blaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 16
blaðiö Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Nytsamir sakleysingjar Brotthvarf Bandaríkjahers af Islandi hefur orðið mörgum tilefni til upprifjunar, en vitaskuld er það misjafnt hvað menn vilja rifja upp um þetta mikla og heita deilu- efni liðinnar aldar. I Staksteinum Morgunblaðsins voru herstöðvaandstæðingum þannig ekki vandaðar kveðjurnar á dögunum; sérstaklega fram tekið að minning þeirra yrði ekki heiðri höfð, enda hefðu þeir gengið í þágu helstefnu kommúnismans. Ekki kom á óvart að margir gamlir göngumenn reiddust þessari athugasemd og Ög- mundur Jónasson, þingmaður, hefur jafnvel velt fyrir sér málshöfðun á grundvelli meiðyrðalöggjafarinnar. Sjálfsagt er það rétt að fæstir þeir, sem lögðu Keflavíkurgöngur á sig, bundu ferða- skó sína beinlínis með það fyrir augum að koma landi og þjóð undir hæl Moskvu- valdsins. Einhverja slíka landráðamenn má hafa verið þar að finna, en um það geta menn lítið vitað eins og sakir standa. Þó má vera að frumvarp allra flokka á Alþingi um frjálsan aðgang fræðimanna að öllum gögnum í vörslum stjórnvalda, sem snerta innri sem ytri öryggismál Islands á árunum 1945-1991, kunni að svipta hulunni af því. Slíkt uppgjör við kalda stríðið kann að reynast sársaukafullt fyrir suma, en þegar öllu er á botninn hvolft er sannleikurinn sagna bestur og eins og guðspjallamaðurinn Jó- hannes boðaði, þá mun sannleikurinn gjöra menn frjálsa. En hvað með þann fjölda Keflavíkurgöngumanna, sem ekki gengu erinda Moskvu- valdsins? Fólk, sem einfaldlega vildi ekki hafa erlendan her í landinu eða nokkurn her ef því er að skipta? Lenín kallaði þetta fólk „nytsama sakleysingja" og átti þar við það fólk í hinum frjálsa heimi, sem á einhvern hátt - meðvitað sem ómeðvitað - þjónaði tilgangi heimskommúnismans og sneri það reipi, sem lýðræðisríkin yrðu hengd í, svo notað sé líkingamál, sem Lenín var tamt. Sá stuðningur þurfti ekki að vera beinn; hlutleysi eða friðþæging gat komið sér eins vel og bein liðveisla, að ekki sé minnst á andstöðu við sameiginlegar varnir vestrænna lýðræðisríkja. Og ástæðurnar voru óteljandi; allt frá aðdáun á hinni boðuðu heimsskipan, andúð á Bandaríkjunum, viðskiptahags- munum, metorðagirnd eða bláeygum hugmyndum um friðsemd manna, til ótta við að alræðisútrásin væri óhjákvæmileg og því vissara að vera í „réttu liði“. Hinir nytsömu sakleysingjar dóu ekki út við hrun kommúnismans, enda geymir mannkynssagan ótal dæmi um slíka heigla og sjálfsblekkingameistara frá öllum tímum. Líkast til þekkja flestir dæmi um svo deiga menn og allra járn úr daglegu lífi eða úr öðrum átökum á vettvangi þjóðmála og viðskipta, þó minna sé f húfi nú en þá. Á dögum kalda strfðsins var baráttan hins vegar upp á líf og dauða hins frjálsa heims. Og hverjir skyldu vera verri, þeir sem vissu betur eða þeir sem ekki vildu vita betur? Andrés Magnússon. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins íToppvara' á frábæíru veröí | örumerki sem framleidd eru afMichelin - þekktasta og virtasta dekkjaframleiöanda i heimi i Gæöakaffi, nettengd tölva, tímarit og blöö ... ... fyrir þig á meðan þú bíður Mikið úrval af heilsárs- og vetrardekkjum undir allar tegundir bifreiða ... þjónusta i fyrirrúmi P' i Dugguvogi 10 íff 568 2020 Hjallahrauni 4 Hfj.S565 21 21 16 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 blaöiö Framtíðarsýn eða afstöðuleysi Mikil vertíð er nú hafin hjá okkur þingmönnum og öðrum áhuga- mönnum um stjórnmál. Þing er hafið og ljóst að störf þess munu einkennast af undirbúningi kosning- anna í vor. Prófkjörsundirbúningur er víða hafinn og frambjóðendur munu á næstu vikum leitast við að skerpa áherslur sínar og marka sér stöðu út frá skoðunum, persónu- leika og öðrum þáttum. Samhliða því munu flokkarnir fara að sýna á spilin fyrir kosningabaráttuna. Allt þetta ferli er mikilvægt fyrir lýðræðið, enda snýst stjórnmála- baráttan bæði um einstaklinga og stefnumál og mikilvægt að valkostir kjósenda séu skýrir í því sambandi. Vilja menn hærri skatta eða skatta- lækkanir? Vilja menn auka umsvif hins opinbera eða gefa einkaaðilum meira svigrúm? Vilja menn auka frjálsræði í viðskiptalífinu eða telja menn höft og hömlur nauðsynlegar? Vilja menn tryggja varnir landsins með raunhæfum hætti eða finnst mönnum engin þörf á því? Vilja menn samræma umhverfisvernd og auðlindanýtingu eða telja menn útilokað að þetta tvennt geti farið saman? Flokkar og frambjóðendur verða að vera reiðubúnir að tjá af- stöðu sína til þessara spurninga og fjölmargra annarra. Miðjusækni og miðjumoð Þeir sem ekki geta svarað svona spurningum lenda auðvitað í miklum tilvistarvanda. Það er ekki nóg að svara því til, að menn vilji finna farsælustu lausnina á aðsteðj- andi vandamálum út frá réttlæti, sanngirni og hagsmunum þjóðfé- lagsins í heild. Hver vill það ekki? Svör af því tagi veita kjósendum enga leiðsögn um það hvers vænta megi af viðkomandi flokki komist hann til valda og skortur á skýrri grundvallarstefnu flækist líka fyrir mönnum í hvert skipti sem taka þarf afstöðu til einhverra mála. Miðju- 01 Viðhorf Birgir Ármannsson sækni er mikið tískuorð í umfjöllun um stjórnmál um þessar mundir, en það er ekki alltaf skýrt hvað átt er við í því sambandi. Það er auðvitað ljóst að flokkar sem ætla sér að vera stórir þurfa að gæta þess að stefna þeirra eigi hljómgrunn hjá breiðum hópi kjósenda. Hitt er jafnljóst, að flokkar sem reyna að fara bil beggja í öllum helstu deilumálum lenda fljótt í því að stefna þeirra verður moð, sem ekki höfðar til nokkurs manns. Gallup-pólitík Það er heldur ekki nóg að ætla að byggja stefnu sína á niðurstöðum skoðanakannana og viðhorfsmæl- inga frá einni viku til annarrar. Reynslan sýnir að flokkar sem ávallt reyna að eltast við tískusveiflur og meintan vilja almennings á hverjum tíma lenda fljótt í vandræðum. Þeir geta rokið upp í skoðanakönnunum og dottið niður jafn hratt og skortir alla fótfestu þegar takast þarf á við vandasöm mál. Kjósendur eru fljótir að átta sig á taugaveiklun og hentistefnu af því tagi. Hugsanlegir samstarfsflokkar taka slíkri Gallup- pólitík líka með fyrirvara. Það getur verið betra að eiga samstarf við einhvern sem er ósammála þér ef treysta má því að samkomulagið standi, heldur en tækifærissinn- ann, sem allt eins er líklegur til að hlaupa frá niðurstöðunni um leið og hún mætir einhverri mótspyrnu í samfélaginu. Harðlínumenn, sem aldrei eru tilbúnir til að gefa eftir, eru auðvitað lítt samstarfshæfir, en það sama á auðvitað við um þá sem ekki er hægt að treysta til að standa við gerða samninga. Stjórnmál eru list hins mögulega og til að ná niðurstöðu þarf oft að gera málamiðlanir milli flokka og jafnvel innan flokka. Það léttir þó ekki af stjórnmálamönnum þeirri skyldu að marka sér skýra stefnu og kynna hana fyrir kjósendum. I dagsins önn þurfa menn vissu- lega stundum að taka krók á sig til að komast eitthvað áleiðis. En ef menn hafa ekki hugmynd um hvert þeir ætla sér munu þeir aldrei ná áfangastað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skorið w sínum tíma fékk Gísli Tryggvason hdl. þann vanda- sama starfa að vera „tals- maður neytenda", sem aðallega vísar hinum og þessum álitaefnum frá sér. En ekki þó alltaf eins og lesa má að neðan. Klippari spyrsig hins vegar hvort þetta sé um brýnt hagsmunamál neytenda og hversé eiginlega jókerinn: Jframhaldi afsamtali vií fulltrúa félagsins að gefnu tilefni og aí teknu tilliti til sjónarmiða sem komið hafa fram beinir talsmaður neytenda þvl til íslenskrar getspár sf. sem smásöluaðila á getraunaseðlum til neytenda að láta afbirtingu Jóker-númers á seldum get- raunaseðlum I þeim tilvikum sem Jóker hefur ekki verið valinn." Björn Ingi Hrafns- son, formaður borg- arráðs, hefur ekki verið neitt sérlega duglegur við að blogga upp á siðkastið, en nú horfir það víst til betri vegar með það, framsóknarmönnum til gleði. Hann hefursumséflutt vefinn sinn yfirá blogg- svæði Morgunblaðsins, bingi.blog.is (þó gamla veffangið bjorningi.is dugi jafnvel sem fyrr). En síðan má auðvitað - ef menn endilega vilja - lesa meira í þá staðreynd að Bingi fari með þessum hætti í faðm Mogga, enda greinir Björn Ingi frá þessu undir fyrirsögninni „Aftur á fornar slóðir". Þar er hann þó sjálfsagt aðeins að vísa til þess að hann er gamall Moggamaður og var raunar farinn að skrifa í blaðið áður en hann náði að fermast! Bjarni Benedikts- son, þingmaður og augljós framtíðar- maður Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein á miðopnu Morgunblaðsins i gær, þar sem hann setur fram þá skoðun og rökstyður vel, að efla þurfi sjálfstæði Alþingis og styrkja innviði þess, svo það megi sín einhvers gagn- vart framkvæmdavaldinu. Minnir hann á að löggjafarvaldið eigi að vera valdamest hinna þriggja greina rfkisins, en framkvæmdavaldið - ríkisstjórn og möppudýr - hafi í æ ríkari mæli fengið að ráða ferðinni meðan Alþingi fái vart rönd við reist. Þetta eru orð í tima töluð, en ætli ráðherrarnirséu sama sinnis? andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.