blaðið - 13.01.2007, Side 33
blaðið
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 33
ekki virkur þátttakandi í pólitík á
þessum tíma en þegar ég fór í lög-
fræði í Háskóla Islands gekk ég strax
til liðs við Vöku sem var svolítið úr
takti við uppeldið sem ég fékk í MH
og á mínum æskuárum því foreldrar
mínir hafa alltaf verið vinstrisinn-
aðir. Ég kynntist því hins vegar í
Vöku að pólitíkin er ekkert sérstak-
lega áhugaverður eða skemmtilegur
heimur og sá litli áhugi sem hafði
vaknað á henni dofnaði fljótt. Ég
held að það þurfi sterk bein til að
þola þann ólgusjó sem pólitíkin er.“
Hroki og virðing
Hvernig vaknaði áhugi þinn á
lögreglumálum?
„Eftir lögfræðinám fór ég til starfa
í dómsmálaráðuneytinu og var við
störf í sifjamálunum hjá þeim ágæta
skrifstofustjóra Drífu Pálsdóttur því
áhugi minn var helst á barnarétti og
fjölskyldurétti. Síðan var ég fluttur
yfir í lögreglumálin hálfu ári seinna,
heillaðist algjörlega af þeim mála-
flokki og hef verið í honum síðan.
Ég tek mjög alvarlega það meginhlut-
verk lögreglunnar að tryggja öryggi
og gæta að öryggi. Bara það að geta
haft áhrif með þeim hætti til góðs
í samfélaginu er nokkuð sem mér
fannst heillandi og raunverulega
áhugavert.“
Lögreglan er stundum sökuð um
hroka. Fólk verður að hera virðingu
fyrir lögreglunni en þolir ekki frá
henni hroka. Hvernig horfir þetta
viðjiér?
„Eg held að um leið og einhver
sýnir af sér hroka þá glati hann
virðingunni. Maður byggir upp
virðingu með því að bera virðingu
fyrir öðrum. Þetta er ákveðið leið-
arljós sem ég vil að lögreglan starfi
eftir og ég lít svo á að lögreglan hafi
starfað þannig. Við lögreglunni
blasa öll svið samfélagsins, dökku
og björtu hliðarnar. Þeir sem hrópa
hæst um hroka og yfirgang lögregl-
unnar eru kannski ekki barnanna
bestir sjálfir. Það getur verið að
þeir séu ekki að sýna lögreglunni þá
virðingu og kurteisi sem eðlilegt er
að fólk sýni í samskiptum hvert við
annað. Þetta er ekki flóknara en það.
Þetta er spurning um það hvernig
við eigum samskipti, hvort sem við
erum að eiga viðskipti úti í búð eða
hittumst á götu, alveg óháð þvi í
hvaða hlutverki við erum, hvort ég
er lögreglumaður og þú borgari.“
Samstarfið við Björn
Þú starfaðir með þremur dóms-
málaráðherrum í dómsmálaráðu-
neytinu. Við hvern þeirra áttirðu
bestu persónulegu samskiptin?
„Ég starfaði með Þorsteini Páls-
syni, Sólveigu Pétursdóttur og Birni
Bjarnasyni og átti einstaklega gott
samstarf við þau öll. Þau eru ólíkir
persónuleikar með mismunandi stíl
en öflug hvert á sínu sviði. Ég náði
einna bestu persónulegu sambandi
við Björn. Það helgast kannski af
því að Þorsteinn Pálsson var sjáv-
arútvegsráðherra samhliða því
að vera dómsmálaráðherra og var
með starfsaðstöðu i sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Hvað Sólveigu varðar
var ég tvö ár af hennar tímabili úti
í Brussel og vann meðal annars að
málefnum sem sneru að Schengen-
samstarfinu. Fyrir vikið varð sam-
starfið ekki jafn náið þótt það væri
mjöggott.
Björn er öflugur og skipulagður.
Hann hefur markað mjög skýra og
að mínu mati góða stefnu fyrir lög-
regluna. Björn er núna að uppskera
eins og hann sáði árið 2003 þegar
hann setti ákveðið ferli í gang. Sú öfl-
uga löggæsla sem núna er að verða er
afrakstur þeirrar vinnu.“
Björn er umdeildur en maður
tekur eftirþví að þeir sem vinna með
honum bera honum yfirleitt mjögvel
söguna. Þér hefur þóttgott að vinna
með honum?
„Ég hef ekki heyrt í einum einasta
manni sem unnið hefur náið með
Birni eða undir hans stjórn sem
ber honum illa söguna. Það held ég
að segi mjög mikið. Fjölmiðlar, vilj-
andi eða óviljandi, draga kannski
upp aðra mynd af fólki en þá raun-
verulegu. Menn hafa verið duglegir
við að ýta undir harða ímynd hjá
Birni en hann er býsna mjúkur og
skenmtilegur inn við beinið.“
Draumur um skáldsögu
Mér er sagt að þú sért í lestrarfé-
lagi sem heitir Krummarnir. í hvaða
félagsskap ertu þar?
„Pétur Blöndal blaðamaður er
upphafsmaðurinn að þessum félags-
skap, mikill áhugamaður um lestur,
og vildi fá vini sína og kunningja
úr hinum og þessum áttum til að
hittast reglulega og ræða um bók-
menntir. Við hittumst einu sinni
í mánuði, oftar í desember þegar
jólabókaflóðið skellur á. Við erum
um það bil fimmtán, þar á meðal
Huldar Breiðfjörð, Börkur Gunnars-
son, Árni Matthíasson, Karl Blön-
dal, Lárus Blöndal, Róbert Spanó
UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA
rafmagnsrúm
dunsœngur & koddar
náttborð
eldhússtólar
eldhúsborð
barstólar
borðstofa
sjónvarpsherbergið
svefnsófar
sófasett & hornsófar
stólar / casper
www. toscana.is
OPIÐ
mán - föst 10 - 18
laug 11 - 16
HÚSGAGNAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KOP S:58 7 6090
HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG I HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535