blaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 42
blaóiö Reiöur út í fjölmiðla Ox, söngvari Eurovisionsigurvegaranna i Lordi, er brjálað ur út í fjðlmiðla þar sem myndir af meintum meðlimum sveit- arinnar eru birtar í sífellu. „í Finnlandi er borin virðing fyrir okkur," sagði Ox. „Þar hafa myndir af okkur aðeins birst einu sinni þannig að fólk er búið að gleyma hvernig við litum út." 42 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Nylon gætu þurft að fækka fötum til að komast á toppinn Kynþokki ávísun á fyrsta sæti ■ Nylon og Samkeppnin Pussycat Dolls, Sugababes, Girls Aloud og Atomic Kitten beita kynþokkanum óspart til að selja plötur. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net Stúlknasveitin Nylon gefur út sína aðra smáskífu í Bretlandi þann 23. október næstkomandi. Fyrsta smá- skífa sveitarinnar, Loosing a Friend, kom öllum á óvart og náði 29. sæti breska vinsældarlistans í sumar. Nylon nýtur vaxandi vinsælda í Bretlandi um þessar mundir. Sveitin lauk nýlega tónleikaferðalagi með hinu geysivinsæla strákabandi McFly og hefur nafni sveitarinnar brugðið fyrir í götublöðum Bretlands við hin ýmsu tækifæri. Þá fór útgáfa sveitar- innar á Eurythmics-slagaranum Swe- et Dreams á toppinn á sérstökum vin- sældarlista plötusnúða í Bretlandi á dögunum. Það má því búast við að næsta smáskífa Nylons fari jafnvel hærra á breska vinsældarlistanum en sú fyrri, miðað við athyglina síð- ustu vikna. Góðu stelpurnar Til að komast á toppinn þarf Nyl- on að skjóta keppinautum sínum ref fyrir rass. Stúlknasveitir á borð við Girls Aloud og Pussycat Dolls veita Nylon mesta samkeppni en ekki er langt síðan sveitirnar Sugababes og Atomic Kitten lögðu upp laupana. Ofangreindar sveitir eru þekkt- ar fyrir að beita kynþokkanum óspart til þess að auka plötusölu og hafa til dæmis setið fyrir í karla- tímaritum eins og Maxim, Arena og meira að segja Playboy. Góðu stelp- urnar í Nylon hafa hingað til ekki beitt kynþokkanum að ráði og eru af flestum mæðrum taldar drauma- tengdadætur. En komast þær upp með það? Þurfa stúlknasveitir í dag að nýta kynþokkann til að komast á toppinn? Spice Girls komu fyrstar Spice Girls var ein af fyrstu stúlkna- hljómsveitunum eins og við þekkjum þær í dag. Þær voru „búnar til“ af um- boðsmanni og lagahöfundar úr ýms- um áttum sömdu handa þeim lög sem voru tekin upp með þaulreynd- um upptökustjórum. Þessari aðferð var einnig beitt við stofnun Atomic Kitten, Girls Aloud og Nylons. Stutt pils, flegnir bolir og háir hæl- ar voru ekki sjaldséðir á tónleikum Spice Girls, en þær spiluðu óspart út kynþokkanum til að auka vinsældir sínar. Hin rauðhærða Geri Halliwell gekk einna lengst, en stöllur hennar Mel B og Viktoria Adams (nú Beck- ham) voru ekki langt undan. Það fór sem fór og Spice Girls varð vinsælasta stúlknasveit allra tíma. Þegar sveitin lagði upp laupana hafði hún komið 9 smáskífum á topp breska vinsældarlistans og selt tugi milljóna breiðskífa um allan heim. Kynþokkafull sviðsframkoma Stúlknasveitir dagsins í dag láta Kryddpíurnar líta út eins og saklaus- ar skólastúlkur sér við hlið, en notk- un kynþokkans hefur farið fram úr öllu hófi. Tónleikar með Pussycat Dolls minna meira á atriði á erótísk- um skemmtistað en tónleika. Þá ber- uðu stúlkurnar sig á síðum Playboy fyrir skömmu. Það hefur svínvirkað og hefur sveitin náð tveimur smáskif- um á topp breska vinsældarlistans og enn fleiri á topp tíu. Girls Aloud hafa einnig náð tveimur smáskífum á toppinn en þær hafa verið duglegar við að sitja fyrir í karla- tímaritum og spara ekki kynþokk- ann á sviði. Tríóið Sugababes heimsótti Klak- ann stuttu áður en allt fór í háa loft og sveitin hætti. Þær voru þekktar fyrir að koma fram í svokölluðum „push-up“-brjóstahöldurum undir frá- hnepptum jökkum og stígaþokkafull spor á sviðinu. Plötusalan stóð ekki á sér og sveitin náði fjórum smáskíf- um á topp breska vinsældarlistans. Atomic Kitten voru vinsælt viðfangs- efni á slúðursíðum Bretlandseyja en þær voru óhræddar við að bera sig á sólarströndum og mæta í teiti klædd- ar í nánast ekkert. Þá skorti sviðs- framkomu þeirra ekki kynþokka og höfðu þær náð þremur smáskífum á topp breska vinsældarlistans þegar þær hættu. Nylon ekki í pínupilsum Ljóst er að stúlkurnar í Nylon eiga við ramman reip að draga í barátt- unni um toppsæti breska vinsældar- listans. Það lítur þó ekki út fyrir að þær fylgi fordæmi keppinauta sinna en Emilía úr Nylon sagði nýlega í viðtali við götublaðið The Sun að þær hefðu ímynd til að við- halda. „Við erum þekktar á íslandi sem góðar fyrirmynd- ir, mömmurnar elska okkur,“ sagði Emilía. „Við klæðumst ekki pínupilsum; ef við ger- um það förum við í legg- ings-buxur innan und- ir. Við höfum ímynd sem við myndum ekki vilja skemma." Focus Ford Focus Trend 1,6i5dyra5gíra• Uppskerutilboð 1.990.000 kr. Bflasamningur 23.550 kr. Rekstrarieiga 34.340 kr. Góð tíð 1.990.000 kr. Veldu Ford. Við staðgreiðum gamla bílinn þinn Nýtttáknumgæði Þú veltir fyrir þér hvernig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaypir hann af þér staögreitt" veljir þú bíl á góðu uppskerutilboði Brimborgar. Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað. Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvernig þú geturfengið þér nýjan Ford á uppskeruverði. ^ riMjclýanga \wv.iortiiB brimborg Öruggur ttaður tit aO vera i Brlmborg Reykjavfk: Bfldshöfða 6, sfmi 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sfml 462 2700 | www.ford.ls • Brimborg og Ford áskil>a sér rétl til aö breyta veröi og búnaði án lyrirvara og aö auki er kaupverð lóð gengi. Bllasarmingur er lán með 20% útborgun og mánaðarlegim greiðslum 184 mánuði og eru háðar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta. Rekstrarleiga er miðuð við mánaðarlegar grerðslur 139 mánuði sem eru háðar gengi erlendra mynb og vðxhrm þeirra. Smur- 00 þjónustueftirlit samkvæmt lerli Iramleiðanda og Brimoorgar er innifalió I leigugreiðslu og allt að 60.000 km akstur á fmabilinu." Staðgreitt 45 dðgum eftrr alhendingu nýja bllsins. Nánari upplýsingar verta söluráðgjalar Brimborgar, Vefsíðan Myspace.com verður með svið í Þjóðleikhúskjallaranum á lceland Airwaves-hátíðinni í ár. Með samstarfinu við hátíðina vilja aðstandendur MySpace kynna starfsemi sína fyrir hátíðargestum, tónlistarmönnum, blaðamönnum og starfsmönnum tónlistar- bransans. Vefsíðan nýtur gríðar- legra vinsælda um allan heim. Út- gáfufyrirtæki nýta sér jafnan síðuna við leit að nýjum listamönnum, en hljómsveitin Arctic Monkeys og söngkonan Lily Allen voru upp- götvuð á Myspace. Meðal sveita sem fram koma á Myspace-sviðinu eru Jenny Wilson, Patrick Wat- son og Langi Seli og skuggarnir. Talandi um Airwaves þá vekur sérstaka athygli að sex hljómsveitir sem fram koma á hátíð- inni eru á einn eða annan hátt frá ísafirði. Það eru hljómsveit- irnar Reykjavíkl, Nine Elevens, Mugison, Sign, Weapons og listamaðurinn 7oi. Greinilegt er að gríðarleg gróska er í tónlistarlífi ísfirðinga þessa dagana en miklu stærra sveitarfélag, Akureyri, á til dæmis aðeins hljómsveitina Fræ á hátíðinni. Einari Erni, Sykurmola og fyrrverandi pönkara, er greinilega annt um plaköt ofangreindrar hátíðar. Þegar aðstand- endur Skullfest-tónleikanna sem fram fóru í Hellinum í TÞM nýlega hengdu sitt plakat yfir eitt frá Airwaves-hátíðinni átti gamla kempan ekki til orð. Sagan segir að hann hafi flutt þrumuæðu um að hann myndi hvernig var að vera pönkari en fólk þyrfti þrátt fyrir það að bera virðingu fyrir annarra manna hagsmunum. Já, öll dýrin í skóginum og allt það... Capone-bræður fóru á kostum í lok þáttar síns í gærmorgun. Félag- arnir voru ekki sáttir við dagskrár- stjóra sinn, Snorra Sturluson, þar sem kappinn var ekki mættur í vinnunna tíu mínútum áður en hann átti að fara (loftið. Þeir Andri og Búi ákváðu að hringja í Snorra og lásu yfir honum skammarræðu og tilkynntu honum að þeir væru ætlð mættir 45 mínútum fyrir út- sendingu þáttar síns, eða klukkan 6.15. Snorri átti ekki til orð yfir látunum og kvaðst þurfa að ræða þetta við drengina þegar hann kæmi í hús - en þá var klukkan orðin 21.55 og aðeins fimm mínútur í þátt Snorra.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.