsynlegt fyrir bisness- fólk að eiga til að fara saman undir og taka sameiginleg- ar ákvarðanir að sögn Bryn- hildar. S k e g g - húfur eru lambhús- hettur en hugmynd- in kemur frá skoðun hönnuðanna gömlum myndum af bændum þar sem m y n d - arlegt skegg bændanna vakti áhuga þeirra og kveikti hugmyndina. „Þetta er ný útfærsla á gömlu íslensku lamb- húshettunni og er mjög hentug, skýlir vel fyrir vindi og kulda,” segir Bryn- hildur þegar hún er beðin um að lýsa húfunni. Selshamurinn er teppi sem hægt er að klæðast eins og hami. Hugmyndin er sprottin frá þjóðsögunni sem ætt- uð er úr Reynisfjörunni á Suðurlandi, um konuna sem átti sjö börn á landi og sjö börn í sjó. Vík Prjónsdóttir hefur fengið um- fjallanir í erlendum tímaritum upp á síðkastið, meðal annars í hönnun- artímaritinu Icon. Hugmyndin er að koma Vík Prjónsdóttur í verslanir er- lendis en það er allt á byrjunarstigi. „En eftir umfjallanir í blöðunum hefur komið fram fullt af fyrirspurn- um og fólk er mjög áhugasamt um verkefnið,” segir Brynhildur. Greinilegt er að afurðir Víkur Prjónsdóttur eiga erindi á alþjóðleg- an markað. „Það sem fólki finnst áhugavert við verkefnið er að hér er- um við með íslenska framleiðslu og algerlega íslenska afurð, ullina, og er- um að vinna með íslenska arfleið og veruleika.” Og það ná allir að tengja við sögurnar sem virðast eiga heima alls staðar en eru þó með sterka vís- un í upprunann. Við finnum að Vik Prjónsdóttir á sannarlega heima erlendis og kannski bara enn frekar, það er allavega kaldara inni í húsum á meginlandinu en hér, alla vega á veturna,” segir Brynhildur í lokin. loa@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.