blaðið - 13.01.2007, Page 42
42 LAUGARDAGUR l?
blaöiö
helgin
Garbo og Tolstoj
Kvikmynd sem byggð er á hinni frægu skáldsögu Lévs
Tolstojs, Önnu Karenínu, með Gretu Garbo í titilhlutverki
verður sýnd í MÍR-salnum Hverfisgötu 105 á morgun
sunnudag kl. 15. Aðgangur er ókeypis.
Skagfirsk sveifla
Hinn eini sanni skagfirski sveiflukóngur Geir-
mundur Valtýsson kemur í bæinn ásamt hljómsveit
sinni um helgina og skemmtir gestum Kringlukrár-
innar í kvöld. Skemmtunin hefst kl. 23.
helgin@bladid.net
UM HELGINA
Tónleikar til að vekja athygli á málefnum Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar:
Dr. Mister &
Mr. Handsome
Lokatónleikar Dr. Mister og
Mr. Handsome verða haldnir á
Broadway í kvöld. Þetta mun
vera í allra síðasta skipti sem
hljómsveitin umdeilda kemur
fram og er aldrei að vita nema
frægir leynigestir stígi á svið
með strákunum.
Sixties í Vélsmiðjunni
Hljómsveitin Sixties leikur
fyrir dansi í kvöld á skemmti-
staðnum Vélsmiðjunni á Akur-
eyri. Húsið verður opnað kl. 22
og er frítt inn til miðnættis.
Barokk í
Bústaðakirkju
Kammermúsíkklúbburinn
heldur tónleika í Bústaðakirkju
sunnudagskvöldið kl. 20. Cam-
erarctica leikur barokktónverk
og strengjakvartett eftir Sjo-
stakovitsj.
Nýárstónleikar Tíbrár
Hjónin Hanna Dóra Sturludóttir
sópransöngkona og Lothar
Odinius tenór koma fram ásamt
Salonhljómsveit Sigurðar Ingva
á árlegum nýárstónleikum Tí-
brár sem haldnir verða í Salnum
kl. 16 í dag
Tríó Artis í
Mosfellskirkju
Tríó Artis heldur árlega nýárs-
tónleika sína í Mosfellskirkju á
morgun, sunnudag, kl. 17-18.
Á efnisskránni er Ijúf tónlist
fyrir flautu, víólu og hörpu. Að-
gangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Opnanir í Listafninu
á Akureyri
Tvær sýningar verða opnaðar í
Listasafninu á Akureyri í dag kl.
15. Annars vegar er um að ræða
sýningu á verkum Jóns Óskars
sem nefnist Les yeux de l’om-
bre jaune (Augu gula skuggans)
og hins vegar innsetning banda-
ríska listamannsins Adams Bate-
mans sem nefnist Tyrfingar.
Opnuní
Nýlistasafninu
Fyrsta stóra einkasýning mynd-
listarmannsins Kolbeins Huga
Höskuldssonar verður opnuð
í Nýlistasafninu í dag kl. 17.
Sýningin ber yfirskriftina Still
drinking about you og gefur
áhorfendum einstakt tækifæri
til að skyggnast inn í íveru lista-
mannsins.
Synd að loka sjoppunni
ITónlistarþróunarmiðstöðinni
við Hólmaslóð hefur verið
öflug starfsemi á undanförn-
um árum og þar hafa nú um
50 hljómsveitir aefingaaðstöðu og
vettvang til tónleikahalds. f dag
verða haldnir tónleikar í Hafnar-
húsinu undir yfirskriftinni Járn
í járn þar sem fram koma hljóm-
sveitir og tónlistarmenn sem eiga
athvarf í Tónlistarþróunarmið-
stöðinni.
Húsið verður opnað kl. 16 og hefj-
ast tónleikarnir klukkustund síðar.
Byrjað verður á rólegu nótunum
með listamönnum á borð við Ólaf
Arnalds, Rökkurró og Lay Low en
endað með alvöruharðkjarnarokki
að hætti I adapt og Severed Crotch.
Af öðrum sem fram koma má nefna
Sudden Weather Change, My Summ-
er as a Salvation Soldier, Changer og
Benny Crespo’s Gang.
Skortir skilning og Qármagn
Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
tónlistarmaður og leikari, er einn
af skipuleggjendum tónleikanna og
segir hann að með þeim vilji þeir
vekja athygli á starfseminni enda
viti alltof fáir af henni.
„Það sem vakir fyrir okkur er að
hljóta skilning og fjármagn frá opin-
berum aðilum sem tryggir rekstur
Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar
til frambúðar.
Nú er svo komið að við verðum að
fara að fá fastan pening inn í þetta
frá opinberum aðilum sem við höf-
um lengi haft gott vilyrði fyrir að fá.
Það verður að fara að gerast því að
eins og staðan er í dag erum við að
reka þetta með tapi og þurfum að
loka sjoppunni bráðlega ef ekkert
gerist," segir Guðmundur Ingi og
bætir við að það yrði mikil synd.
Á síðustu árum hafa ýmis stórfyr-
irtæki stutt við bakið á menning-
arstarfsemi í landinu og segir Guð-
mundur að þeir myndu fagna því að
fá peninga úr þeirri átt.
„Við myndum þiggja peninga frá
flestri löglegri starfsemi og erum
búin að leita fyrir okkur víða. Fyrst
og fremst finnst okkur þó að ríki og
borg eigi að sjá sóma sinn í því að
viðurkenna þetta sem tómstunda-
starf,“ segir hann og bendir á að það
hafi verið gert í Svíþjóð með góðum
árangri.
I adapt í ham Harökjarnahljómsveitin I adapt er meöal þeirra listamanna
sem koma fram á tónleikunum.
en 18 ára til þess. Það fer ekkert á
Airwaves og þessa stærri viðburði.
Það má það ekkert þannig að það
er ofsalega gaman að sjá hvernig er
að byggjast þarna upp skemmtileg
sena og fastur hópur sem kemur
á tónleika,“ segir Guðmundur
Ingi að lokum.
Tónleikarnir
hefjast kl. 17
og lýkur kl.
22:30. Að-
gangur er ____________
ókeypis og eru A
allir velkomnir.
Guðmundur Ingi Þorvalds-
son Guðmundur vill aö ríki og
borg komi meö öflugri hætti
að rekstri Tónlistarþróunar-
miðstöðvarinnar.
Gegnir mikilvægu hlutverki
Tónlistarþróunarmiðstöðin er
einmitt byggð upp að sænskri fyrir-
mynd og segir Guðmundur Ingi að
hún sé mikilvæg miðstöð fyrir tón-
list ungs fólks og hafi jafnframt mik-
ið forvarnargildi.
„Það er gríðarlegur stuðningur fyr-
ir fólk sem er í rokk- og popptónlist
að hafa hvert annað og að hafa hús-
næði sem er undir eftirliti og þjófa-
varið. Þar sem tónlistin er tekin al-
varlega jafnvel þó að hún sé rokk og
popp. Menn eru ekki komnir þang-
að til að vera fullir og láta eins og
fífl heldur til þess að æfa sig,“ segir
Guðmundur og bendir jafnframt á
að staðurinn sé kjörinn vettvangur
fyrir tónleikahald.
„Þarna geta menn gengið 20 metra
innandyra með hljóðfærin sín og
fengið aðstoð við að halda tónleika
með lágmarkskostnaði.
Það er ofboðslega mikið mál ef
þú ert til dæmis ekki með bílpróf
að ætla að halda einhvers staðar
tónleika. Það er heldur eiginlega
enginn vettvangur fyrir fólk yngra
* Mikil mildT^]
Wá
Veldu létt og mundu eftir ostinum!
Einleikur í Silfurtunglinu
Leikhópurinn Brilljantín frum-
sýnir einleikinn Power of Love
- Hið fullkomna deit eftir Halldóru
Malin Pétursdóttur í Silfurtunglinu
á efri hæð Austurbæjar. Verkið sem
er samstarfsverkefni leikhópsins og
ísMedía í Austurbæ verður aðeins
sýnt í viku.
Verkið fjallar um konu sem er að
undirbúa mikilvægasta kvöld lífs
síns. Þetta kvöld ætlar hún að finna
ástina og lifa hamingjusöm til ævi-
loka. Til þess að ekkert fari úrskeið-
is skipuleggur hún allt í þaula. Allt
verður að vera fullkomið þegar herr-
ann mætir á svæðið og hún verður
að vera fullkomin sjálf.
Frumsýning verður á morgun og
næstu sýningar miðvikudaginn 17.
janúar, fimmtudaginn 18. janúar,
föstudaginn 19. janúar, laugardag-
Upprennandi leikskáld Halldóra
Malin Pétursdóttir hefur veriö
afkastamikil á leiksviöinu frá því aö
hún útskrifaðist frá Listaháskólanum
síöastliöiö vor.
inn 20 janúar og sunnudaginn 21.
janúar. Sýningar hefjast alla dagana
kl. 20.
Miðasala er í Austurbæ frá kl. 13-
17 og i síma 5514700. Einnig er hægt
að nálgast miða á midi.is. Miðaverð
er 1500 krónur.
Halldóra Malin Pétursdóttir út-
skrifaðist frá Listaháskóla Islands
vorið 2006 með BFA í leiklist. Frá
því að hún útskrifaðist hefur hún
meðal annars sett upp einleik á
Borgarfirði eystra, stofnað leikfélag-
ið Frú Normu á Egilsstöðum sem er
eitt af tveimur atvinnuleikhúsum
á landsbyggðinni utan Akureyrar.
Auk þess vann hún til tvennra verð-
launa i dansleikhúskeppni Borgar-
leikhússins síðastliðið vor fyrir verk-
ið Tommi og Jenni. Nýverið stofnaði
Halldóra Malin leikhópinn Brilljan-
tín og er Power of Love fyrsta verk-
efni hópsins.
Leikhópnum hefur verið boðið
í leikferð um Króatíu og Slóveníu í
febrúar.