blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 blaðið til Dublin Fyrsta ferð 28. sept. Well shirigim duraham da Wack fall the daddy oh, Wack fall og ég fœ ó af DUBLIN aldrei nóg! Verð frá kr. ó mann í tvíbýli á Burlington Hotel í 3 nœtur 28. september. Dublinarferðir í haust: 5. og 19. október. 9. og 23. nóvember. Aðeins 2ja tíma flug. Dublin er sfaðurinn í dag - heímsklassa menningarviðburðir og kráarkúltúrinn, tónlistin og mannlífið klikka aldrei. lÍRVALIÍTSÝN www.urvalutsyn.is VISA Sími 565 4000 www.urvalutsyn.is Bin Laden á lífi Sjónvarpsstöðin Al Arabiya hefur eftir liðsmanni talibana í Aíganistan að Osama bin Laden, leiðtogi AI-Kaeda-hryðjuverkanetsins, sé á lífi og við hesta- heilsu en sú saga komst á kreik um helgina að leyniþjónusta Sádi-Arabíu hefði heimildir fyrir því að hann hafi látist úr taugaveiki fyrir nokkru. Talið er að bin Laden hafist við í fjallahéruðum á landamærum Afganistans og Pakistans. Svanasöngur Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, ávarp- aði flokksþing Verkamanna- flokksins isíðasta sinn sem formaður flokksins i gær Tony Blair hrósaði Gordon Brown í hástert: Slíðraði sverðin ■ Varöi utanríkismálastefnuna ■ Cherie Brown stelur senunni Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hóf aðflugið að endalokum síns pólitíska ferils þegar hann ávarp- aði flokksþing Verkamannaflokks- ins, sem fer fram í Manchester, í síð- asta sinn sem formaður flokksins. í ræðu sinni hvatti hann flokksmenn til að láta af innanflokksátökum og einbeita sér að stefnumálum sem tryggi Verkamannaflokknum sigur í næstu í kosningum. Forsætisráðherrann reifaði feril sinn í ræðunni og sagði að þau verk- efni sem eftirmaður hans á stóli for- sætisráðherra fengi séu risavaxin og mun alþjóðlegri í vídd sinni miðað við þau verkefni sem hann þurfti að takast á við þegar hann komst til valdaárið 1997. Blairvarðieinnigum- deilda stefnu sína í utanríkismálum og sagði að hryðjuverkaógnin væri ekki afleiðing stefnunnar heldur at- laga að vestrænu gildismati. Þrátt fyrir að mikið hafi verið gert úr því ósætti sem á að ríkja á milli Blairs og Gordons Browns fjár- málaráðherra að undanförnu bar forsætisráðherrann klæði á vopnin. Brown, sem þykir líklegasti arftaki Blairs, hefur verið sakaður af stuðn- ingsmönnum og bandamönnum Bla- irs um að grafa undan stöðu forsætis- ráðherrans til þess að greiða leið sína í formannsstólinn og þar af leiðandi auka á þá óeiningu sem hefur ríkt innan flokksins. Þessi umræða mót- aði áherslur í ræðum ráðherranna tveggja á þinginu og hafa þeir kapp- kostað að leggja áherslu á að eining ríki meðal flokksforystunnar. Hrósuðu hvor öðrum Forsætisráðherrann hældi Brown óspart í ræðu sinni og sagði Blair meðal annars að Brown hefði leikið lykilhlutverk í því að tryggja Verka- mannaflokknum sigur í þrennum síðustu kosningum. Á mánudag hafði Brown haldið ræðu á flokks- þinginu þar sem hann mærði Blair mikið og sagði það forréttindi að hafa unnið með slíkum manni. Það vakti athygli sumra fjölmiðla- manna að meðan Brown fór lofs- orðum um Blair þá stóð eiginkona forsætisráðherrans, Cheri, upp og gekk úr salnum. Blaðamaður Blo- omberg-fréttastofunnar hélt því fram að hún hafi kallað Brown lyg- ara þegar hún gekk úr salnum. Tals- maður forsætisráðuneytisins sagði á mánudag að fréttin væri uppspuni frá upphafi til enda. Reyndar gerði forsætisráðherrann þessa frétt að umtalsefni í ræðu sinni í gær. Um leið og hann þakkaði konu sinni fyrir stuðninginn gegnum tíðina sagði hann fundarmönnum að hann hefði litlar áhyggjur af þvi að hún myndi taka saman við manninn í næsta húsi, en bústaður fjármála- ráðherra er við hliðina á forsætisráð- herrabústaðnum í Downing-stræti. Senuþjófar Ummæli Cherie Blair og tal gamals samstarfsmenn Blair stálu senunni frá vinarhótum Blair og Brown. Eiginkonan og náinn sam- verkamaður Blair hafa nefnilega stolið senunni. Peter Mandelson sem var náinn samverkamaður Blairs og Browns við endurmóta hinn nýja Verka- mannaflokk, staðfesti í viðtali við BBC það sem margir hafa haldið fram, að það hafi aldrei gróið um heilt á milli forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans eftir að afráðið var að Blair myndi leiða flokkinn árið 1994. Hann sagðist þó sann- færður um að Brown gæti leitt flokk- inn til sigurs í næstu kosningum. Flugsamgöngur til Vestmannaeyja: Grípa þarf til ríkisstyrkja Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Við höfum rætt við flugfélögin og satt að segja hafa viðbrögðin ekki verið jákvæð. Ég óttast að við munum þurfa að grípa til ríkis- styrkja til að tryggja þessa flugleið til Eyja,” segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um nýlega ákvörðun Landsflugs um að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja. Hann á von á niðurstöðum á allra næstu dögum. „Ég er að skoða flugsamgöngur til Vestmannaeyja og hef fulla heimild til þess að leita leiða til samninga og útboðs á þessari flugleið. Við munum reyna að ná samningum fyrst,” segir Sturla. „Ég vona að ekki komi til niðurgreiðslu af hálfu ríkis- ins í stórum stíl en viðbrögð frá flug- rekstraraðilum hafa ekki verið góð.” Sturla hefur beitt sér fyrir því að sjóflutningar verði hagkvæmari fyrir flutningsaðila og ítrekar að á Ekki mikil bjartsyni Sturla Böðvarsson samgönguraðherra hefur ekki fengið jákvæð viðbrögð frá flugfélögum um áætlunarflug til Vestmannaeyja. Hann óttast að grípa þurfi til rikisstyrkja til að tryggja flugleiðina. Biammki endanum sé það markaðurinn sem ráði ferðinni. „Ég hef lagt áherslu á að allra leiða verði leitað til þess að koma þunga- flutningum út á sjó en hagsmuna- aðilar eru ekki bjartsýnir á þá leið,” segir Sturla. „Hvernig sem þessi mál enda legg ég eftir sem áður mikla áherslu á að fá fjármuni til upp- byggingar á þjóðvegakerfinu. Þær áherslur eru alveg óháðar því hvort samingar náist um sjóflutningana.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.