blaðið - 19.10.2006, Síða 14
blaðið
14 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006
HVAÐ MANSTU?
1. Hvað er „shabu, shabu”?
2. Hvalveiðar eru í deiglunni. Spurt er: hvað hét skipstjórinn í sögunni Moby Dick og hvað hét fleyið sem hann stýrði?
3. Hvað heitir formaður Frjálshyggjufélagsins?
4. Faðir þýska einræðisherrans Adolfs Hitlers breytti um eftirnafn á sínum tíma. Hvert var upphaflegt eftirnafn hans?
5. Senn líður að jólum. Hvenær er Nikulásarmessa og hvar var Nikulás fæddur?
GENGI GJALDMIÐLA
Svör:
KAUP
■ Bandaríkjadalur 68,21
m Sterlingspund 127,60
Dönskkróna 11,464
stn Norskkróna 10,092
Sænskkróna 9,222
WM Evra 85,51
SALA
68,53
128,22
11,532
10,152
9,276
85,99
www.lyfja.is
LYFJA
- L'rfiö heíl
Bólusetning
gegn inflúensu
- engin bið
Lyfja Lágmúla: alla daga kl. 15-20
Lyfja Smáralind: alla daga kl. 13-15
Lyfja Laugavegi: föstudaga kl. 13-17
og eggjalaus
gerir gœfumuninn
| VOGABÆR
S Sími 424 6525 www.vogabaer.ls
Útgjöld til
vegamála
(milljarðar)
Hlutfall
af ríkisútgjöldum
(%)
3,7
1998
1999 (kosningaár)
2000
2001
2002
2003 (kosningaár)
2004
2005
2006a
20061)
2007 (kosningaár)
'Útgjöld 2006a eru eins og i fjárlagafrumvarpi 2006, en
2006b er eins og áætlanir ríkisstjórnar gera ráð fyrir, þ.e.
niðurskurður í fjárfestingum um 1,1 milljarð króna.
Mynd/Jim Smart
7,6 milljarðar til vega-
mála árið 2006 13,6
milljarðar til vegamála á
kosningaárinu 2007.
UTGJOLD RIKISINS
Sigurjón Þórðarson er ósáttur við stefnu ríkisstjórnarinnar:
Stjórnin án stefnu
í samgöngumálum
■ Styrkja innviði samfélagsins ti Útgjöld meiri á kosningaárum
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
„Þegar útgjöld ríkisins til vegamála
eru skoðuð sést að ríkisstjórnin er
ekki með neina stefnu í samgöngu-
málum,“ segir Sigurjón Þórðarson,
þingmaður Frjálslynda flokksins.
„Þetta er bara ákveðin stefna í kosn-
ingum. Ekki er hægt að líða það að
menn láti svona mikilvægan mála-
flokk, eins og samgöngumál, rokka
fram og aftur milli kosninga. Á síð-
ustu árum hefur einungis verið
tekið á þeim fyrir alvöru á fjögurra
ára fresti. Alltaf er verið að blása
til sóknar og svo eru framkvæmd-
irnar blásnar af og lofað á nýjan
leik.“
Tæplega átta milljörðum verður
varið í vegamál árið 2006, en á
ári komanda er ætlað að verja 13,6
milljörðum króna. Sigurjón segir
að nauðsynlegt sé að skipuleggja
samgöngumál til lengri tíma, en
ekki í rykkjum og blása svo allt af.
„Það gefur augaleið og allir hljóta að
vera sammála því. Það að gefa fólki
falskar vonir er einfaldlega ljótt."
Samfylkingin vill auka listvitund í skólum borgarinnar:
Verk Erró
Fulltrúar Samfylkingarinnar
lögðu fram tillögu í menningar- og
ferðamálaráði Reykjavíkurborgar
um að Listasafni Reykjavíkur
verði falið að kanna hagkvæmni
og kostnað við að listaverk í eigu
borgarinnar verði sett upp í grunn-
skólum borgarinnar.
Stefán Jón Hafstein nefnir dæmi
um að eign borgarinnar á verkum
eftir Erró gæti orðið fyrsta sýn-
ingin afþessu tagi. „Þessi hugmynd
sprettur upp úr umræðum um að
hollt og gott geti verið að grunn- innan sinna veggja, og þá verið rætt sem hæglega megi koma fyrir í skól-
skólarnir hafi meira af listaverkum um að borgin eigi mikið af verkum unum,“ segir Stefán Jón.
í grunnskólana
Málverkin í skólana Borgin á verk eftir Erró og vill samfylkingin þau á
sýningu ískólunum.
Ekki erliægt að líða það að
menn láti svona
/ Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins
Sigurjón segir Héðinsfjarðar-
göngin vera skýrt dæmi. „Göng-
unum var lofað tvisvar og þau
slegin af tvisvar. Nú eru þau hins
vegar komin á fulla ferð. Þetta er
ekkert lag á hlutunum og beinlínis
heimskulegt að vera með stærstu
samgönguframkvæmdirnar sam-
fara kosningum. Ef við skoðum
útgjöldin sem hlutfall af ríkisút-
gjöldum þá sjáum við að þau eru að
dragast verulega saman. Samgöngu-
málin eru eitt af því sem styrkir inn-
viði samfélagsins og eru forsenda
þess að geta tekið á móti og sinnt
ferðafólki."
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður samgöngunefndar Alþingis,
segir það vera rangt að væntan-
legar kosningar ráði útgjöldum rík-
issjóðs til vegamála. „Til marks um
Samgöngu-
áætlun er
1 stððugrí
endurskoðun
Guðmundur
Hallvarðsson formaður
samgöngunefndar
það er nú komið að endurskoðun
samgönguáætlunar og það verk
verður lagt fyrir þing í næsta mán-
uði. Það er plagg sem hefur lengi
verið uppi á borðinu og er alltaf í
endurskoðun."
Guðmundur segir að menn megi
ekki gleyma því að mikið hefur
áunnist í vegamálum á síðustu
tveimur áratugum, en þrátt fyrir
það sé margt sem þarf að gera. „Það
er hins vegar alveg rétt að hlutfall út-
gjaldatilvegamálaafríkisútgjöldum
hefur lækkað á síðustu árum. Hlut-
fall af tekjum ríkisins af umferðinni
sömuleiðis. Sprenging hefur orðið
í eign almennings á einkabílum
og svo lögðust strandflutningar af,
þannig að það er ljóst að leggja þarf
meira fjármagn í þennan málaflokk
á komandi árum.“