blaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 blaóið Höfuðborg Slóveníu LJUBLJANA Verð frá á mann í tvíbýli í 3 nœtur Gullfalleg, vinaleg og hlý! Ljubljana sameinar töfra liðinna alda og nútímann. í Ljubljana fáum við á tilfinninguna að við séum í litlu fjallaþorpi og samt erum við í kraftmikilli menningarborg þar sem bíður okkar fjöldi kaffihúsa, veitingastaðir, verslanir, leikhús og óperuhús. Úrvals gisting Frábœrar skoöunarferöir - Gönguferð um gamla bceinn - Náttúruperlan Bled-dalur - Dropasteinshellarnir og Predjama-kastalinn BANDARÍKIN _ Líða ekki kjarnorkueign N-Kóreu Christopher Hill, erindreki bandarískra stjórnvalda í Suöaustur-Asíu, segir Bandaríkja- menn ekki líða kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreumanna. Ummælin komu í kjölfar þess að stjórnvöld í Pjongjang lýstu því yfir að þau hygðust sprengja kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni. Hill segir að Norður-Kóreumenn geti valið um að eiga framtíð eða ráða yfir kjarnorkuvopnum og þeir geti ekki ætlast til að þetta tvennt fari saman. UTAN ÚR HEIMI Byltingarinnar minnst Bréf sem Ajatollah Khomeini skrifaði árið 1988 er orðið að bitbeini hófsamra og harðlínu- manna í Iran í daa. Deilur milli hófsamra og harðlínumanna: Bréf Khomeinis í kastljósinu ■ Æöstiklerkurinn taldi kjarnavopn nauðsynleg Bréf sem var skrifað af Ajatollah Ruhollah Khomeini, leiðtoga íslömsku byltingarinnar og valda- mesta manns frans, árið 1988 og var flestum gleymt var gert opin- bert á föstudag og hefur magnað upp deilur milli hófsamra afla og harðlínumanna í landinu. Birting bréfsins hefur einnig vakið mikla athygli umheimsins enda segir æðstiklerkurinn brýna þörf á því að klerkastjórnin komi sér upp kjarnorkuvopnum. Tímasetning birtingarinnar kemur á versta tíma fyrir Mahmoud Ahmadinejad forseta en fátt virðist geta forðað því að gripið verði til viðskiptaþvingana gegn klerkastjórninni vegna kjarnorku- áætlunar hennar. Forsetinn hefur ítrekað að íranar auðgi úran ein- göngu til friðsamlegrar nýtingar en bréf Kohmeinis virðist benda til þess að ótti Bandaríkjamanna og Evrópumanna við að íranar hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum sé á rökum reistur. Stuttu eftir að Khomeini skrifaði bréfið ávarpaði hann þjóð sína og líkti ákvörðuninni um að fallast á vopnahlé við íraka við að drekka af „eiturbikar”. f bréfinu sem var skrifað rétt fyrir endalok hins blóðuga stríðs írana og íraka færir Khomeini rök fyrir því af hverju íranar eigi að sætta sig við vopnahlé og vitnar svo í annað bréf sem var skrifað af her- foringja um nauðsyn þess að f ranar komi sér upp kjarnorkuvopnum til að halda áfram stríðinu við fraka og til þess að geta svarað hugsan- legum árásum í framtíðinni. Ali Akbhar Rafsanjani, fyrrum forseti frans og einn helsti leiðtogi hóf- samra afla - í írönsku samhengi -, stóð fyrir birtingu bréfsins. Bréfið notað í pólitískri baráttu Það var íranska fréttastofan ILNAR sem birti bréfið fyrst, á föstu- dag. Nokkrum klukkustundum eftir að bréfið var birt hafði það verið ritskoðað að skipun þjóðarör- yggisráðsins og orðið „kjarnorka” fellt úr því. Rafsanjani birti bréfið til þess að svara ásökunum harðlínu- manna um að hann hafi átt veiga- mikinn þátt í því að franar féllust á vopnahlé á sínum tíma en sumir halda því fram að endi hafi verið bundinn á stríðið í þann mund sem íranar voru að knýja fram endan- legan sigur. Deilurnar um hver hafi borið mesta ábyrgð á því að klerka- stjórnin féllst á vopnahlé eru hluti af valdabaráttu hófsamra afla og harðlínumanna, sem hafa styrkt stöðu sína mjög í forsetatíð Ahm- adinejads, í því völundarhúsi sem íranska stjórnkerfið er. Annar eiturbikar? Þrátt fyrir að deilurnar snúist um fortíðina hafa þær mikilvæga vídd fyrir samtímann. Stjórn- málaskýrendur segja að ákvörðun Rafsanjanis um að vekja athygli á bréfinu sé í aðra röndina til þess að vekja athygli á því að stöðug ögrun við vilja alþjóðasamfélagsins gæti kallað sambærilegar hörmungar yfir þjóðina og innrás íraka á haust- mánuðum árið 1980. Birtingu bréfs æðstaklerksins er ætlað að sannfæra frana um að þegar Kohmeini horfðist í augu við hörmungar stríðsins sá hann að ekki var hægt að halda áfram á sömu braut. Hófsöm öfl í fran óttast að glæfraleg utanríkisstefna núverandi stjórnvalda byggist ekki á raunhæfu mati á aðstæðum í al- þjóðamálum. Viðskiptaþvinganir og hugsanleg hernaðarátök vegna Betri samskipti á nýrri öld Stuðn- ingsmenn íranska landsliðsins í knatt- spyrnu fylgjast með sínum mönnum takast á við það íraska í Jórdaníu í vikunni. Átta ára lang t stríð þjóð- anna á níunda áratug síðustu aldar kostaði rúmlega milljón manns lífið. neitunar klerkastjórnarinnar um að fallast á kröfur öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um að láta af auðgun úrans myndu hafa skelfilegar afleið- ingar fyrir frana og myndu neyða þjóðina til þess að drekka annan „eiturbikar”. Hverju sem deilur á milli hóf- samra afla og harðlínumanna kunna að breyta á næstunni er ljóst að ógnin vegna kjarnorkudeilunnar fer vaxandi með hverjum degi sem líður og tilraunir klerkastjórnar- innar til þess að kaupa sér tíma með því að veðja á ósamstöðu um að- gerðir meðal fulltrúa stórveldanna \ öryggisráðinu kunna að verða til þess að þolinmæði Bandaríkja- manna muni á endanum þrjóta.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.