blaðið - 07.11.2006, Page 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006
blaðið
Ég er bjartsýnismaöur. Þaö
viröist ekki þjona neinum til- ^
gangi að vera eitthvað annaö. :/.,
Winston Churchill . V./V
Afmælxsborn dagsins
MARIE CURIE VÍSINDAMAÐUR, 1867
LEON TROTSKY STJÓRNMÁLAMAÐUR, 1897
ALBERT CAMUS RITHÖFUNDUR, 1913
kolbrun@bladid.net
Ný skáldsaga
frá Arnaldi
Hjá Vöku Helgafelli er komin
út Konungsbók eftir Arnald
Indriðason. Konungsbók gerist
að mestu í
Kaupmanna-
höfn árið 1955
og tengist
leyndarmáli
sem snertir
helsta dýrgrip
íslands, Kon-
ungsbók Eddu-
kvæða.
Valdemar,
ungur og
bláeygur íslenskufræðingur,
heldur til náms í Danmörku
og finnur þar fyrir landa sinn,
gamlan prófessor, sem er
heillum horfinn enda býr hann
yfir skelfilegu leyndarmáli sem
tengist ævafornri höfuðgersemi
íslensku þjóðarinnar - Konungs-
bók Eddukvæða. Leyndarmálið
leiðir prófessorinn og lærisvein
hans í mikla háskaför um þvera
Evrópu - inn í skjalasöfn og graf-
hýsi, fornbókasölur og fátækra-
hverfi - þar sem mannslíf eru
léttvæg fundin.
RRNRLDUR
INORIÐRSON
^JkONUNGSBÓK
Skálduð ævisaga
frá Jóni Gnarr
Hjá Máli og menningu er komin
út bókin Indjáninn eftir Jón
Gnarr.
Indjáninn er saga um fjörmikinn
strák, örverpi aldraðra foreldra.
Drengurinn á við ýmis vanda-
mál að stríða
sem valda
honum erfið-
leikum í upp-
W*mtF vextinum, svo
sem ofvirkni,
athyglisbrest,
mgrn rautt hár- •
og nærsym.
Hann er hug-
myndaríkur
og margvísleg
uppátæki hans, sum stórhættu-
leg, vekja litla lukku hjá hinum
fullorðnu.
Jón Gnarr kallar Indjánann
skáldaða ævisögu og segir í
eftirmála sínum: „Margir spyrja
sig eflaust hvort þesssi bók sé
ævisaga eða skáldsaga. Hún er
bæði. Hún er ekki alveg sönn.
Það er þó engin bein lygi í
henni. Ég trúi ekki á lygi.“
Metnaðarfull úttekt á
bandarískri samtímalist
úmlega fjörutíu af
fremstu samtímalista-
Ímönnum Bandaríkj-
anna eiga verk á stór-
sýningunni Uncertain
States of America - Bandarísk list
á þriðja árþúsundinu sem nú stend-
ur yfir í Listasafni Reykjavíkur
- Hafnarhúsi. Sýningin hefur verið
sett upp í Bard-safninu í New York
og Serpentine Gallery í Lundúnum.
Frá Reykjavík fer hún til Herning í
Danmörku, Varsjár, Moskvu og Pek-
ing. Sýningin í Listasafni Reykjavík-
ur stendur til 21. janúar 2007.
Spennandi sýning
„Þetta er mjög spennandi sýning.
Það eru ekki margar sýningar sem
eru úttekt á bandarískri list, hvað
þá ungri bandarískri list en allir
listamennirnir sem eiga verk á sýn-
ingunni eru fæddir eftir 1970,“ segir
Hafþór Yngvason, forstöðumaður
Listasafns Reykjavíkur. „Sýningin
var fyrst opnuð í Astrup Fernley-
samtímalistasafninu í Ósló fyrir
rúmu ári og þar sá ég hana. Safn-
stjórinn Gunnar Kvaran, sem var
forstöðumaður Kjarvalsstaða á
sínum tíma, bauð okkur þessa sýn-
ingu og mér fannst tilvalið að sýna
hana hér. íslendingar hafa ekki séð
jafn mikið af bandarískri list og
Hafþór Yngvason „Efeitthvaö
eitt einkennir sýninguna þá erþað
hversu mikið virðist vera ígangi í
bandarískri samtímalist."
Verk eftir Mike Bouchet
Top Cruise, 2005
evrópskri og það var ekki síst þess
vegna sem ég greip tækifærið. Sýn-
ingin er líka rökrétt framhald af
nýrri sýningastefnu í Hafnarhúsinu
sem byggist á því að hleypa yngri
kynslóð listamanna inn í safnið.“
Allt er (gangi
Þegar Hafþór er spurður hvað
einkenni verkin á sýningunni segir
hann: „Þetta eru mjög ólíkir lista-
menn. Ef eitthvað eitt einkennir
sýninguna þá er það hversu mikið
virðist vera í gangi í bandarískri
samtímalist. Sýningarstjórarnir
Hans Ulrich Obrist og Daniel Birn-
baum ferðuðust í tvö ár um Banda-
ríkin og söfnuðu upplýsingum um
2000 listamenn og reyndu að átta
sig á því hvað væri að gerast í banda-
rískumlistaheimi. Þeir hafa sagt að
augljóst sé að það eru ekki lengur
tvær stórborgir, New York og Los
Angeles, sem eru miðstöð þess sem
er að gerast í Bandaríkjunum og
allt annað séu eftirhermur af því
sem gerist þar heldur séu listaheim-
ar alls staðar um Bandaríkin. Sýn-
ingarstjórarnir segjast hafa komið
auga á pólitíska heima í listinni,
sem kemur ekki á óvart því lista-
menn eru oft gagnrýnir á samtíma
sinn. Þetta sýnir sig kannski ekki
beint í listaverkunum en skín þó í
gegn. Ungir bandarískir listamenn
vinna meira með málverkið en fyr-
ir áratug og þeir virðast líka hugsa
meira um tengslin við áhorfendur
en var. Niðurstaðan er sú að allt er
í gangi.“
Verk eftir Taft Green
Reaction Facets, 2004
Maður, náttúra og mynd
Ingálvurav Reyni
Sámal Joensen-Mikines
Zacharias Heinesen
í Landsbankanum, Austurstræti, í afgreiöslusal og á 2. hæö, eru sýnd
málverk i eigu Færeyjabanka eftir þrjá af helstu listamönnum færeysku
þjóðarinnar.
Sýningin er opin á
afgreiðslutíma bankans
til 30. nóvember.
Landsbankinn
Banki allra landsmonna i 120 ár
menningarmolinn
Tell drepur Gessler
Á þessum degi árið 1307 skaut
svissneska skyttan og þjóðhetjan
William Tell Hermann Gessler, aust-
urrískan landstjóra í Uri. Gessler
hafði látið reisa stöng í miðbæ Uri
og á hana var hattur hans hengdur.
Hann krafðist þess að bæjarbúar
hneigðu sig fyrir fyrir framan stöng-
ina. Tell hafði þessa skipun að engu.
Gessler reiddist svo að hann skip-
aði Tell að skjóta ör gegnum epli
sem sett var á höfuð ungum syni
Tell. Tell var listaskytta og tókst að
hitta eplið en sagði eftir það að ef
hann hefði misst marks og skotið
son sinn þá hefði fyrsta verk hans
verið að drepa Gessler. Gessler lét
þá handtaka hann. Tell tókst að
flýja úr haldi, sat fyrir Gessler og
drap hann. Drápið varð til þess að
Svisslendingar risu upp gegn aust-
urrískum drottnurum sínum sem
leiddi til sjálfstæðis svissnesku
þjóðarinnar.
Málverki eftir Ford Madox
íif syni Williáms Tell.