blaðið


blaðið - 19.10.2006, Qupperneq 29

blaðið - 19.10.2006, Qupperneq 29
blaðiö FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 29 Frægasta hlutverk Gable Með Vivien Leigh ÍÁ hverfanda hveli. Myndin festi hann ísessi sem mesta kyntákn heims. til Hollywood eftir nokkra mánuði með stúlkubarn sem hún sagðist hafa séð á munaðarleysingjahæli og ákveðið að ættleiða. Þegar stúlkan óx upp þótti hún sláandi lík Young og var með áberandi stór útstæð eyru. Eyrun þóttu svo mikið lýti að stúlkan fór í aðgerð níu ára gömul þar sem þau voru minnkuð. Hún komst ekki að því hver faðir hennar var fýrr en Gable var látinn. Stóra ástin í lífi Clarks Gable var leikkonan Carole Lombard. Hún var undurfögur, opinská, greind og full af lífskrafti og frábær gam- anleikkona. Hún þótti ein best Harmleikur ljanúarmánuðii942léstLombard þegar flugvél sem hún var farþegi í rakst á fjallshlíð nálægt Las Vegas. Lombard var 33 ára gömul. Gable var niðurbrotinn eftir lát hennar. Hann svaf ekki og eyddi kvöld- unum í að horfa á gamlar myndir með henni eða skoða myndaalbúm. Hann missti tíu kíló á skömmum tíma. Eftir dauða Carole fór hann að drekka og drakk á hverjum degi það sem hann átti eftir ólifað. Hann sagði eitt sinn við leikstjóra að hann vildi frekar deyja en hætta að drekka. Hann jafnaði sig aldrei fyllilega á dauða Carole og margar þeirra kvenna sem hann átti í ástar- sambandi við líktust henni á einn eða annan hátt. Gable gekk í flugherinn og sagði við vinkonu sína að hann ætti ekki von á að koma lifandi úr stríðinu og sér stæði alveg á sama. Nasistar settu Gable á lista sinn yfir stríðs- glæpamenn, en Adolf Hitler hafði eitt sinn sagt að Clark Gable væri uppáhaldskvikmyndaleikari sinn Eftir stríð sneri Gable aftur til Hollywood. Átta árum eftir lát konu sinnar kvæntist hann í fjórða sinn, aðalskonunni Sylviu Ashley. 1 útliti þótti hún minna á Carole Lombard. Hjónabandið stóð í eitt ár og fimm mánuði. „Ég hlýt að hafa verið fullur þegar ég bað hennar," sagði Gable við vin sinn eftir skilnaðinn. Gable átti síðan í fjölda ástarævintýra þar á meðal við Grace Kelly sem var 28 árum yngri en hann. Einnig hún þótti minna á Carole Lombard og hafði til að bera sömu lífsgleði og kímni- gáfu. Gable sleit ástarsambandi við Grace, ekki síst vegna aldursmunar þeirra, og þegar hann kvaddi hana á flugvelli með því að kyssa hana á kinnina brast hún í grát fyrir framan fjölmiðlamenn. Fimmta eiginkona hans og sú síðasta, Kay Spreckels, var fimm- tán árum yngri en hann og tveggja barna móðir. Hún var enn ein konan sem þótti minna á Carole Lombard og margir höfðu á orði að hún legði sig fram um að líkjast henni. Síðasta myndin sem Gable lék í var The Misfits sem var einnig síð- asta fullgerða myndin sem Marilyn Monroe lék í. Leikur Gable i mynd- inni er venjulega talinn sá besti á ferli hans. Hann lést af völdum hjartaáfalls skömmu eftir að kvik- myndatökum var lokið. Hann var grafinn við hlið Carole Lombard. Á legstein hans stendur ritað: Aftur til þagnarinnar. Þremur mánuðum eftir dauða hans fæddi ekkja hans son þeirra. Helgin 19 - 22 okt. kolbrun@bladid.net Nasistar settu Gable á lista sinn yfir stríðs- glæpamenn, en Adolf Hitler hafði eitt sinn sagt að Clark Gable væri uppáhaldskvik- myndaleikari sinn klædda kona í Hollywood og var annáluð fyrir smekkvísi. Hún var stórborgarbarn en Gable var úti- vistarmaður og lítið gefinn fyrir glaum og glys. Þrátt fyrir að vera gjörólík urðu þau yfir sig ástfangin og Gable skildi við konu sína til að kvænast Carole. Þau drógu sig úr skarkala Hollywood og settust að uppi í sveit og stunduðu búskap. Árin með Carole voru hamingju- ríkasti tíminn í lífi Gable. Það var hún sem aðlagaði sig að lífi hans og vinir hennar voru furðu lostnir að sjá fágaða samkvæmisdömu breyt- ast í hamingjusama sveitakonu. Á þessum tíma lék Gable í Á hverf- anda hveli og festi sig í sessi sem mesta kyntákn heims. Seinna sagði hann að í hvert sinn sem frægðar- sól hans virtjst vera að ganga til viðar væri Á hverfanda hveli end- ursýnd og kvikmyndahlutverkin streymdu þá til hans á ný. Kjúklíngaveisla . fráisfugli 1/1 ferskur kjúklingur 30% afsláttur kr. 468f- Úrbeinaöar bringur án skinns 30% afsláttur kr. 1.686f- Kjúklingalæri/leggir magnbakki 30% afsláttur og2j^lítra Coca^!ola^ranSkar 484,- Ætá W

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.