blaðið - 07.11.2006, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 3 5
íslendingur heiöraöur
Dr. Einar Stefánsson, augnlæknir og prófessor við Háskóla íslands, tók
á sunnudag við verðlaunum frá Synoptik-sjóðnum í Danmörku en sjóð-
urinn veitir árlega verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr á sviði augn-
rannsókna. Af því tilefni var haldin vegleg ráðstefna til heiðurs Einari.
menntun
Fundur um einelti
Efnt verður til sérstaks fjarfundar í mörgum skólum á Islandi í kvöld
klukkan 20, þar sem Stefán Karl Stefánsson leikari mun ræða um ein-
elti og ofbeldi meðal barna, ábyrgð heimila og skóla og hlutverk uppal-
enda. Miðaverð er 1000 krónur og rennur ágóðinn til Regnbogabarna.
menntun@bladid.net
Vægi skapandi starfs og
listgreina hefur minnkað
í leikskólum á undanförn-
um árum að mati Soffíu
Þorsteinsdóttur, leikskólastjóra á
leikskólanum Sæborg.
„Það er svo margt annað komið í
staðinn og við höfum áhyggjur af
því að þetta sé hreinlega á undan-
haldi. Kennaraháskólinn er að breyt-
ast mjög mikið og kennsla í listgrein-
um fyrir verðandi leikskólakennara
hefur minnkað gífurlega mikið á
undanförnum tíu árum,“ segir Soff-
ía sem vill snúa þessari þróun við og
auka vægi listgreina á ný.
Soffía er einn af þátttakendum í
málþinginu Skapandi afl í leikskóla
- draumur eða veruleiki? sem hald-
ið verður í Kennaraháskóla Islands
á föstudag. Hún segir að tilgangur
málþingsins sé að skapa umræðu
um mikilvægi skapandi starfs og
hins frjálsa leiks barna í leikskóla.
Mikilvægi hins frjálsa leiks
„Börn eru sjálf skapandi og það er
ekki gert nóg af því að halda því við.
Við teljum að þetta sé það besta fyrir
þau, að þau fái að vera skapandi á sin-
um forsendum og hugmyndir barn-
anna fái svolítið að ráða ferðinni,"
segir Soffía sem telur hinn frjálsa
leik gegna mikilvægu hlutverki í
þroska barna á leikskólaaldri.
„Barnið er að læra svo mikið í gegn-
um leikinn, til dæmis í samskiptum
og félagsfærni. Það er stöðugt að
byggja á einhverju sem það eru búið
að prófa áður. Við viljurn stundum
fara alltof hratt. Það er eins og það
liggi svo mikið á. Með því að vera
að flýta sér svona mikið og kannski
hraðar en þau ráða við er svo mikil
hætta á að sköpunargáfa þeirra fái
ekki að njóta sín,“ segir hún.
Flughestarnir í Sæborg
Á leikskólanum Sæborg þar sem
Soffía er leikskólastjóri er mikið
lagt upp úr skapandi starfi og hafa
starfsmenn í samvinnu við Kvik-
myndaskóla Islands meðal annars
gert myndbandið „Flughestarnir í
Sæborg“ sem lýsir því ferli sem börn-
in ganga í gegnum í skapandi starfi.
Myndbandið verður frumsýnt á mál-
þinginu á föstudag og segir Soffía að
það gæti hugsanlega nýst í kennslu
leikskólakennaranema.
I myndbandinu fá börnin endur-
vinnanleg efni i hendurnar og síðan
er fylgst með hvað þau gera úr því.
„Við vildum sýna þarna hvað þessi
elstu börn eru í raun og veru að gera
í þessu skapandi starfi hjá okkur
og hvað það er merkilegt. Þau fara
í gegnum ákveðið ferli. Þau byrja
á því að búa til alls konar vélar úr
þessu verðlausa efni sem þróast síð-
an út í hljóðfæri og svo endar það
með miklu tónverki," segir Soffia.
Lýðræði í
skólastarfi
Ársþing Samtaka áhugafólks um
skólaþróun fer fram í Ingunnar-
skóla föstudaginn 17. og laugardag-
inn 18. nóvember og verður þema
þingsins lýðræði í skólastarfi.
Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri
menntasviðs Reykjavíkurborgar,
verður aðalfyrirlesari og nefnist
erindi hennar Draumurinn um lýð-
ræðisskóla.
Að loknu erindi Gerðar munu full-
trúar fyrstu þriggja skólastiganna
skiptast á skoðunum um lýðræði
og áhrif í skólastarfi.
Nánari upplýsingar um þingið má
nálgast á vefsíðunni skolathroun.is.
Styrkir til náms
á Norðurlöndum
íslenskir námsmenn geta sótt um
styrki sem stjórnvöld í Finnlandi og
Noregi bjóða fram til háskólanáms
eða rannsóknastarfa í löndunum.
Umsækjendur skulu hafa lokið BA-
eða BS-prófi eða
öðru sambæri-
legu prófi.
Umsóknir um
styrkina ásamt
staðfestum
afritum prófskír-
teina og með-
mælum skulu
sendar mennta-
málaráðuneytinu á sérstökum
umsóknareyðublöðum.
Umsóknarfrestur er til 15. des-
ember næstkomandi.
Nánari upplýsingar má nálgast á
vefsíðu menntamálaráðuneytisins
menntamalaraduneyti.is.
Legó fyrir lengra komna
Legó-hönnunarkeppnin verður
haldin í Öskju, náttúrufræðahúsi
Háskóla fslands, næstkomandi laug-
ardag frá klukkan 9 til 17. Þetta er í
annað skipti sem keppnin er haldin
hér á landi en hún fer fram i flestum
löndum Evrópu sama dag.
Að sögn Ernu Sigurðardóttur, verk-
efnisstjóra hjá verkfræðideild Há-
skóla Islands, er keppnin þríþætt og
glíma nemendur alls staðar í heim-
inum við sömu verkefni. „Keppnin
samanstendur af þraut þar sem nem-
endur smíða og forrita vélmenni úr
tölvustýrðu legói. Þeir vinna vísinda-
lega rannsókn og semja leikþátt um
tiltekið efni,“ segir hún.
Sigurvegarar fara á Evrópumót
Keppendur eru á aldrinum 10 til
16 ára og eru 6 til 12 í hverju liði. Um
150 nemendur í 15 liðum taka þátt
í keppninni að þessu sinni sem er
svipað og í fyrra. Þema keppninnar
1 ár er nanótækni og hafa þátttöku-
liðin fengið átta vikur til að undir-
búa sig.
Erna segir að verðlaun verði
veitt í sex flokkum, meðal annars
fyrir bestu lausn í þrautabraut, fyr-
ir kynningu á róbóta og forritun,
skemmtilegasta liðið og bestu liðs-
heildina. „Það lið sem er stigahæst
í öllum liðum fær svo að taka þátt í
Evrópumóti First Lego League sem
haldið verður í Bodö i Noregi í maí
á næsta ári,“ segir Erna.
Reynir á marga þætti
„Markmiðið með þessu er að efla
áhuga barna og unglinga á vísindum
og tækni. Það þarf að hvetja þau til
að snúa sér að þessum greinum því
að eins og við vitum krefst samfélag-
Glæsilegur bikar Sigurvegarar fá
forláta legóbikar í verölaun.
ið þess og ekki síst framtíðin. Mark-
miðið er einnig að efla sjálfstraust,
leiðtogahæfni og lífsleikni," segir
Erna og bætir við að auk þess reyni á
samvinnu og liðsheild sem sé mikil-
vægt. „Fólk verður að gera sér grein
fyrir því að það getur enginn allt en
allir geta eitthvað,“ segir hún.
Fjölbrautaskóliim í Gaiðabaf
^ *40r f fcjíjfr j?
Innrituii nemenda i skólann
fyrlr vorönn 2007 er haíin!
Umsóknir veróa afgreiddar i þeirri röð
sem þær berast!
Skoðið heimasfðuim!
www.fg.is
Kaupið jólafötin tímanlega- munið heimlánsþjónustuna út á land
póstsendum
við Laugalæk • sími 553 3755