blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 5

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 5
blaðið FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 Valtra S280 Óárennilegur, jafnvel sem leikfang. Leikfangasala vinnuvélaumboða: Selja fleira en traktora og gröfur Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að umboð margra stórvirkra vinnuvéla og dráttarvéla hafa einnig til sölu leikföng og eft- irlíkingar af þeim vörum sem um- boðin selja. Jötunn Vélar á Selfossi er eitt af þeim umboðum sem hafa leikfangasölu sem aukabúgrein. Benedikt Elvar Jónsson hjá Jötunn Vélum segir að það seljist alltaf eitt- hvað af þessum leikföngum en þó mest nú í desember. „Þetta er búið að vera spútnikdæmið í þessum mánuði.“ Jötunn Vélar eru umboðsaðilar fyrir Massey Ferguson og Valtra dráttarvélar og Pöttinger hey- vinnsluvélar. Leikfangaúrvalið end- urspeglast af þessu og eru Jötunn Vélar því mestmegnis með leikföng byggð á þessum vélum til sölu. Þó er einnig hægt að fá ýmsa fylgihluti eins og heyrúllur, girðingar, búdýr, vélaskemmur og fleira. Benedikt segir að Jötunn Vélar hafi litið sem ekkert auglýst þessa leikfangasölu sína en þó sé alltaf ríf- andi gangur í leikfangasölunni. Það eru ekki bara bændur sem versla leikföng handa börnum sínum hjá þeim. „Það er bara rosalega mikið af fólki sem bara dettur inn og kaupir fyrir krakkana sem hafa áhuga fyrir þessum vinnuvélum og búskap. Svo eru það safnararnir en þeir kaupa rosalega mikið.“ Meðal þess sem vekur athygli safnara er eftirlíking af gömlum Massey Ferguson trak- tor. „Safnarar hafa mikinn áhuga fyrir honum og hann bara rauk út. En það kemur önnur sending í byrjun árs, í janúar eða febrúar.“ Vélar & tæki URVAL VINNUVELA OG TÆKJA Þegar fjárfesta á í vinnuvélum er ómetanlegt að sérfróðir fagaðilar séu með í ráðum. Við hjá MEST fylgjum viðskipta- vinum okkar alla leið og veitum honum alhliða fagþjónustu og tækniráðgjöf varðandi vinnuvélarnar okkar. Hjá MEST fæst mikið úrval véla og tækja, þar á meðal Bomag, Liebherr og Yanmar vinnuvélar. Láttu þaulreynt fagfólk aðstoða þig. Hafðu samband við söludeild véla & tækja að Bæjarflöt 4 í Grafarvogi síma 4 400 540 og aflaðu þér upplýsinga. ni mesT - allt til bygginga Malarhöfða 10, Reykjavík Bæjarflöt 4, Reykjavík Hringhellu 2, Hafnarfirði Hrísmýri 8, Selfossi Leiruvogi 8, Reyðarfirði Hágæða vörur á góðu verði uka- og varahlutir fyrir vinnuvélar, tæki og trukk VARÚÐARLJÓS • LJÓSKASTARAR • DÍÓÐULJÓS • KELSA LJÓSAGRINDUR A FLESTA VÖRUBÍLA Webasto Þú hitar bílinn áður en þú ferð út í kuldan og þarft aldrei að skafa! SVvörubflademparar viðhaldsfrfir - mjög sterkir Ryðfríir kassar margargerðir frábærtverð Parlok vörubílabretti úr polyethylen sÞarlok olland dráttarstólar 25 og 36 tonna » Undirvagnsvarnir með Ijósu Webasto olíumiðstöðvar Parlok vörubílabretti Varúðarljós, Ijóskastarar, díóðuljós Be-Ge vörubíla og vinnuvélastólar BAWER ryðfríir kassar fyrir vörubíla Bíldshöfóa 16 I 567 2330

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.