blaðið


blaðið - 07.11.2006, Qupperneq 8

blaðið - 07.11.2006, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI ÍRAK Bechtel lætur sig hverfa Bandaríska verkfræðifyrirtækið Bechtel hefur ákveðið að ástandið í (rak sé of hættulegt til þess að réttlætan- legt sé að það taki að sér uppbyggingarverkefni í land- inu. Starfsmenn Bechtel hafa verið að störfum í landinu í 3 ár og á þeim tíma hafa 52 þeirra verið drepnir. ÍSRAEL Sharon í gjörgæslu Ariel Sharon, fyrrum forsætisráðherra fsraels, hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild sjúkrahúss- ins sem hann dvelur á í kjölfar þess að sýking greindist í hjarta hans. Sharon hefur verið í dái síðan í janúar en þá fékk hann hjartaáfall. rfflíMillÍI# Rumsfeld verður áfram George Bush, forseti Bandaríkjanna, vill að Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra sitji áfram í ríkisstjórn hans til loka kjörtímabilsins. Varn- armálaráðherrann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd (raksstríðsins og getuleysi bandaríska herliðsins til þess að ná tökum áástandinu ílandinu. Kosningar og Eurovision sama kvöld: Útsending tímasett upp á hár „Okkur er orðin ljós þessi staða málsins og er enn verið að athuga með tímasetningar og verið að baksa við að stilla saman þessa strengi,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Kosið verður til Alþingis þann 12. maí á vori komanda. Kjörstöðum verður lokað klukkan 10 að kvöldi Við munum tima- setja þetta sekúndu fyrir sekúndu og við munum flnna einhverja góða leið Páll Magnússon útvarpsstjóri og munu fyrstu tölur koma í kjöl- farið. Eurovision-söngvakeppnin fer einnig fram þetta sama kvöld. Páll segir að enn sé ekki komið endan- lega á hreint klukkan hvað úrslitin í Eurovision verði ljós. „Eins og okkar er von og vísa þá leysum við þetta með einhverjum viðunandi hætti. Þetta er ögrandi verkefni og ætlum við að leysa þetta þannig að fólk geti notið úrslitanna í Eurovision, án þess að við göngum inn á kosningasjónvarpið sjálft. Við munum tímasetja þetta sekúndu fyrir sekúndu. Endanleg tilhögun útsendingarinnar er sem sagt ekki ljós en við verðum búin að ákveða hvernig við ætlum yfir brúna þegar við komum að henni.“ Spilling íslendingar í góðum málum Finnar, íslendingar og Ný-Sjá- lendingar búa við minnsta spill- ingu allra þjóða að mati Transpar- ency International sem leggur mat á spillingu í ríkjum heims. Öll ríkin fimm á Norðurlönd- um eru meðal þeirra átta ríkja sem búa við minnsta spillingu. Singapúr og Sviss eru einu ríkin auk Nýja-Sjálands sem komast upp á milli norrænu ríkjanna. Mest er spillingin á Haítí þar sem stjórnkerfið hefur verið í molum og spilling mikil síðustu ár. Næst á lista eru Mjanmar, Irak og Gínea. ísafjörður: Táningar á fylliríi Mbl.is Lögreglumenn á Isafirði höfðu afskipti af fjórtán og fimm- tán ára ungmennum sem voru ofurölvi á föstudagskvöld. Voru fimm ungmenni saman komin fyrir aftan fiskvinnslufyrirtæki og tvö ungmennanna, drengur og stúlka, voru í slæmu ásigkomu- lagi. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að setja teppi utan um þau en þeim var orðið mjög kalt þar sem blautt og kalt var úti. Þau voru mjög drukkin, höfðu drukk- ið heila flösku af sterku áfengi. Forráðamenn barnanna komu á staðinn og fór drengurinn til síns heima í fylgd móður sinnar, en stúlkan var flutt með sjúkra- bifreið á sjúkrahúsið á ísafirði, þar sem hún var yfir nóttina. Hreint ehf. var stofnað árið 1983 og er eitt elsta og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Er HREINT hjá þínu fyrirtæki Hreint býður upþ á ókeypis ráðgjöf Hreint Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.