blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI Hundrað manns rænt Vígamenn í hermannabúningum réðust inn í rannsókn- arstöð, sem heyrir undir menntamálaráðuneyti (raks, í miðborg Bagdad og rændu hundruðum manna í gær- morgun. Háskóla- og vísindamenn hafa verið algeng fórnarlömb mannræningja í landinu. Guiliani í framboð Að sögn starfsmanna Repúblikanaflokksins hefur Rudolph Giuliani skipað könnunarnefnd í tengslum við hugsanlegt forsetaframboð árið 2008. Skipun slíkrar nefndar er sögð óbrigðult merki um að menn hyggi á framboð. JAPAN Stjórnarskrá heimilar kjarnavopnaeign (svari stjórnvalda við fyrirspurn frá þingmanni í japanska þinginu kemur fram að stjórnarskrá landsins heimilar kjarnorkuvopnaeign svo lengi sem vopnabúrið miðast eingöngu við varnarþörf. Einnig kemur fram í svarinu að stjórnvöld hyggist ekki koma sér upþ slíkum vopnum. Kjarnorkumál eru í brennidepli í Japan í kjölfar kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. Valgeröur fundaöi meö ísraelska sendiherranum: Mótmælir árás í Beit Hanoun „Á þessum fundi komum við á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda. Það hefði ekki gerst ef við hefðum ekki verið í stjórnmálasambandi við þessa þjóð,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að loknum fundi hennar og Miryam Shomrar, sendi- herra ísraels á íslandi. Valgerður afhenti sendiherranum bréf til ísra- elska utanríkisráðherrans þar sem árás ísraelshers í Beit Hanoun í síð- ustu viku var harðlega mótmælt. f árásinni létust átján manns, flest konur og börn. Valgerður sagði íslendinga við- urkenna rétt allra þjóða til að verja sig, en ekki væri hægt að fallast á skýringar stjórnvalda í ísrael að um tæknileg mistök hafi verið að ræða. Hún vildi ekki útiloka neitt varðandi það að íslendingar leggi sitt af mörkum við að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs, til að mynda með friðarviðræðum milli deiluaðila hér á landi telji þeir það geta komið að gagni. Um hundrað manns mótmæítu við komu sendi- herrans í utanríkisráðuneytið þegar hún mætti til fundar við utanríkis- ráðherra i gærmorgun. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félags- ins Ísland-Palestína, segir að ísra- elski sendiherrann hafi notað bak- dyraleiðina til að komast aftur út úr ráðuneytinu. „Einhverjum þótti það táknrænt fyrir ísraelsstjórn, sem horfist ekki í augu við afleiðingar og mótmæli vegna fjöldamorðanna." Iraelskir hermenn í skjóli Átök blossuðu upp í flót- tamannabúðunum Al Ein í gær. ísraelskir hermenn leituðu skjóls við bíl sinn. Mikael Tal Grétarsson er ættaður frá ísrael: Blöskrar umræðan ■ Magnús Þór og Steingrímur kynni sér aðstæður Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net ,Mér blöskrar umræðan á Alþingi og í fjölmiðlum, hvað hún er ein- hliða gegn ísrael," segir Mikael Tal Grétarsson sölustjóri. Mikael ólst upp að hluta til í ísrael og á ísra- elska móður. „Að formaður eins stærsta stjórn- málaflokks á fslandi skuli leggja tii að slíta stjórnmálasambandi við f srael finnst mér svo alvarlegt að það hálfa væri nóg. Með þessu hiýtur ákveðnum botni að hafa verið náð í umræðunni. Það sem er að gerast nú finnst mér að minnstum hluta ísrael að kenna. Þetta eru frekar afleiðingar af stefnu stjórnvalda, til dæmis í Palestínu og Líbanon fyrir nokkrum mánuðum. ísraelar neyðast til að bregðast við henni og því miður stundum með svona hörmulegum afleiðingum eins og við sáum í síðustu viku.“ Mikael segist vel skilja að fólki blöskri að sjá myndir af látnum börnum og sprengjum. „Mér finnst það einstaklega óréttlátt að taka svona einhliða afstöðu gegn ísrael vegna slyss sem verður í kjöl- far einhliða hernaðar hryðjuverka- manna í Palestínu. Umræðan á Al- þingi nú í vikunni er ekki til þess fallin að bæta ástandið í Mið-Áust- urlöndum. Að slíta stjórnmálasam- bandi við ísrael myndi einungis bæta gráu ofan á svart og gera ástandið enn verra.“ Kynni sér aðstæður Að sögn Mikaels þurfa stjórn- málamenn að kynna sér málin betur og líta á málin heildstæðar. Hann segist muna eftir því að Hall- dór Ásgrímsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, hafi oft verið harð- orður í garð ísraelsmanna. „Svo fór hann á svæðið og kynnti sér málstað beggja aðila og mér fannst skoðanir og málflutningur hans breytast verulega eftir þá ferð. Hann sýndi málstað fsraels og þessum málum mun meiri Aö slíta stjórn- málasambandi 1 myndi bæta gráu ! ofan á svart 4 - ~ í Mikael Tal Grétarsson sölustjóri skilning. Ég held að það myndi hjálpa stjórnmálamönnum, hugs- anlega Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Steingrími J. Sigfússyni, til að skilja þessi mál betur.“ Mikael bendir á að ísraelar hafi kosið nýjan klofningsflokk, Kadima, sem hafði það eitt að markmiði að semja frið og klára þessi mál. „Ein- ungis nokkrum vikum síðar kýs palestínska þjóðin yfir sig hryðju- verkasamtökin Hamas til að leiða ríkisstjórn sína. Hamas eru samtök sem neita að viðurkenna Ísraelsríki og hafa það að yfirlýstu markmiði að tortíma ísrael og drepa gyðinga. Það er með hreinum ólíkindum að verið sé að gagnrýna Ísraelsríki með þessum hætti." Stór hluti óbyggilegur fsraelsher hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið eftir árás sína sem kostaði átján óbreytta borgara lífið í Beit Hanun á Gaza- svæðinu. Mikael segir að orsök þess að fréttir berast af mannfalli óbreyttra borgara sé ekki sú að ísraelskir stjórnmálamenn hvetji herinn til að drepa óbreytta borg- ara. „Markmiðið er að ná tökum á hryðjuverkavandanum og reyna að koma í veg fyrir eldflaugaárásir inn í ísrael, en stór hluti ríkisins er óbyggilegur vegna þeirra. Við erum að sjá leikskólabörn í neð- anjarðarbyrgjum vegna hættu á eldflaugaárásum." Hann segir fsraelsríki vera eina lýðræðisrikið á svæðinu og almenn- ingur geri þá kröfu að stjórnvöld taki á þessum vandamálum þar sem ekki er hægt að fara út fyrir hússins dyr vegna eldflaugahættu. „Það verður því að ráðast á hryðjuverka- mennina og reyna að stöðva þá.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.