blaðið - 13.01.2007, Síða 26
LAUG
mennixt
JANUAR 2007
blaöiö
Leiðsögn um litinc
Harpa Þórsdóttir listfræðingur leiðir gesti um sýninguna Frelsun litarins í Lista-
safni íslands sunnudaginn 14. janúar klukkan 14. Sýningin Frelsun litarins færir
okkur sérstaka sýn á fauvismann, afdrifaríkan tíma innan málaralistarinnar sem
náði hámarki árið 1905 og fól í sér nýjar skilgreiningar í stefnu málverksins.
Steinunn á Flórída
Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona sýnir verk sín á alþjóðlegu Palm
Beach 3 samtímalistarmessu í Flórída. Steinunn er þar í góðum félagsskap
ýmissa heimsfrægra listamanna á borð við Lynn Chadwick sem var einn af
merkustu myndhöggvurum Breta á tuttugustu öld.
WœkM. „ *.
Guðrún sýnir
í Artóteki
Sýning á verkum Guðrúnar
öyahals myndlistarmanns hefur
verið opnuð á 1. hæð Grófar-
húss, Tryggvagötu 15. Sýningin
nefnist Iðnaðarlandslag og er sú
ellefta í röð sýninga á verkum
listamanna sem eiga listaverk í
Artóteki - listhlöðu í Borgarbóka-
safni. Guðrún útskrifaðist úr mál-
aradeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands vorið 1997 og lauk
námi i kennslufræði við Listahá-
skóla Islands 2005. Einnig hefur
Guðrún lært tækniteiknun og var
einn vetur við nám í Kvikmynda-
skóla íslands. Guðrún er félagi í
Sambandi íslenskra myndlistar-
manna. Þrívíð verk, skúlptúrar
og lágmyndir hafa verið mest
áberandi í list Guðrúnar undan-
farið en innsetningar, myndbönd
og málverk hafa einnig verið
viðfangsefni hennar. Efnin sem
Guðrún notar eru gjarnan úr dag-
lega lífinu, t.d. má gjarnan sjá
brúðuparta í verkum hennar sem
og iðnaðarefni eins og rafmagns-
vír, nagla, glerbrot og sand svo
eitthvað sé nefnt. Guðrún hefur
haldið nokkrar einkasýningar,
s.s. í Gallerí Skugga, Lista-
salnum Man og Gallerí Fold auk
þess sem hún hefur tekið þátt í
ýmsum samsýningum.
heilsa
ILs /1 -h*/6u þéó gott
LIÐ-AKTÍN
6XTRA
Glucosaminc & Chondroitin
60 töflur
Heldur liöunum
liðugum!
+0A>l<f K9 JSs -haföu þaö gotl
Vel heppnuð uppsetning
Leikrit Birgis Sigurðssonar,
Dagur vonar, sló rækilega í gegn
þegar það var sett upp í Iðnó fyrir
tuttugu árum. Það virtist snerta
streng í hjarta þjóðarinnar enda
tók það á málum sem ekki fengu
nægilega umfjöllun í þá daga:
Alkóhólisma, misnotkun, bælingu
og geðveiki.
Hilmir Snær Guðnason, sem
leikstýrir uppsetningu Borgarleik-
hússins að þessu sinni, styðst að
mestu leyti við fyrri uppsetningu.
Umgjörðin er raunsæisleg með
þeirri undantekningu að einstaka
sinnum er hún brotin upp þar sem
áhorfendur fá innsýn í hugarheim
Öldu, hinnar geðveiku dóttur.
Eðlilega vaknar sú spurning
hvort sú ákvörðun Hilmis að
breyta lítið frá fyrri uppsetningu
geti valdið því að verkið glati ein-
hverju af sínum upprunalega slag-
krafti. Svo virðist ekki vera enda
eru áhrif verksins jafn sláandi nú
og þau voru fyrir tuttugu árum.
Augu
Árið 2007 hefst með pomp og prakt
á Listasafni Akureyrar í dag með
tveimur glæsilegum sýningum. Jón
Óskar opnar sýningu á verkum sin-
um sem nefnist „Les yeux de l’ombre
jaune" (Augu Gula skuggans). Hér er
ekki um að ræða hefðbundna yfirlits-
sýningu þótt til sýnis séu verk af ýms-
um toga, bæði málverk, teikningar
og grafík. Sýningin er gríðarlega um-
fangsmikil og mun þekja tvo stærstu
sali safnsins og meira til. I vestursal
íeldri kantinum
Sigrún Edda Björnsdóttir fer
með hlutverk Láru, hinnar sígildu,
sívinnandi íslensku móður sem fyr-
ir löngu hefur fórnað öllu fyrir aðra
en sjálfa sig. Þegar hún á eldri ár-
um tekur alkóhólistann og atvinnu-
leysingjann Gunnar inn á heimili
fjölskyldunnar byrja að myndast
sprungur í þagnarmúrinn.
Sigrún nær vel að túlka hina
bitru konu sem sakir mótlætis í
lífinu hefur brynjað sig gagnvart
hvers konar tilfinningum. Hún er
jarðbundin, raunsæisleg og aðeins
fyrir tilstuðlan Gunnars neyðist
hún til að horfast í augu við sjálfa
sig.
Syni hennar tvo, Hörð og Reyni,
leika þeir Gunnar Hansson og
Rúnar Freyr Gíslason. Rúnar er
sannfærandi sem hinn jarðbundni
Reynir sem líkt og Lára hefur ýtt
tilfinningunum til hliðar. Að
minnstakosti á yfirborðinu. Gunn-
ar á margar stórgóðar senur í hlut-
safnsins er innsetning eftir banda-
ríska listamanninn Adam Bateman
og ber sú sýning titilinn Tyrfingar.
Jón Óskar hannar sýningarskrána
sem minnir mjög á tímaritið Séð og
heyrt. Jón hefur haft mikil áhrif á
umbrot og hönnun bóka hér á landi,
enda hefur hann starfað við fagið
um árabil. 1 sýningarskránni, sem
er einkar óvenjuleg, ægir öllu saman.
Þar er að finna myndir af verkum, all
kyns textum eftir fræðimenn sem og
verki Harðar sem lifir sig inn í
hlutverk skáldsins en fyrir vikið
fyrirlítur sinn eigin uppruna og
forðast raunveruleikann.
Það vinnurþó gegn góðri frammi-
stöðu Gunnars og Rúnars að þeir
eru helst til í eldri kantinum fyrir
hlutverk sin.
Hófstillt dramatík
Ellert A. Ingimundarson er frá-
bær í hlutverki Gunnars, illmenn-
isins og aumingjans, og hin unga
leikkona Birgitta Birgisdóttir gerir
vel með túlkun sinni á Öldu. Sam-
leikur þeirra tveggja er góður og
nær hámarki í afar sláandi senu þar
sem Gunnar misnotar Öldu á hrotta-
legan hátt.
Sviðsmyndin er að mestu leyti
raunsæisleg en rimlar látnir um-
lykja sviðið svo það minnir helst á
fuglabúr. Að því leyti fléttast inni-
hald verksins og sviðsmynd vel sam-
an.
Framvinda verksins á það til að
gamla félaga Jóns Óskars sem fjalla
um list hans og persónu. Jón Óskar
fléttar einnig hugmyndaheim sinn
skemmtilega saman við list Adams
Batemans.
Adam Bateman nam list sína í
New York en rekur nú listamiðstöð í
Utah. Uppsafnaður fróðleikur bóka
er honum hugleikinn og hugmynd-
irnar risavaxnar.
Sýningarnar verða opnaðar í dag
klukkan 15 og lýkur 4. mars.
Borgarleikhúsið
- Dagur vonar:
Leikhús ★★★★
Eftir: Birgi Sigurðsson
Leikstjóri: Hilmir Snær
Guðnason
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Leikarar: Ellert A. Ingimundar-
son, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Hanna María Karlsdóttir, Rúnar
Freyr Gíslason, Gunnar Hansson,
Birgitta Birgisdóttir.
hægja verulega á sér á köflum sem
gerir það oft þungt en á móti hefur
Hilmir náð að stilla dramatíkinni í
hóf fyrir utan einstaka senur.
{ heild er því hér um nokkuð vel
heppnaða uppsetningu að ræða á
verki sem á fullt erindi við leikhús-
gesti í dag líkt og fyrir tuttugu ár-
um.
hoskuldur@bladid.net
Gula skuggans