blaðið


blaðið - 19.10.2006, Qupperneq 28

blaðið - 19.10.2006, Qupperneq 28
Clark Gable Hann var jarðbundinn madur, laus vid stjörnustæla og gerði sér engar gríllur um sjálfan sig. laust því ýmis lýti varð að laga og fela. Hann var með áberandi útstæð eyru sem reynt var að fela með réttri hárgreiðslu og tennur hans voru svo að segja allar rifnar úr honum og gervitennur settar í staðinn. Eftir það þótti bros hans ómótstæðilegt og sömuleiðis yfir- skeggið sem varð vörumerki hans. Konur eltu hann á röndum og hann þurfti lögreglufylgd til að komast á milli staða. Hamingjuríkustu árin Hann átti í fjölda ástarsambanda utan hjónabands þar á meðal með leikkonunum Joan Crawford og Lor- ettu Young. Young varð barnshaf- andi eftir Gable, fór í felur og fæddi dóttur þeirra. Opinber vitneskja um að Young hefði átt barn með Gable sem var kvæntur maður hefði eyðilagt kvikmyndaferil þeirra beggja og því var vandlega þagað um málið. Young sneri síðan aftur 28 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaöiö Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sími: 568 1800 Fax: 568 2668 gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is Btáu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík Carole Lombard Stóra ástin ílífi Gabie. Þetta var eftirlætismynd hans af henni. wood og hann hafði ekki leikið í mörgum kvikmyndum þegar að- dáendabréfin tóku að streyma til hans. Frægðin fór stigvaxandi og hann fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í gamanmyndinni It Hap- pened One Night árið 1934. Hann skildi við eiginkonu sína og giftist Ritu Langham, forríkri konu sem var tæplega tuttugu árum eldri en hann. Svo virðist sem hann hafi gengið í bæði hjónaböndin með það helsta markmið að koma sér á framfæri í Hollywood með aðstoð eiginkvenna sinna. Gable varð fljótlega kyntákn. Það varð hann þó ekki alveg áreynslu- Clark Gable var kall- aður „konungur- inn í Hollywood“. Á fjórða og fimmta áratugnum var hann stærsta kvik- myndastjarna heims. Hann var ekki ýkja mikill leikari en persónuleiki og fagurt útlit bættu upp fyrir skort á hæfi- leikum. Frægasta mynd hans er Á hverfanda hveli en hlutverk kvenna- gullsins Rhett Butler var eins og klæðskerasaumað fyrir hann. Hann var jarðbundinn maður, laus við stjörnustæla og gerði sér engar grillur um sjálfan sig. „Ég þekki engan sem kann ekki vel við Clark Gable. Hann var frábær ein- staklingur og dáður af öllum sem kynntumst honum,“ sagði leikstjór- inn Mervyn Le Roy eitt sinn. Kyntákn verður til Hann fæddist árið 1901. Móðir hans lést þegar hann var tíu mán- aða gamall. Faðir hans giftist aftur og nýja fósturmamman lét allt eftir hinum unga uppeldissyni sínum. Gable ákvað að verða leikari eftir að hafa farið á leiksýningu og fór að leika á sviði rúmlega tvítugur. í hópi leiklistarkennara hans var kona, Josephine Dillon, sem hann kvæntist þegar hann var tuttugu og fjögurra ára gamall. Hún var sautján árum eldri en hann. Hún kom honum á framfæri í Holly- Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og tinsumætinga SGteraugaó

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.