blaðið - 19.10.2006, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006
blaöiö
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Verður of dýrt að gefa
geisladisk í jólagjöf?
„Eg mun að sjálfsögðu standa með minni stétt og gefa fólki geisladiska.
En það hallar hins vegar mjög á geisladiskinn miðað við samkeppnisaðila."
fakob Frimann Magnússon,
formaður Félags tónskáltla og textahöfunda
Virðisaukaskattur á geisladiskum verður ekki lækkaður
samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um lækkun vöruverðs.
Skattur á bókum lækkar hins vegar úr 14 i 7 prósent.
HEYRST HEFUR...
Stefán Pálsson sagnfræðingur
er óneitanlega einhver mesti
kappi í spurningakeppnum
sem við eigum. Hann leiddi á
sínum tíma sigurlið MR-inga
í Gettu betur þegar veldi þess
skóla reis hvað hæst og samdi
síðar spurningar fyrir keppnina.
Hann hefur ekki látið þar staðar
numið heldur er hann nú byrj-
aður með
sína eigin
spurninga-
keppni á
heimasíðu
sinni:
www.
kaninka.
net/stefan.
Og er það reyndar ekki í fyrsta
skipti sem hann gerir slíkt. í
gærdag var fimm umferðum
lokið af þrettán í þessari
skemmtilegu spurningakeppni
og leik því ekki lokið og þeir
sem vilja geta spreytt sig á eftir-
farandi spurningu, en spurt er:
Kannastu við kauða? Maðurinn
sem um er spurt kom til íslands
á vormánuðum 1987. Koma hans
vakti enga athygli - sem vonlegt
var. Ekki er vitað til að maður-
inn hafi komið aftur til íslands.
Hann er þó mikill heimshorna-
flakkari og hefur tvívegis sótt
sér kvonfang til þriðja heimsins
- til Indlands og Karíbahafsins.
Hver er maðurinn?
Um daginn var í útvarpsþætt-
inum Speglinum rætt um
múhameðstrú. Hlustendum
þáttarins
brá ögn
íbrún
vegna aug-
Ijósrar
vanþekk-
ingar þeirra sem töldu sig færa
um að tala og tjá sig um trúar-
hugtakið enda hugtakið ekki
til. Ekki er til neitt sem heitir
múhameðstrú, en fleiri þekkja
trúarbrögð sem heita íslam og
kannast frekar við að fylgjendur
þeirra séu kallaðir múslímar og
múslímar tilbiðja Allah en ekki
Múhameð.
Önnum kafinn hátíðarstjóri
Þrátt fyrir annir gefur Eldar Ást-
þórsson, framkvæmdastjóri lce-
land Airwaves, sér tíma til að njóta
hátíðarinnar og þess sem hann
hefur unnið að lungann úr árinu.
I vinnu allan sólarhringinn
Tónlistarhátíðin Iceland Airwa-
ves hefur heldur betur undið upp á
sig á undanförnum árum og hefur
umfang hennar aldrei verið meira
en í ár. Eldar Ástþórsson, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, hefur í
nógu að snúast en hann heldur utan
um kynningarstarfsemi, miðasölu,
hljómsveitabókanir og annað sem
til fellur. „Þetta er mjög fjölbreytt
starf og breytist dag frá degi og frá
viku til viku. Maður er bæði „allt í
öllu gaurinn“ og sá sem hefur yfir-
sýn yfir það sem er að gerast,“ segir
Eldar sem vinnur meira og minna
allt árið að undirbúningi hátíðar-
innar auk þess að skipuleggja aðra
tónleika og uppákomur á vegum
Herra örlygs.
Hátíðin aldrei stærri
Iceland Airwaves er nú haldin í
áttunda skipti og segir Eldar að há-
tíðin hafi aldrei verið stærri.
„Það eru fleiri svið, fleiri flytjendur
og umfangið er orðið viðameira.
Hingað koma fleiri blaðamenn og
meira af fólki úr tónlistarbrans-
anum þannig að þetta hefur stækkað
á alla kanta. Eina breytingin er sú að
við erum með færri miða á hátiðina
í ár en í fyrra en það var nú bara gert
til að koma í veg fyrir vesen með bið-
raðir eins og í fyrra,“ segir Eldar.
Hróður hátíðarinnar hefur spurst
víða út og fleiri sækja um að fá að
koma fram á henni en komast að. Á
það bæði við um íslenska og erlenda
tónlistarmenn.
„Það er mikil aðsókn í að fá að
spila á hátíðinni erlendis frá þannig
að við getum bara valið úr örfáar
hljómsveitir. Það eru hátt í 40 er-
lendar hljómsveitir á hátíðinni í ár
og þeim hefur fjölgað um meira en
tíu frá því í fyrra. Hér innanlands
sóttu hátt í þrjú hundruð hljóm-
sveitir um að fá að koma fram á há-
tíðinni en við höfum ekki pláss fyrir
nema rétt rúmlega hundrað íslensk
bönd,“ segir Eldar.
Reynir að njóta tónleikanna
Þó að í mörg horn sé að líta gengur
vel að koma öllu heim og saman að
sögn Eldars enda öflugur hópur sem
stendur að hátíðinni.
„Það er samt alltaf nóg að gera á síð-
ustu metrunum og það þarf að leysa
fullt afhlutum.
Þetta eru sérstaklega atriði sem
maður hafði ekki séð fyrir en það
gengur alltaf mjög vel að klára
þau en það þýðir að síðustu dag-
ana er maður í vinnunni allan
sólarhringinn."
Þrátt fyrir annir við undirbúning
hefur Eldar tíma til að njóta hátíðar-
innar þegar hún er hafin.
„Ég sé mikið af þessum tónleikum
á hátíðinni sjálfri því að það er lítið
sem maður getur gert eftir að tón-
leikarnir eru farnir af stað. Þá reynir
maður bara að sjá og upplifa sem
mest, njóta góðrar tónlistar og þess
sem maður hefur verið lungann úr
árinu að skapa. Um leið er maður á
vissan hátt í vinnunni því að maður
er náttúrlega að fara yfir hvað virkar
vel og hvað má betur fara á næsta
ári,“ segir Eldar sem segist hlakka
sérstaklega til að sjá Wolf Parade,
The Go! Team, Datarock og norska
tónlistarmanninn Skáteboard.
Að Iceland Airwaves-veislunni
lokinni segist Eldar ætla að taka sér
nokkra daga í að jafna sig en síðan
hefst undirbúningur fyrir annað
stórt verkefni.
„Þá förum við að skipuleggja há-
tíðina Rite of Spring sem við fórum
í gang með í fyrra. Við ætlum að
skella okkur til Spánar á tónleikahá-
tíðir til að sjá og upplifa einhverja
góða kandídata fyrir hana,“ segir
Eldar Ástþórsson að lokum.
Á förnum vegi
Er veturinn kominn?
Hubert Dobrzaniecki og Jan
Á islandi er alltaf vetur eða vor
svo ég hugsa að veturinn sé
kominn, já.
Emilía Ýr Dagsdóttir Já, það
var nú frost á Akureyri um dag-
inn.
Rósa Margrét Húnadóttir,
þjóðfræðinemi Nei, ekki hér í
borginni.
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raöa tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir I hverri llnu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers nfu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem uþp eru gefnar.
Gáta dagsins:
2 9 3 6
1 8 4
6 2 5
2 1 6
3 7 6 1 9
8 5 4
7 8 3
4 6 2 7 8
6 7 2 5
4 8 5 6 2 3 7 9 1
9 6 7 s 1 4 8 2 3
3 1 2 7 8 9 4 5 6
1 2 3 4 5 7 9 6 8
7 9 4 8 6 2 1 3 5
6 5 8 3 9 1 2 7 4
2 3 1 9 4 6 5 8 7
5 4 6 2 7 8 3 1 9
8 7 9 1 3 5 6 4 2
eftir Jim Unger
12-8
© Jim Unger/dist. by United Media, 2001
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir,
fjölmiðlafræðinemi Veturinn er
alveg að fara að koma.
Kannski hefðum við átt að leggja annarstaðar?
Jón Arnar Beck, verkamaður
Hann er handan við hornið.