blaðið - 13.01.2007, Qupperneq 16
blaðið
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Rttstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Ár og dagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir
Stelpur í strákaleik
„Daginn sem við losnum við samviskubitið þá brennum við jakkafötin,“
sagði Svafa Grönfeldt, nýráðinn rektor Háskólans í Reykjavík, á afar fjöl-
mennri námstefnu Virkjum kraft kvenna sem iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið, Samtök atvinnulífsins og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir í
fyrradag. Það kom fram í máli Svöfu að samviskubit kvenna gagnvart heim-
ili sínu og börnum væri dragbítur á frama þeirra á vinnumarkaði. „Á meðan
við sigrumst ekki á samviskubitinu gagnvart börnum okkar þá erum við
ekki tilbúnar til að taka á okkur ábyrgð,“ sagði hún. Þá vildi Svafa meina að
konur ættu við að glíma ótta vegna gagnrýnisradda annarra kvenna.
Það er ekkert skrýtið þótt íslenskar konur fjölmenni á námstefnu sem
þessa. 1 rúm 30 ár hafa þær barist fyrir jafnrétti undir slagorðinu Ég get, þori
og vil, en engu að síður eru þær enn töluvert langt undir körlum í launum
og aðeins 10% þeirra sitja í stjórnum stærri fyrirtækja og 5% eru stjórnarfor-
menn. f nýlegri könnun kom í ljóst að ungar konur hafa lægri launavænt-
ingar en ungir karlar. Hvernig skyldi standa á því? Hrönn Greipsdóttir, hót-
elstjóri á Radisson SAS, sagði að konur sæju sig oft ekki sem forystumenn
og þær eru of lítillátar gagnvart sjálfum sér. Steinunn Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Glitnis í London, benti á að í Noregi og Bretlandi hafi verið
settur kynjakvóti sem litlum árangri hefur skilað. Það kom einmitt mjög
sterkt fram á námstefnunni að konur eru á móti kynjakvóta, þær vilja kom-
ast áfram á eigin verðleikum en ekki af því að þær eru konur.
Áhugi kvenna á námstefnunni er staðfesting á því að konur vilja meiri
völd, hærri laun og meiri ábyrgð. Þær eru tilbúnar en komast ekki að í
karlasamfélaginu. Aðeins 20 karlmenn voru á námstefnunni þrátt fyrir að
hún væri öllum opin. Ekki skal um það dæmt hér hvers vegna svo var en
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims, benti á að strákar hefðu
ekki leikið sér með stelpum þegar þeir voru börn og sennilega hefði það
fylgt þeim áfram í lífinu. Stelpurnar fá sem sagt ekki að vera með i strákal-
eikjunum! Benedikt sagðist þó vera því mjög hlynntur að konur kæmust í
áhrifastöður.
Margoft hefur það verið sagt að konur afþakki valdamikil ábyrgðarstörf
og örugglega er það rétt. Hver kona (og auðvitað karl líka) á að hafa rétt til
þess að velja hvort hún kýs frama í starfi eða þægilegan vinnutíma frá níu
til fimm. Valdamikil störf verða seint talin þægileg og vinnutíminn er oft
mjög langur. Hins vegar verða þær konur sem kjósa frama í starfi að gera
sig sýnilegar og láta vita að þær kjósi meiri ábyrgð - þá verður leiðin upp
greiðari. Aukum sjálfstraustið, burt með samviskubitið og þiggjum ábyrgð
utan heimilis.
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
I BOKINNI ER LEITAST
VIÐ AÐ SVARA SPURN-
INÚUM SEM SNERTA
TILÚANÚ LÍFSINS.
HÚN ÚTSKÝRIR Á
EINFALDAN HÁTT
GRUNDVALLARATRIÐI
KRISTINNAR TRÚAR
OG ER KJÖRIN TIL AÐ
KYNNA SÉR EÐA RIFJA
UPP EFNI ALFA-
NÁMSKEIÐSINS.
www.kassi.is/salt
Alpha
16
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007
G^H-PU^Vol/E- 3000 MiLLjétí KkífíuK í
TLANNSáKMILgTVTK: HflVÞ/l fftf§KJ>L«fluM TUtóSS
f,9 STW?L4 RqNríS'oltfVtW n Sr&pv&fu
Ruit'íJihlri, n<T>- ~ n i - «
Bætt efnahagsstjórnun eða evra?
Hvers vegna ætli það sé svona
mikið skrafað um evruna þessa
dagana?
Kannski er það ekki skrýtið
þar sem hagstjórn núverandi ríkis-
stjórnar virðist hafa leitt þjóðina í all-
nokkrar ógöngur. Islenskur almenn-
ingur þarf að borga upp undir 25%
vexti af sumum lánum í bönkunum
og hefði nú einhverjum þótt okur á
árum áður. Þá hefur viðskiptahalli
við útlönd aukist og verðbólga er 8%.
Ljóst er að næstu ríkisstjórnar bíður
erfitt verkefni sem er að slá á þensl-
una og rétta þjóðarskútuna af.
Vinstrihreyfingin - grænt fram-
boð hefur varað mjög við stefnu
stjórnvalda í efnahagsmálum, sér-
staklega stóriðjustefnunni svoköll-
uðu, en ljóst er að hún á talsverðan
þátt í þeirri þenslu sem hér hefur
verið. Stóriðjustopp er nauðsynlegt -
ekki einungis af umhverfisástæðum
heldur einnig af efnahagsástæðum.
Þá er ljóst að stóraukin íbúðalán
hafa átt sinn þátt i þenslunni.
En er evran hið eina rétta svar
við núverandi ástandi? Ljóst er svo
telja sumir stjórnmálamenn og má
þar nefna forystumenn í Framsókn-
arflokki og Samfylkingu. Utanríkis-
ráðherra hefur meira að segja sagt
að það skipti fólk ekki miklu máli að
halda í krónuna þar sem flestir noti
plastkort nú á dögum, ekki reiðufé.
Þessi orð utanríkisráðherra snúast
líklega einkum um tilfinningarökin
í málinu en Danir, svo dæmi sé nefnt,
ákváðu að halda krónunni sem gjald-
miðli en eru þess í stað beintengdir
við evruna.
Óháð því sem kalla má tilfinninga-
rök er það heilmikið mál að skipta
um gjaldmiðil. Eins og fjölmargir
hagfræðingar hafa bent á er það
nokkurra ára ferli að skipta úr krónu
yfir í evru og það er því ekkert sem
leysir úr núverandi efnahagsástandi.
Annað mikilvægt atriði, sem mér
hefur þótt nokkuð fara fyrir ofan
Katrín Jakobsdóttir
garð og neðan, er sú staðreynd að
langflestir sérfræðingar telja það
óskynsamlegt og jafnvel ógerlegt að
taka upp evru án þess að ganga í Evr-
ópusambandið. Ef við tækjum upp
evru en stæðum áfram utan Evrópu-
sambandsins gerðum við það á „eigin
ábyrgð“ ef svo má að orði komast. Að-
koma okkar að gjaldmiðlinum yrði
allt önnur en þjóða innan ESB og því
þykir fæstum það vænlegur kostur að
taka upp evru fyrir þjóð sem er utan
Evrópusambandsins. Talsmaður Evr-
ópusambandsins í efnahagsmálum
tilkynnti svo á dögunum að evran
væri órjúfanlegur hluti ESB og ekki
væri hægt að taka hana upp nema
ganga í ESB. Að lokum má nefna að
það er hreint ekki víst að evran yrði
sú lausn á okkar efnahagsmálum
sem sumir telja.
Nærtækast er að lita til þjóða á
borð við Þjóðverja og Frakka sem
hafa tekið upp evru en nýjustu kann-
anir hjá þessum þjóðum sýna veru-
lega óánægju með evruna og eftirsjá
eftir gömlum gjaldmiðlum.
Burtséð frá þessu er aðalspurn-
ingin miklu stærri en spurningin
um evruna.
Hún snýst um það hvort íslend-
ingar viljaganga í Evrópusambandið.
Það er stórt skref sem þarf að íhuga
vandlega. Sem stendur erum við
hluti af Evrópska efnahagssvæðinu,
tökum þátt í tiltekinni Evrópusam-
vinnu á þeim grundvelli og um
fimmtungur íslenskra lagasetninga
á rætur að rekja til EES. Það yrði
því mikil breyting að ganga í ESB
og framselja stjórnvaldið að stórum
hluta til Brussel. Það er spurningin
sem íslenska þjóðin þarf að svara,
ekki aðeins hvort henni þyki vænt
um krónuna eða hvort hún noti
bara kort.
Sem stendur er hin meinta lækkun
matvælaverðs eina stórvægilega rök-
semdin fýrir inngöngu i ESB og það
er mörgum spurningum ósvarað,
t.d. um íslenskan landbúnað og
hvort Islendingar eru reiðubúnir að
fórna einhverjum hluta yfirráða yfir
auðlindum hafsins. Hins vegar er
margt sem kallar á breytta efnahags-
stjórnun og því er hægt að breyta,
strax í næstu kosningum.
Höfundur er varaformaður
Vinstri-grænna
Leiðrétting
I Blaðinu I gær var grein eftir Katrínu Jakobsdóttur, varaformann Vinstri-grænna,
eignuð Katrínu Júlíusdóttur alþingismanni. Blaðið hefur beðið hlutaðeigandi afsök-
unar. Af þessum sökum er hér endurbirt grein Katrínar Jakobsdóttur.
Klippt & skorið
Valdimar Leó Friðriksson, sem sagði
sig úr Samfylkingunni í kjölfar lakrar
útkomu í prófkjöri flokksins í Suðvestur-
kjördæmi, erað hugsa um að
ganga til liðs við Frjálslynda
flokkinn. í viðtali í bæjar-
blaðinu Mosfellingi mærir
Valdimar Leó, sem nú er
alþingismaður utan flokks,
stefnu Frjálslyndra. „Ég hef verið að fara yfir
stefnu Frjálslynda flokksins og get viðurkennt
að hún fervel að mínumáherslum," segir Valdi-
mar Leó. Þegar hann er spurður hvort hann sé
á leið f flokkinn svarar hann: „Þú ert erfiður. Ég
hef áhuga á því." Við nánari skoðun þá virðist
Valdimar Leó að mörgu leyti smellpassa inn í
Frjálslynda flokkinn. Hann er með próf í fiskeld-
isfræði frá Barony College (Skotlandi.
Eygló Harðardóttir, sem býður sig
fram í 2. sæti á lista Framsóknarflokks-
ins í Suðurkjördæmi, gagnrýnir sjálf-
stæðismenn og Björn Bjarnason á heima-
síðu sinni. Eygló segir þá ábyrga fyrir flutningi
verkefna frá Vestmannaeyjum undanfarin
misseri. Nefnir hún m. a. flutning verkefna
rannsóknarlögreglunnar frá
Eyjum á Selfoss, lokun Símans b ú
og þá staðreynd að loftskeyta-
stöðin hafi verið lögð niður. I
„Margir trúðu því að sjálfstæð- v r
isráðherrar hættu að leggja
niður störf og verkefni í Eyjum ef sjálfstæðis-
menn næðu aftur völdum þar. Því miður er það
ekki svo," segir Eygló, „Við megum víst þakka
fyrir að verkefnin skuli ekki fara beint til Reykja-
víkureins Björn myndi eflaust helstvilja ..
Steingrímur J. Sigfússon hvatti
stjórnarandstöðuna til samstöðu á
stjórnmálafundi á Akureyri í fyrrakvöld.
Sagði hann að stjórnarand-
staðan þyrftl að vera skýr
valkostur gegn ríkisstjórninni
í komandi kosningum. Þrátt
fyrir þetta er greinilegt að
það andar köldu milli Stein-
gríms og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
eins og rimma þeirra í Kryddsíldinni sýndi. Á
fundinum á Akureyri gaf SteingrímurSjálfstæð-
isflokknum svolítið undirfótinn. Það þarf ekki
að koma neitt sérstaklega á óvart því samstarf
flokkanna ( bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur
reynst ágætlega.
traustih@bladid.net