blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 16
blaðiði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Löggan og fjölmiðlar „Landssamband lögreglumanna lýsir yfir furðu sinni á „fréttaúttekt” Blaðsins á liðnum dögum. I umfjöllun Blaðsins hefur verið fjallað um meint brot fjölda lögreglumanna í tengslum við rannsókn fíkniefnabrota fyrir um 10 árum. Er því þar m.a. haldið fram að um 40 lögreglumenn hafi gerst brotlegir í starfi og látið að því liggja að umfjöllunin sanni að lögreglan á Islandi sé spillt og ekki treystandi fyrir auknum rannsóknarheimildum.” Þetta er bein tilvitnun í vef Landssambands lögreglumanna. Lögreglan kveinkar sér undan því að Blaðið fjalli um mál sem hafa komið upp þegar löggan hefur beitt óhefðbundnum aðferðum, sem er meðal þess sem rætt er um að lögreglan fái víðtækar heimildir til að gera þegar greiningardeildin þeirra verður að veruleika. Það er ekkert að því að Blaðið styðjist meðal annars við eldri mál við umfjöllunina. Svo alvarlegt var það mál að skipa varð sérstakan saksóknara til að rannsaka starfshætti lögreglunnar. Settur saksóknari ákærði ekki vegna efa um að sakfelling næðist fram. Það eru starfshættir sem eru ekki virtir jafnt nú og þá einsog nýleg dæmi sanna. Þrátt fyrir að lögreglumenn hafi ekki verið ákærðir er ekkert sem segir að fjölmiðlar megi ekki og eigi ekki að segja frá svo viðamikilli rannsókn á störfum lögreglunnar, einmitt nú þegar valdsvið hennar verður aukið. Blaðið greindi frá rannsókninni og vitnaði meðal annars í mikla samantekt dómsmálaráðherra. Lögreglumönnunum þykir það vond blaðamennska og segja: „Þykir Landssambandi lögreglumanna með ólíkindum að viðkom- andi blaðamenn leyfi sér að setja frá sér slík ósannindi þar sem fjöldi lög- reglumanna er sakaður um brot í opinberu starfi. Með þessari framsetn- ingu eru þeir lögreglumenn bornir röngum sökum og efnistök blaðamanna ærumeiðandi.” Svo bætir lögreglan því við að hér á landi sé spilling í lögg- unni engin í samanburði við Evrópulönd, hvað sem sú fullyrðing þýðir. Lögreglan er ekki yfir gagnrýni hafin. Lögreglunni er falið mikið vald og lögreglunni ber að fara með það af virðingu og nærgætni. I fréttaút- tektum Blaðsins voru nefnd mörg dæmi um að lögreglan hafi gert meira en við hinir venjulegir borgarar höfum álitið að lögreglan gerði. Meðal ann- ars kom fram að yfirmenn í lögreglunni sögðu í bréfum að mál hafi verið svæfð, jafnvel alvarleg og umfangsmikil fíkniefnaafbrotamál. Það sem þar var sagt var ekki Blaðsins, það var hins vegar Blaðið sem sagði frá því, það var Blaðið sem sagði frá rannsóknum og Blaðið birti til dæmis yfirlýsingu vitnis sem kvartaði sáran undan lögreglunni. Vissulega hefur Blaðið gengið nær lögreglunni en flestir fréttamiðlar hafa gert. Blaðið hafnar þvi að vera undirlægja valdsins. Það fellur lögreglunni ekki í geð. í lok yfirlýsingar lög- reglunnar segir: „Landssamband lögreglumanna telur umfjöllun Blaðsins í þessu máli til marks um óvönduð efnistök og í hróplegu ósamræmi við faglega blaðamennsku sem almennt einkennir fjölmiðla hérlendis.” Er víst að hægt sé að treysta því að lögreglan sé dómbærust um hvað sé faglegast og hvað ekki? Sennilega er hún ekki dómbærust á það, alls ekki þegar hún sjálf á í hlut. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 16 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 blaöiö JoSEWAL fKíFUR SKttíVk/ EFTtR MENNTflM/ÍL/IRÆf’HER.R/r ÁDlfR. EN HÚN LEGGUE 100 MKLJÓN KRÓNURTiL ÍSlWMKzUNSlU ínnflytjekda. JoSEfliZAL >HÍFUA SKttíNiJ EFTtR MENNTAM^LARA-P/4ER.R^ TfTíR. AT)HÚN LfíGÐí WOWUJÓH RrR.0NUR.TiL íSleNSKuKennSlU ÍNNFLYTJERPfl. Við þurfum samlögun, ekki útilokun Umræðan sem fram hefur farið um málefni innflytjenda í þjóðfélag- inu undanfarnar vikur er sú sama og átt hefur sér stað í nágrannaríkjum okkar liðin ár og áratugi. Lengst af settist fátt fólk af erlendum uppruna að á Islandi en í kjölfar ofþenslu í efnahagslífinu undanfarin ár hefur fjöldi fólks komið frá ríkjum EES til að starfa hér á liðnum árum, margir þeirra hafa tekið að sér störf sem ekki hefur tekist að manna með innfæddum íslendingum. Án þessa erlenda verkafólks hefði hag- vöxtur ekki verið jafnhraður hér landi. Erlent verkafólk verkar ekki aðeins fiskinn fyrir okkur og skapar þannig verðmæti fyrir samfélagið allt heldur sinna margir úr þeirra röðum öldruðum og sjúkum fyrir okkur. Aðrir bera blöðin heim til okkar á nóttinni og hreinsa göt- urnar. Það er ekki aðeins að erlent verkafólk greiði skatta til íslensks samfélags, sem meðal annars eru notaðir til að reka skólana fyrir börnin okkar, heldur auðgar menn- ing þeirra þá menningu sem fyrir er í landinu. Reynslunni ríkari Margt af því erlenda verkafólki sem nú er á Islandi mun fara aftur úr landi þegar hægist um helstu framkvæmdir og dregur úr þensl- unni. En sumir munu kjósa að vera hér áfram. Miklu skiptir að vel sé staðið að því að aðlaga þá sem hér ætla að búa að íslensku samfélagi. Og ekki síður að samlaga islenskt samfélag að sambúð við fólk af er- lendum uppruna. Viða í Evrópu hafa orðið óhemju hörð menningar- átök milli aðfluttra og innfæddra, en annars staðar hefur sambúðin gengið betur og orðið til að bæta lífsgæði, - bæði fyrir innfædda og aðflutta. Því skiptir höfuðmáli fyrir okkur að læra af nágrannaríkj- unum, forðast mistökin og tileinka okkur það sem vel hefur verið gert. Rannsóknir sýna að í þeim löndum þar sem samfélagið hefur brugðist hart við straumi innflytjenda hafa átökin orðið mun meiri heldur en í löndum sem hafa mótað virka sam- lögunarstefnu og búa við fjálslynda innflytjendalöggjöf. Hvað ertilráða? Því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki enn mótað heildstæða samlög- unarstefnu í málefnum innfly tjenda. Slík stefna þarf að ná til allra sviða samfélagsins. Ég nefni þrjá þætti: I fyrsta lagi þarf að stórauka íslensku- kennslu fyrir útlendinga. I öðru lagi þarf að beita opinberum aðgerðum til að forðast gettómyndun, til að mynda með því að veita innflytj- endum hóflega ívilnun kjósi þeir sér búsetu utan hverfa sem skilgreind eru þannig að þar séu of margir inn- flytjendur fyrir. I þriðja lagi þarf að haga greiðslum til hins borgaralega samfélags þannig að hagsmuna- hópar og félagasamtök hafi beinan hag af því að fá innflytjendur með í starfið. Hér gegna íþróttafélögin lykilhlutverki, við að samþætta börn innflytjenda inn 1 samfélagið í hverfinu þar sem þau búa. Og svo framvegis. Að lokum má nefna að rannsóknir sýna ennfremur að ómögulegt er að hefta straum innflytjenda með því einu að herða aðstreymisreglur. Pró- fessor Lilja Mósesdóttir benti á gott dæmi um þetta í grein um daginn. Eins og Islendingar nýttu Finnar sér frest til að opna vinnumarkað sinn til nýju aðildarríkja ESB fram til í. maí í ár. Vinnumarkaðurinn í Sví- þjóð var hins vegar galopnaður strax í. maí 2004. Eigi að síður var fjölgun innflytjenda frá nýju aðildarríkjum ESB meiri í Finnlandi heldur en í Sví- þjóð. Með öðrum orðum þá er það eftirspurnin í efnahagslífinu sem skýrir flæði verkafólks, ekki þau höft sem sett eru. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Klippt & skorið Guðmundi Magnússyni, sagn- fræðingi og bloggara (gudmundur- magnusson.blogspot.com), líst svo Ijómandi vel á Björn IngaHrafnssoníborg- arstjórn Reykjavíkur, að hann á sér þá ósk heit- asta að Björn Ingi gangi til liðs við sjálfstæðis- mennogvísarhonumá umsóknareyöublað um inntöku í Sjálfstæðisflokkinn. Bingi svarar honum að bragði á eigin bloggi (bjorningi. blog.is) og segir Ijóst að eyðublaðið standi klárt. Hins vegar telur hann líklegast að hann haldi sig við sinn gamla flokk, enda ónýtt að yfirgefa hann nú þegar öll spjót standa á hinum nánast níræða Framsóknarflokki. En það er ekki aðeins þannig að fram- sóknarmenn undirbúi 90 ára afmæli flokksins síns í næsta mánuði, því þessa dagana minnast menn einnig aldar- afmælis framsóknar- kempunnar Eysteins Jónssonar, ráðherra, þingmanns og hug- myndafræðings. Þannig erEysteinnaðalyrkisefni nýjasta tölublaðs Andvara, rits Hins íslenska þjóðvinafélags. Þar ritar Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, æviþátt hans, enda var hann einn af „drengjunum hans Eysteins" líkt og dr. Bjarni heitinn Benediktsson nefndi vaska sveit pólitískra skjólstæðinga hans. Fréttir berast að vestan um að þar sé að finna Vestmannaeying í vanda, en það er Sig Rogich, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og pólitískur „fixer" repúblikana. Að þessu sinni á hann hins vegar óhægt um vik, því hann er flæktur í ávirðingar um samsæri, yfirhylmingu og afvegaleiðingu réttvís- innar vegna meints kyn- ferðisbrots í Las Vegas. Og ekki orð um það meir. En flugumaður klippara hjá Þjóðaröryggisstofu fullyrðirað Sig hafi verið fenginn á mála hjá íslenskum stjórnvöldum til þess að tala sinu máli í varnarviðræðunum við sætustu stelpuna í Hvita húsinu._________ andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.