blaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 31
blaöiö FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 31 r 'M Tökum slátur Nú líður að sláturtíð og því er tilvalið að troða í vambir, rétt eins og amma gerði. Það er subbulegt og blóðugt en einstaklega skemmtilegt og heimilislegt. Svo er slátur líka gott á bragðið. W Saltfiskur í uppáhaldi Guðrún Hrund Sigurðar- dóttir kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu og hefur gaman af því að slá upp matarboð- um af litlu tilefni. Guðrún er annar ritstjóra Gestgjafans og stílisti blaðs- ins og matargerðarlistin skipar því stórt hlutverk í hennar lífi. „Mér finnst nánast allur matur góður og það ræðst helst af tilefn- inu hvað verður fyrir valinu hverju sinni“, segir Guðrún. „Ég á fjölmarg- ar uppáhaldsuppskriftir og það er auðvitað alltaf erfitt að velja eina úr þeim hópi. Klúbbablað Gestgjaf- ans var að koma út og þar erum við með fjöldann allan af hugmyndum, hvort sem er í saumaklúbbinn eða matarklúbbinn. Ég gæti talið upp nokkra góða rétti þar en það er erf- itt að gera upp á milli þeirra, þeir eru allir góðir!“ Guðrún segist halda mikið upp á saltfisk og i gegnum tíðina hefur hún gert ótal tilraunir með þetta frá- bæra hráefni. „Ég er kannski ekki oft með saltfisk á borðum heima því börnin mín borða hann helst ekki en ef ég er með matarboð eða klúbb þá er tilvalið að grípa til saltfiskrétt- ar. Ég komst aldeilis í feitt þegar ég var í Barcelona nýlega en Spánverjar eru náttúrlega snillingar þegar kem- ur að meðhöndlun á saltfiski. Þar borðaði ég meðal annars grillaðan, hráan og djúpsteiktan saltfisk. Þessi réttur er uppruninn frá Spáni og er alveg ótrúlega einfaldur og góður. Hann er fljótlagaður og upplagður í matarklúhbinn,“ segir Guðrún og býður lesendum til veislu að hætti munka. Saltfiskur munkanna (fyrir 4-6) 1 laukur, saxaður 3 hvitlauksrif, söxuð olía 300 g spínat, ferskt salt pipar 400 g kartöflur, skornar í þunnar sneiðar 600 g saltfiskur, í bitum, útvatnað- ur hveiti 1-2 dl kjúklingasoð 100 g geitaostur (Soignon) Barnaleikur Það má ekki skilja blessuð börnin eftir enda hafa þau yfirleitt mjög gaman af elda- mennsku. Hér eru nokkur góð ráð þegar börnin á heimilinu ætla að baka Ijúffenga köku. Setjið öll innihaldsefnin í poka sem hægt er að loka. Leyfið barninu að hnoða deigið með því að kreista pokann. Skerið horn af pokanum til að ná deig- inu út. Ekki hafa áhyggjur af subbuskap eða drasli. Leyfið barninu að skreyta kökuna með kexi, hlaupi, hnetum eða hverju sem er. Notið matarlit til að kenna börnum um liti. Leyfið þeim að blanda saman gulum og rauðum dropum svo úr verði appelsínurauður. Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíu. Bætið spínatinu saman við og steikið áfram. Kryddið með salti og pipar. Setjið til hliðar. Steikið kartöflusneiðarnar í olíu þar til þær eru farnar að taka lit og færið þær síðan í eldfast fat. Setjið spínat- ið ofan á. Veltið fiskbitunum upp úr hveiti og brúnið þá á báðum hliðum í ol- íu. Leggið þá síðan ofan á spínatið og hellið soðinu yfir. Myljið ostinn jafnt yfir og bakið við 200°C í um það bil 10-15 mínútur. hilma@bladid.net Hollur ís Mörgum finnst gott að fá sér is endrum og eins enda eink- ar Ijúffengur. Sumir hafa þá áhyggjur af fituinnihaldi issins en með því að fjárfesta i ísvél er auðvelt að búa til góðan en hollan is. Guðrún Hrund Sigurðardóttir: „Mér finnst nánast allur mat- ur góður og það ræðst helst af tilefninu hvað verður fyrir valinu hverju sinni." 7%e 7t&&KO,te ttt '&otite *Ðe€&veficý tel.5771300 Tilboð Opið Mánudaga - fimmtudagatii- 23 Föstudaga - laugardaga: 11 - 23 Sunnudaga : 17 - 23 ,A heimsending Loksins alvöru matur á íslandi! 12 Grilladui kjúklingur m Hiisgr jónum. sal.iti, karrýsósu o<j pepsi. BIG BOV. Eldsteiktur 200gr. l>oi g.u i. nvbacon. osti. lauk.tömat. frönskum. sósu og pepsi. FATDADDY. 400gr. Eldsteiktur hamborgari. m/osti. hacon. súrat gútkiu, fiönskum. sósu og pepsi. 110gi. BBQ l>oi gai i nvosti. djúpsteiktum lauklti ingjum. BBO sósu. tiönskum og pepsi. BIG MAMMA. 2x110 gi. Tvötaldui ostlioigaii M tiönskum. sósu og pepsi. 1 '2 Giillaður kjúklingui Mfrönskum. sósu. salati og pepsi ^Vz. JOOgi. Djúpsteiktui tiskui Mfiönskum. sósu. salati. sitiónu og pepsi. 110gi. Eldsteiktui ostboigaii Mfiönskum. sósu og pepsi. Fjölskyliiutilboó: 4 BORGARAR 110gi. mfiönskiiin. sal.vti. sósii og 2L Pepsi HILLY CHEESE STEAK samloka. 3S0gi. Lambafille. laukui. sveppii. paptika, ostur. gt.vnmeti og pepsi. Sendumi fyrirtæki, starfsmanna- hópa og partý BBO RIF: hh<| lif uHti ás.viati fiönskiim og Pepsi. Ekkert lágmark á heimsendingu FRÍ HEIMSENDING BAHAMA MAMA:Gl ill kjúlli. Inisgi jón. k.vni. s.vl.vt. ostm. list.vd Im <vml og Pepsi —

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.