blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 24
40 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 blaðiö Lýðræði í skólastarfi! Sími: 553-9595 www.gahusgogn.is Ármúla19 Fótboltakappar í Landsbankadeildinni gera þaö gott: Siggi Jóns tekur við Djurgarden Siguröur Jónsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur og Vikings í Landsbankadeild karla, tekur við sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgarden 1. desember. Djurgarden varð sænskur meistari árið 2005 en hafnaði i sjötta sæti deildarinnar á siðasta tímabili. Björn og félagar Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssyn- ir eru hálfbræður Björns, sem hér er lengst til vinstri, og hafa Sænski mark- vörðurinn Magnus Hedmann hefur náð samkomulagi við Chelsea um að spila með félaginu út þetta tíma- bil sem varamaður fyrir Carlo Cudicini og Henrique Hilario. Þessi 33 ára gamli markvörður lék lengst af ferli sínum með Coventry og Celtic. Hann lagði skóna á hilluna sumarið 2005 en nú er búist við að hann skrifi undir samning við Englands- meistarana á næstu dögum. Samkvæmt brasilískum íjölmiðlum gæti farið svo að Javier Mascherano og Carlos Tevez yrðu lánaðir til brasilíska félagsins Flamengo þegar félagsskiptaglugginn opn- ast í janúar. Argentinumennirnir hafa verið liðsmenn West Ham síðan í lok ágústmánaðar en hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit hjá lið- inu og ekki einu sinni verið í leikmanna- hópi liðsins í síðustu leikjum. Björn hafnaöi boðum evrópskra stórliöa: Tók í A fram yfir Manchester United Þó Björn Bergmann Sigurðarson sé enn í grunnskóla er hann þegar búinn að hafna boðum þriggja enskra úrvalsdeildarliða og fleiri félaga sem hafa viljað fá hann til prufu. Björn, sem hefur vakið mikla athygli með yngri flokkum ÍA, stefnir á atvinnumennsku en ætlar að bíða aðeins áður en hann fer út. „Ég vil vera sumarið hjá Guðjóni, hann kennir mér mikið,“ segir Björn. Hann ætlar sér líka að klára grunnskólann og samræmdu prófin áður en reynir fyrir sér í at- vinnumennsku. Hann ætlar sér þó að afreka fleira áður en hann fer út. „Ég ætla að reyna að komast í liðið og spila með því næsta sumar," segir Björn sem var tvisvar á bekknum hjá ÍA síðasta sumar þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára. Manchester United er óneitan- lega stærsta félagið sem hefur sýnt Birni áhuga. Þau hafa þó verið fleiri. Hann hefur vakið áhuga Everton og Reading í ensku úrvalsdeildinni auk 1. deildarliðsins Leicester City, norska liðsins Rosenborg og Brescia frá Ítalíu. „Mig langar að fara út en ég held ég græði ekkert á því'að fara út núna. Eg held ég græði meira á að vera með Guðjóni," segir Björn. Þeir bestu meö 600 þúsund ■ Valsarar borga mest ■ Willum Þór launahæstur þjálfara Eftir Reyni Hjálmarsson reynir@bladid.net Meðallaun knattspyrnumanna í Landsbankadeild karla eru um 175. þúsund krónur á mánuði. Valur borgar mest. FH kemur þar á eftir, en KR fylgir fast á hæla þeirra. Þeir sem hafa hæstu launin fá um 250 til 350 þúsund krónur á mánuði en einstaka íslenskur leikmaður fær yfir því, allt að 600 þúsundum á mánuði. Þetta fullyrðir heimildar- maður Blaðsins, sem gjörþekkir stöðu mála í Landsbankadeildinni enda lengi búinn að vera í forystu í sínu félagi. „Ef við settum til gamans upp módel af sextán manna hópi félags í Landsbankadeild karla væru þar um það bil fimm leikmenn með 50.000 krónur í mánaðarlaun, fjórir með 150.000, fimm með 250.000 og tveir leikmenn með 300.000 krónur á mánuði,“ segir heimildarmaðurinn Útlendingar með þrjár milljónir Þá segir hann að erlendir leik- menn sem leika með íslenskum félögum í fimm mánuði yfir sum- artímann, fái allt að þremur millj- ónum króna yfir tímabilið, sem sam- svarar 600.000 krónum á mánuði ef heildarupphæðinni er deilt niður á mánuðina fimm. Þá munu laun þjálfara í Lands- bankadeildinni vera 250-600 þúsund á mánuði og er fullyrt að Willum Þór Þórsson sé efstur á blaði. Heimildarmaður segir að mikið hafi dregið úr „svörtum greiðslum" í deild- inni undanfarin ár, sem hann segir að hafi verið algengar fyrir nokkrum árum. krónur í mánaðarlaun. Þessar tölur sem ég nefni hér eru þó bara grunn- laun leikmanna sem geta hækkað ef félög eða leikmenn ná tilteknum árangri. Ef félag vinnur meistaratitil eða kemst í Evrópukeppni geta leik- menn fengið frá 50 þúsund til 500 þús- und krónur í einni greiðslu, allt eftir því hvað einstaka leikmenn semja um,” segir heimildarmaðurinn. aðspurður um meðallaun sextán mann leikmannahóps í Landsbanka- deildinni. Hann áréttar að inni í þeirri tölu geti verið ýmis fríðindi eins og leiga á húsnæði og bíl. Árangurstengdar aukagreiðslur „Þeir sem fá yfir 350.000 krónum á mánuði eru ekki margir, en einstaka reynslubolti er með allt að 600.000 Valur, FH og KR borga hæstu launin Valurborgar hæstu launin í Landsbankadeild karla. FH-ingar borga næsthæstu launin og KR-ingar fylgja fast á hæla þeirra Hver eru áhrif nemenda, foreldra og starfsfólks á þróun skólastarfs og hver ættu þau að vera? ÆmSBar skóU ArsþingSamtaka áhugafólks um skólaþróun í Ingunnarskóla 17.-18. nóvember nk. í samtökunum eru skólamenn af öllum skóla- stigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigi. __V Dr. Gerður G. Oskarsdóttir fjallar um drauminn um iýðræðisskóla og stjórnmálamennirnir lllugi Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir hugsa upphátt um lýðræði í skólum. *>■■****■ Fulltrúar allra sl og skólamenn og áhrif í skólasta þróunarverkefni nemenda, foreld ilastiga, foreldrar, nemendur iptast á skoðunum um lýðræði og kynnt verða áhugaverð stefna að auknum áhrifum og starfsfólks. Einnig verður boðið upp á fjölmargar málstofur um ýmsar hliðar lýðræðis í skólastarfi, umræður og vangaveltur. Ráðstefnustjórar:' I. Jóhannsson og Sesselja Snævarr inari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Samtaka áhugafólks um skólaþróun á slóðinni www.skolathroun.ls Meðalmaðurinn með 175 þúsund á mánuði ithrottir@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.