blaðið - 07.11.2006, Page 18
blaöíö
blaöi
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árog dagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
JanusSigurjónsson
Fylgissveiflur
og fylgishrun
Niðurlæging Framsóknarflokks og Samfylkingar er það sem eftirtekt-
arverðast er í niðurstöðum þjóðarpúls Capacent. Þegar rýnt er tölurnar
er sýnt að íbúar í mesta þéttbýlinu hafa algörlega gefist upp á Framsókn-
arflokknum og fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu er svo lítið að það
hlýtur að vekja þeim hroll sem málið varðar, en stuðningsmenn flokks-
ins eru varla miklu fleiri en frambjóðendur flokksins til þings og sveitar-
stjórna. Aðrir hafa líkast til gefist upp. Fylgi Framsóknarflokksins í þétt-
býlinu er frá þremur prósentum þar sem það er lægst og hæst rís það í
fimm prósentustig. Aumara verður það varla hjá elsta stjórnmálaflokki
þjóðarinnar. Þetta gerist á sama tíma og samstarfsflokkurinn er að jafna
sig hratt eftir fylgishrun í síðustu kosningum.
Samfylkingin liggur máttvana rétt einsog Framsóknarflokkurinn, en
staða Samfylkingarinnar hér í þéttbýlinu er sérstaklega eftirtektarverð.
Fylgistap Samfylkingarinnar í þéttbýliskjördæmunum þremur er allt að
tíu prósentustigum. Iþeim kjördæmum sem forystan situr, það er í Reykja-
vík, er ekki hægt að tala um fylgistap, frekar fylgishrun. Samfylkingin
heldur sínu í hinum kjördæmunum þremur. Það eitt getur ekki talist við-
unandi. Flokkurinn sem á að hafa leitt stjórnarandstöðu svo lengi hlýtur
að eiga sóknarfæri og ætti að eðlilegu að bæta við sig, ekki tapa miklu
fylgi þar sem verst er og rétt halda úrslitum síðustu kosninga þar sem
best lætur. Samfylkingarfólk hlýtur að vera áhyggjufullt, hlýtur að vera
andvaka yfir bágri stöðu.
Vinstri grænir hafa svo sem áður mælst háir í skoðanakönnunum, en
nú bendir margt til að meira sé að marka sterka stöðu þeirra en áður. Um-
hverfismálin eru mál stundarinnar og enginn flokkur hefur verið eins
traustvekjandi þar og Vinstri grænir. Flokkurinn mun örugglega upp-
skera í samræmi við það.
Staða Sjálfstæðisflokksins er merkileg. Flokkurinn hefur verið í ríkis-
stjórn frá árinu 1991 og á þeim tíma hefur flokkurinn aukið mismunun
þegnanna meira en dæmi eru um, lýst sig fylgjandi innrás í annað land
og uppsker nú stóraukið fylgi. Auðvitað hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka
tekið þátt í ágætum málum, en annað hvort refsa íslenskir kjósendur ekki
eða þeir finna enga leið til þess, kannski þykja þeim aðrir flokkar ekki þess
virði að þeir yfirgefi Sjálfstæðisflokkinn þess vegna, jafnvel ekki einu sinni
þó Sjálfstæðisflokkurinn logi nánast stafna á milli í innanflokksátökum.
Frjálslyndi flokkurinn virðist ætla að safnast til feðra sinna, nema veru-
leg breyting verði á. Ekki er nokkur leið að trúa því að áhugi flokksmanna
á málefnum gegn innflytjendum sé tilkominn sökum veikrar stöðu flokks-
ins. Skoðanir sem forystmenn flokksins hafa viðrað geta ekki verið skyndi-
skoðanir. Því verður ekki trúað.
Sigurjón M. Egilsson.
Auglýsingastjóri; Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hoilusta
í hverjum bita!
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006
Z2.Jin\)i 2>llry^STfl
fLÖí)BYLGJA
Vi-N^UATLS SKELLUK
% tslAnpt
>Ú Mffrr/UVffi Kjuijt MiC,
■RflSíST/). ÍU BWHVbfLKlTÍU^il
^ \/i-P 'EpTÍ Q. Aí* SJ Ú
Fv'/ A-P HAp/f hiLBvrT
PffrCKÍ IAÍK f LAfi/Vfj
Frjáslyndi
þ j óðernisflokkur inn
Þeir eru af sama meiði en heita
mismunandi nöfnum í ólíkum
löndum. I Danmörku er það Pia
Kærsgaard sem fer fyrir Danska
þjóðarflokknum, í Noregi fór
Carl I Hagen fyrir Framfara-
flokknum svokallaða áður en hin
svipfríða Siv Jensen tók við kefl-
inu. í Frakklandi var það Þjóðar-
framvarðahreyfing Le Pen, í Hol-
landi hinn myrti Pim Fortuyn, í
Austurríki fór Jörg Haider fyrir
Frelsisflokknum. f Belgíu kenna
þeir sig við flæmska blokk og í
Bretlandi er Sjálfstæðisflokkur
Stóra-Bretlands að störfum. Á
Islandi er það Fjálslyndi flokkur-
inn með Magnús Þór Hafsteins-
son fremstan í flokki.
ísland fyrir íslendinga?
Það var á tíunda áratug nýliðinnar
aldar sem þjóðernisöfgaflokkar fóru
á nýjan leik að ná fótfestu í stjórn-
málalífi víða í Evrópu, eftir að hafa
tekið sér stöðu gegn innflytjendum.
Þjóðernishugmyndir hafa löngum
fallið í frjóan jarðveg víða í Evrópu
og hafa jafnframt fundið sér farveg
í stjórnmálalífi víða í álfunni, þótt
misjafnt geti verið í tíma og rúmi
hvernig og hvar um lönd farvegur
kynþáttahyggjunnar liggur. Ein-
hverra hluta vegna hefur slíkur
stjórnmálaflokkur ekki komið fram
á sjónarsviðið á íslandi, fyrr en nú
að Frjálslyndi flokkurinn virðist
ætla að helga sér þetta svið stjórn-
málanna. Hér er auðsjáanlega um
markvissa stefnubreytingu að ræða.
I síðustu viku ritaði Jón Magnússon,
lögmaður og vonarpeningur flokks-
ins, grein hér í blaðið þar sem hann
boðaði að ísland ætti að vera fyrir
íslendinga. Síðan hefur Magnús Þór
Hafsteinsson haldið úti sama mál-
flutningi í svo til öllum fjölmiðlum.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem
álíka þjóðernishugmyndir koma
fram í stjórnmálaumræðu hér á
landi. Fyrir tæpum tuttugu árum
var hér starfandi félagsskapurinn
Norrænn kynstofn sem barðist gegn
því að íslendingar myndu blandast
fólki af erlendum uppruna. Félag ís-
lenskra þjóðernissinna sem stofnað
var á Suðurlandi skömmu fyrir alda-
mótin var svo næst í röðinni til að
halda uppi merkjum kynþáttahyggj-
unnar hér á landi. Félagið var aldrei
fjölmennt og lognaðist út af eftir að
einn forsprakki þess var dæmdur
fyrir niðrandi ummæli um fólk af
afrískum uppruna sem hann við-
hafði í forsíðuviðtali við DV í febrúar
2001 undir heitinu „Hvíta ísland“.
Félag framfarasinna, undir forystu
Hjartar J. Guðmundssonar, tók þá
við málinu og hélt tii skamms tíma
úti álíka málflutningi á vefsíðunni
www.framfarir.net. Nú hefur Frjáls-
lyndi flokkurinn (sem þá er orðið
andheiti) semsé tekið við keflinu.
Breytir flokkakerfinu
Eftir að kvótamálið datt út úr
stjórnmálaumræðunni hér á landi
hefur Frjálslyndi flokkurinn verið
í nokkurri tilvistarkreppu og virðist
ætla að finna sér tilverugrundvöll
með andstöðu við innflytjendur.
Með því móti færir flokkurinn sig
inn í þekkt mengi stjórnmálavið-
horfa í Evrópu, sem byggir á hug-
myndum um sérstöðu þjóðarinnar.
Viðhorfið gengur út á að innstreymi
fólks af erlendum uppruna grafi á
einhvern hátt undan þjóðinni og
því verði að girða landið af, einnig í
menningarlegu tilliti. Slíkir flokkar
hafa átt ógnvænlegu fylgi að fagna
víða um álfuna á undanförnum
árum og því gæti þessi breyting á
stefnu flokksins haft afdrifaríkar
afleiðingar í för með sér fyrir flokka-
kerfið hér á landi. Til að mynda
hlýtur útspilið að útiloka samstarf
við Samfylkingu og Vinstri græna
eftir næstu kosningar.
Eiríkur Bergmann Einarsson,
stjórnmálafræðingur
Klippt & skorið
Samfylkingin heldur áfram að tapa fylgi
í könnunum og flokksmenn virðast
úrkula vonar um að flokkurinn nái sér
nokkru sinni með Ingibjörgu
Sólrúnu (forystu. Á meðan
iðar Össur Skarphéðinsson
af pólitísku fjöri og nýtur sín
greinilega vel sem formaður
þingflokksins. Hann heldur uppi harðri
stjórnarandstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum
í fyndnum og beittum greiningum á heima-
síöu (ossur.hexia.net) og í blöðum, sem eru
orðnar að skyldulesningu allra áhugamanna
um stjórnmál og samtímasögu. Er engu líkara
en Samfylkingin sé aftur farin að líta til hans
sem hins raunverulega foringja. I það minnsta
troðfylltu Samfylkingarfélagar skemmtistað-
inn NASA síðasta miðvikudag þegar foringinn
efndi til „fagnaðarfundar" sem klippari getur
vottað að var með skemmtilegri samkvæmum
bæjarins um langa hríð, en það vakti þó at-
hygli hans og margra gesta, að eini frambjóð-
andinn, sem ekki var á staðnum, var Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir.
En hver segir að hún geti ekki lært af
svilasínumogleiðtogastjórnarandstöð-
unnar?Á morgun milli klukkan 17.00 og
19.00 ætlar Ingibjörg Sólrún
nefnilega að feta dyggilega
og algerlega í fótspor Össurar
með þvf að halda aðra sam-
komu á NASA og þangað vill
hún stefna öllum frambjóðendum í prófkjör-
inu. Með því að mæta sjálf getur hún þannig
bætt upp hið eina, sem á vantaði hjá Össurí,
en að öðru leyti er prógrammið eins: á sama
stað, á sama tíma, á sama vikudegi og (Ijósi
fjölskyldutengsla þeirra Össurar er ekki ósenni-
legtað bakkelsið verði einnig hið sama.
t
Samfylkingunni eru menn raunar þegar
farnir að litast um eftir nýju formannsefni
og telja ekki ólíklegt að munstra þurfi nýjan
foringja þegareftir næstu kosn-
ingar. Nefnt er nafn Helga
Hjörvars, sem þykir mikið
pólitískt efni og líklegur til
góðs árangurs í prófkjörinu um
næstu helgi, en einnig er minnst á Árna Pál
Árnason, sem vann öruggt þingsæti hjá Sam-
fylkingunni (prófkjöri í Suðvesturkjördæminu
um helgina. Báðir eru taldir búa yfir nægilegu
pólitísku hugrekki til að láta til skarar skríða ef
óánægja með formann flokksins heldur áfram
að magnast. En svo segja aðrir óþarfa að leita
inni á þingi og benda fremur á Lúðvik Geirs-
son, bæjarstjóra í Hafnarfirði.
andres.magnusson@bladid.net