blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 18
34 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Eru konur ekki lika menn?
„Jú, konur eru líka knattspyrnumenn."
folk@bladid.net
blaöið
HEYRST HEFUR...
Það vakti töluverða athygli á
dögunum þegar dr. Sigrún
Stefáns-
dóttir,
dagskrár-
stjóri Rásar
2, vék Hirti
Howser úr
starfi við
helgarút-
gáfu Rásar2
fyrir það
sem talið var dónaleg ummæli
hans í garð fjöllistahópsins
GusGus. Hjörtur hafði þá
stoppað stutt við í helgarútgáf-
unni í komp-
aníi við hinn
geðþekka
Magnús Ein-
arsson. Nú
hefur skarð
Hjartar í
helgarútgáf-
unni verið
fyllt en sæti
hans við hlið Magnúsar tók
Þórhildur Ólafsdóttir sem
áður var með innslög á NFS.
Þórhildur er systir fréttakon-
unnar Brynhildar Ólafsdóttur
sem landsmenn þekkja vel
úr fréttum Stöðvar 2. Hjörtur
lætur hinsvegar engan bilbug
á sér finna og skrifar keikur veit-
ingahúsarýni í hið nýja tímarit
Reynis Traustasonar, fsafold.
Pólitiskt rétthugsandi einstak-
lingar hrukku eilítið í kút
þegar útvarpskonan marg-
, ,, lóttirrýndi
í jólaplötu-
flóðið á Rás
í um helgina
og sagði
það vera svo
umfangs-
mikið að það
væri varla
fyrir hvítan
mann að fara í gegnum það.
Varla hefur Lisa verið að meina
þetta bókstaflega enda er orða-
tiltækið vel þekkt úr íslenskri
tungu þó í ljósi umræðu síðustu
daga kunni margir að reka upp
stór augu þegar það er brúkað.
Kannski mætti stinga þeirri
hugmynd að starfsmanna-
leigum þessa lands að bjóða
upp á vinnukrafta til að annast
plötu- og bókagagnrýni á
sanngjörnu verði enda kveinka
margir rýnar þessa lands sér
undan álaginu þessa dagana.
Með sverðið á lofti
Gúmmívinnustofan
SP dekk
COOPER POIAR
VETRARDEKK
JEPPLINGADEKK
POLAR RAFGEYMAR
GÚMM
Skipholti 35 105
Sími: 553 105
www.gummivinnustoTan.is
Opið: Mán - fös 8-18 • Lau 9-15
Þetta er nýr ilmur.
Hann er kallaður„Uppgjöf".
„Ég fór á fyrstu æfinguna mína
árið 1992 og hafði þá aldrei heyrt um
skylmingar áður. Eldri systir mín
stakk upp á því við mig og tvíbura-
systur mína að við færum öll. Þær
entust í viku en ég hef verið í þessu
síðan,“ segir Ragnar Ingi Sigurðsson
sem þjálfar skylmingar hjá Skylm-
ingafélagi Reykjavíkur. Ragnar
segir ýmsar ástæður vera fyrir því
að hann hafi brúkað sverðið svona
lengi. íþróttin sjálf sé mjög skemmti-
leg, félagsskapurinn góður og síðast
en ekki síst fái hann tækifæri til þess
að ferðast út um allan heim í keppn-
isleiðangra. „ Að jafnaði fer ég um 7-8
sinnum til útlanda á ári til að keppa.
Nú síðast var ég á Ítalíu en ég hef
meðal annars farið til Suður-Amer-
íku, Túnis og Tyrklands. Þetta eru
oft mjög skemmtilegar ferðir og gott
að fá tækifæri til þess að keppa við
aðra andstæðinga en þá sem maður
þekkir hérna heima.“
íþrótt fyrir alla
Skylmingalistin er óneitanlega
tíguleg íþrótt sem sveipuð er ævin-
týralegum blæ en í grunninn bygg-
ist hún á þvi að reyna að koma höggi
á andstæðinginn út frá ákveðnum
árásarreglum og tækni sem oftar
en ekki er nokkuð flókin.
Ragnar Ingi segir skylmingarnar
njóta töluverðrar hylli á Islandi.
„Við erum með keppendur allt frá
sjö ára aldri og upp úr. Skylming-
arnar henta ekki síður fyrir börn
en fullorðna og það er síaukin eft-
irspurn í yngri aldurshópunum
eftir því að komast á námskeið.
Við erum með þrjár stærðir af
sverðum og börnin nota sverð
sem þau ráða vel við. Við gætum
þess alltaf að vera vel varin og
notum alltaf grímu, hlífðarjakka
og annan öryggisbúnað," útskýrir
Ragnar Ingi og bætir við að tíðni
meiðsla hjá skylmingafólki sé ákaf-
lega lág. Hann segir íþróttina henta
öllum og aldur, þyngd eða stærð sé
engin fyrirstaða. „Þú byggir bara
upp þá tækni sem hentar þínum
líkama. Þeir sem eru þungir á sér
þurfa kannski að beita meiri tækni
en annars er best að hver og einn
finni bara sinn takt. Skylmingar
HERMAN
© Jlm Unger/dlst. by Unlted Media, 2001
henta líka mjög vel eldra fólki til að
viðhalda samhæfingu líkamans.“
Heillandi saga
Rætur skylminganna eru heill-
andi og sagan sem að baki liggur
margslungin. Ragnar segist hafa
lesið sér töluvert til um þann þátt.
„Á miðöldum skylmdust riddarar
á hestum og þaðan er sprottin
sú regla að ekki megi veita högg
fyrir neðan beltisstað. Ef það hefði
verið gert þá hefði hesturinn getað
særst.“
Ragnar Ingi segir skylmingar
vera frábæra líkamsrækt. „Skylm-
ingar örva samhæfingu alls líkam-
ans og skilningarvitanna. Þetta
getur auðvitað orðið svolítið ein-
hæft en við stundum ýmsar aðrar
æfingar með, til dæmis hlaup og
þrekæfingar til að jafna þetta út.“
hilma@bladid.net
eftir Jim Unger
12-31
Snerpa og tækm Að morgu eraa
hyggja þegar lögð er stund á skylm-
ingar en Ragnar Ingi segir iþróttina
geta hentað öllum. Blaöiö/Frikki
Á förnum vegi
Er grtt
að búa á íslandi?
Daði Sigurðsson, nemi
Já, ég myndi segja að það væri
mög fínt.
Melkorka Ragnhildardóttir, nemi
Já, það er mjög gott að búa á
(slandi.
Hildur Hlöðversdóttir, nemi
Já, það er gott að búa á íslandi.
Ásdís Óskarsdóttir, kennari
Já, það er það. Landið er fallegt,
gott loftslag og hér er fjölskyldan
mín.
Helena Pedersen, fagstjóri
Það er æðislegt að búa íslandi,
fallegt land og frábært fólk sem
býr hérna.